Fjármál

Ársuppgjörið: Peningavélin mallar

Manchester United plc birti í dag ársreikning félagsins fyrir fjárhagsárið 1. júlí 2014 til 30. júní 2015. Í raun kom þar líltið á óvart enda birtir félagið reikninga ársfjórðungslega og allar niðurstöður síðasta árs voru fyrirsjáanlegar, þar með talin tekjulækkunin vegna fjarveru klúbbsins úr Evrópukeppnum. Tekjur vegna auglýsinga jukust auðvitað verulega.

Það sem helst er hins vegar að frétta er þetta: Lesa meira

Fjármál

Ársfjórðungsuppgjör

Nú í morgun birti Manchester United uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsárs félagsins. Í þeim er fátt sem kemur mjög á óvart nema helst að tilkynnt er um að vænt EBITDA, eða hagnaður fyrir fjárhagsliði yrði hærri en búist hefði verið við á árinu í heild, eða um 110-105m punda í stað 90-93m. Þetta má væntanlega rekja til aukinna tekna af auglýsingatekjum enda hækka þær um rúm 10% frá sama tíma og í fyrra. Sjónvarpstekjur og tekjur af heimaleikjum eru mun lægri en það var fyrirséð þar sem United er ekki að spila í Meistaradeildinni og að auki voru tveimur heimaleikjum færra í deild en sama ársfjórðung í fyrra, munar um slík atriði. Lesa meira

Fjármál Pistlar

Nýr sjónvarpsréttindasamningur=$$$

Stjórnarformenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni eru líklega núna að opna kampavínið og rífa upp kavíarinn því að það var verið að tilkynna úrslitin úr uppboðinu um réttinn til að sýna frá ensku knattspyrnunni frá 2016-2019. Sky og BT Sports hafa átt þennan rétt frá árinu 2013 og það verður engin breyting á því. Þessi fyrirtæki munu greiða ótrúlega upphæð fyrir að fá að sýna enska boltann. Lesa meira