• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Everton

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 2. október, 2021 | 16 ummæli

Sennilega sanngjarnt 1-1 jafntefli í fjörugum leik í dag þar sem United komst yfir. En ekki góð úrslit fyrir okkar menn þar sem töpuð stig gegn minni liðum eru dýrkeypt í þeirri baráttu sem er framundan á tímabilinu á toppi deildarinnar.

Það má segja að Ole Gunnar hafi stillt upp óvæntu liði fram á við í dag. Ronaldo og Pogba fóru á bekkinn. Cavani kom inn í framlínuna og mjög svo óvæntur Martial fékk að byrja. Shaw hefur náð sér af meiðslunum og var settur strax inn í liðið á kostnað Telles. Öryggisteppið var svo mætt á miðjuna, McFred.

Hjá Everton kom hinn ungi Anthony Gordon inn í liðið, fyrsti byrjunarleikur hans í deild á tímabilinu. Pickford var svo orðinn nægilega heill heilsu til að byrja í dag, en óvissa var með þátttöku hans í aðdraganda leiksins. Annað var nokkuð gefið í uppstillingu Rafa Benitez.

Byrjunarlið Manchester United:

1
De Gea
23
Shaw
19
Varane
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
39
McTominay
17
Fred
9
Martial
18
Bruno
11
Greenwood
21
Cavani

Bekkur: Henderson, Telles, Bailly, Lingard, Matic, Pogba, van de Beek, Ronaldo og Sancho.

Komu inn á: Sancho, Ronaldo og Pogba

Byrjunarlið Everton:

1
Pickford
12
Digne
5
Keane
13
Mina
22
Godfrey
24
Gordon
6
Allan
16
Doucoure
14
Townsend
11
Gray
33
Rondon

Komu inn á: Davies og Dobbin

Fyrri hálfleikur

United byrjaði kröftuglega, héldu vel í boltann og létu hann ganga hratt á milli manna. Fyrsta færi leiksins kom eftir rúmar fimm mínútur þegar Wan-Bissaka lék á Digne á hægri kantinum og kom boltanum á fjærstöngina. Þar kom Martial og skallaði boltann fram hjá af stuttu færi, en tímasetning hans í stökkinu í aðdraganda skallans var illa tímasett hjá fransmanninum. Fimm mínútum síðar fékk Everton sitt fyrsta færi þar sem Varane komst fyrir skot Rondon sem skyndilega var kominn einn í gegn. Var Rondon þó á endanum dæmdur réttilega rangstæður. Eftir þetta lá Everton á United næstu mínútur og uppskáru fínt skallafæri, skalli Keane rétt framhjá eftir aukaspyrnu utan af kanti. Þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður kom en eitt skallafærið í leiknum. Fred kom þá með fyrirgjöf (með hægri fæti!) sem Cavani skallaði af miklum krafti að marki en Pickford var fljótur niður og kom boltanum frá. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós á næstu mínútum hjá báðum liðum.

Embed from Getty Images

Eftir um hálftíma leik virtist suðan ætla að koma upp úr pottinum, þegar McTominay ætlaði að rífa fyrirliða Everton Lucas Digne á fætur eftir samstuð. Féll það alls ekki vel í kramið hjá liðsfélögum Digne. Michael Oliver var þó nokkuð fljótur að koma í veg fyrir að þetta myndi leysast upp í einhverja vitleysu. Stuttu seinna átti Gray hörku skot rétt utan teigs sem De Gea varði vel. Fyrsta gula spjald leiksins fékk Greenwood eftir að hafa felt Gordon klaufalega aftan frá. Wan-Bissaka átti svo frábæra blokkeringu eftir um 35. mínútur þegar Doucure átti þrumu skot að marki United, eitt af einkennum Wan-Bissaka.

Embed from Getty Images

Á markamínútuni kom mark! Martial skoraði þá eftir að liðið hafði komið boltanum hratt af hægri kantinum yfir á þann vinstri þar sem Bruno lagði boltann með mikilli yfirvegun fyrir frakkann sem kláraði færið vel þrátt fyrir viðkomu í varnarmanni. Mikilvægt mark í mjög jöfnum leik og staðan 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur

Lítið markvert gerðist fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins. En eftir þær kom tvöföld skipting hjá United. Cavani og Martial fóru þá af velli og inn komu Sancho og Ronaldo. Skömmu síðar kom fyrsta færi seinni hálfleiksins, þá komst Gray í ágætist stöðu í teig United en skot hans laflaust og sigldi fram hjá markinu. Á 65. Mínútu jafnaði Everton. Fred fékk þá boltann fyrir miðjum velli en þar kom Gray og hirti boltann af honum. Rauk hann upp völlinn og kom hann boltanum á Doucure sem lék á tvo United menn áður en hann lagði boltann á Townsend sem var kominn í dauðafæri og kláraði hann það fagmanlega. Allt jafnt aftur eftir frábæra skyndisókn Everton og ömurlega tilburði Fred en einu sinni.

Embed from Getty Images

Svar Ole Gunnars við þessu var að taka Fred af velli og setja stoðsendingarvélina Pogba inn á. Í kjölfar þess gerði Rafa sína fyrstu skiptingu Tom Davies kom þá inn fyrir Gordon. Þegar um korter var eftir fékk Ronaldo sitt fyrsta og eina færi, þá fór skot hans framhjá úr mjög þröngu færi. Næsta færi kom ekki fyrr en um sjö mínútum síðar. Reyndi þá Pogba að krulla boltann upp í fjær hornið rétt utan teigs, en skotið geigaði. Ekki leið langur tími þar til Pogba fékk aftur færi. Lélegur skalli hans fór þá framhjá eftir hornspyrnu. Everton fékk svo hornspyrnu hinu megin og eftir að United kom boltanum frá barst boltinn skyndilega á Tom Davies sem var í dauðafæri, einn gegn De Gea. ákvað hann í stað þess að skjóta að renna boltanum á fjær þar sem Mina setti boltann í netið og allt leit út fyrir að sigurmark væri komið í leikinn. VAR tók þó markið af réttilega þar sem Mina var rangstæður. Á loka mínútu venjulegs leiktíma fékk Sancho fínt færi eftir laglega hæl sendingu Ronaldo. Skot hans var þó laust og beint á Pickford, lélegt hjá Sancho. Af þeim fjórum mínútum sem bætt var við náði hvorugt liðið að skapa sér nokkuð og jafntefli niðurstaðan.

Embed from Getty Images

Það er öruggt að segja að heitt sé orðið undir Solskjær. Tveir sigrar í síðustu sex leikjum er agaleg niðurstaða. Þar af eru fjórir síðustu leikir á heimavelli og aðeins tæpur sigur á Villarreal eini sigur leiksins í þeim leikjum. United á líka ennþá eftir að halda hreinu á þessu tímabili sem er að mér finnst ótrúlegt miðað við mannskap aftast á vellinum, frábæra framviðstöðu De Gea á tímabilinu og allt leikir gegn minni spámönnum. Ole Gunnar þarf nauðsynlega að finna lausnir í komandi landsleikjahléi þar sem komandi leikir eru allt gegn mun sterkari liðum heldur en þeim sem United hefur mætt hingað til.

Næst leikur er 16. Október gegn Leicester.

Efnisorð: Anthony Martial Everton Ole Gunnar Solskjær 16

Reader Interactions

Comments

  1. Scaltastic says

    2. október, 2021 at 11:29

    Martial frekar en Lingard?!… hakan er komin niðrí gólf

  2. Scaltastic says

    2. október, 2021 at 12:24

    Ole er á eldi þegar það kemur að þagga niðri efasemdir mínar. Telles og að halda Ronnie inná á miðvikudaginn og núna Tony. Meira af þessu takk.

    Fred hræðir úr mér líftóruna að venju. Matic væri vel þeginn í seinni hálfleik. A.m.k. verður Ole að færa Macca í sexuna frekar.

  3. Arni says

    2. október, 2021 at 12:55

    Fred er eins og ferminga krakki þarna inná

  4. Dór says

    2. október, 2021 at 13:22

    Þetta liðsval hjá SOLSKJÆR er eftir kosta okkur of mörg stig

  5. Egill says

    2. október, 2021 at 13:29

    Jafntefli á OT gegn vængbrotnu Everton liði. Burt með þetta norska drasl, hann veit ekkert hvað hann er að gera þarna.
    Maður er hættur að hlakka til þess að horfa á leiki með þessu liði, gjörsamlega andlaus frammistaða enn eina ferðina.

  6. Helgi P says

    2. október, 2021 at 13:31

    Þessi úrslit koma manni ekki einu sinni á óvart

  7. Gummi says

    2. október, 2021 at 13:39

    Svo er þessi trúður brosandi á 94 mín voða sáttur að tapa ekki leiknum við verðum að fá þjálfara inn sem hefur einhvað smá vit á fótbolta

  8. Elís says

    2. október, 2021 at 13:42

    Everton vantaði tvo bestu sóknarmenn sína í þessum leik og er þetta en einn hörmungar leikurinn. Jájá það má gangrýna Ole fyrir liðs valið en það sem má gangrýna hann mest er að hann nær engu úr þessu liði.

    Ég er viss um að ef Benitez stjóri Everon hefði þetta Man Utd lið í höndunum og Ole væri með Everton þá hefði þetta verið öruggur heimasigur í dag.

    Ole er bara skelfilegur stjóri, þetta er ekki flókið og ef nostalgían við hann væri ekki að þvælast fyrir væri fyrir löngu búið að sparka honum.

  9. Scaltastic says

    2. október, 2021 at 13:55

    Góðu fréttirnar: Lindelöf var frábær í dag og ég fæ kærkomið frí frá Fred úr mínu lífi.

    Slæmu fréttirnar: Fríið er því miður bara tvær vikur og við vorum eitt stykki heilaþoku frá Tom Davies að tapa fyrir Everton án Calvert Lewin og Richarlison.

    Þetta er súr staða frá a-ö. Ole er ekki úr leið úr brúnni, sérstaklega í ljósi þess að hann er með local stuðningsmannahópinn nær 100% á baki sér. Hins vegar á ég erfitt með að sjá þetta enda farsællega hjá kauða.

    Mér fannst liðið sem hann stillti upp í dag henta hans áherslum og hugmyndafræði sem stjóra, mun betur heldur en á miðvikudaginn. Hvað segir það mér?… Við erum með stjóra sem hefur engar lausnir til að spila Ronaldo, Bruno og Pogba saman. Upp að vissu marki skil ég hans áhyggjur, hann hefði þá betur átt að sækja hart fram að styrkja miðsvæðið í sumar.

    Mér líður eins og að veikleikar miðsvæðisins séu að smita meira út frá sér í sérstaklega bakverðina heldur en síðustu leiktíð. Liðið er almennt séð varnarlega í tómu basli.

    Mér þykir leitt að segja það en ég held að ákveðinn aðili þurfi alvarlega að íhuga það að tölta út í sólsetrið með Woodward. Það getur ekki sakað að bjalla í Zidane og athuga hitastigið.

  10. Scaltastic says

    2. október, 2021 at 13:59

    Er líka kominn með upp í kok að Andros effin Townsend sé kóngurinn á Old Trafford 1x á ári

  11. Helgi P says

    2. október, 2021 at 14:08

    Nú er kominn tími á að þessi pappakassi verði rekinn

  12. Gummi says

    2. október, 2021 at 15:28

    Þvílíkt rugl að gefa þessum bjána nýjan 3 samning og þessi meðferð sem van de beek er að fá er viðbjóður solskjær er búinn að eyðileggja ferilinn hjá honum

  13. Arni says

    2. október, 2021 at 16:22

    Solskjær er bara brandari ef hann væri með einhvað smá united hjarta þá væri hann búinn að sjá það hvað hann er ömurlegur stjóri og myndi segja upp

  14. gho says

    2. október, 2021 at 17:27

    Mönnum virðist alveg fyrirmunað að skapa og skora fleiri en eitt til tvö mörk i leik sem er frekar lelegt, uppbyggingin a leik liðsins er alls ekki nogu goð þratt fyrir goða spilakafla inn a milli. Stjorinn verður að hafa lausnir gegn þeim liðum sem liggja tilbaka, en þar er ekkert að fretta. Ef þetta heldur afram verður united komið með nyjan stjora fyrir jol og sennilega fyrr.en vonandi hrekkur liðið i gang allra vegna. Eg er ekki að tala um leikina við Leeds eða Newcastle sem gafu okkur 9 mork .

  15. Audunn says

    4. október, 2021 at 08:29

    Vondur leikur og vond úrslit, lið sem ætlar sér einhverja hluti á tímabilinu þarf að landa 6 stigum á heimavelli gegn Aston Vill og Everton en Man.Utd er búið að fá eitt stig út úr þeim leikjum.
    Það vonda við þetta er að Ole Gunnar er ekki að fara neitt, amk ekki eins og staðan er í dag en hlutir geta jú breyst hratt í fótbolta.
    Ole Gunnar er með mikinn stuðning á bakvið sig frá mönnum eins og Sir Alex ofl og hann fær meiri tíma, ef hann verður ekki búinn að fá allan klefann uppá móti sér þá fær hann amk þetta tímabil.
    Ég persónulega myndi vilja skipta um stjóra ASAP, ég hef hinsvegar ekki nokkurn áhuga á að fá Zidane.
    Væri alveg til í Conte og ég er viss um að hann væri til í að taka við liðinu.

  16. birgir says

    6. október, 2021 at 02:15

    Það getur verið dýrt að hafa lúxusleikmenn í liðinu. Það að Bruno og Ronaldo geta ekki varist kallar á tvo afturliggjandi miðjumenn.

    Auk þess er getur Ole ekki fært vörnina ofar á völlinn vegna þess að hann er með línukeeper, hægri bakvörð sem getur ekki sótt og Maguire verður ansi berskjaldaður í að verjast skyndisóknum vegna þess hversu hægur hann er.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress