• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Southampton á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. september, 2012 | 32 ummæli

Southampton - Manchester United
United í heimsókn á St Mary’s

Eftir hálfbrösuglega byrjun Manchester United koma þær góðu fréttir að Jonny Evans er orðinn heill, og því þurfum við ekki lengur að þola að besti miðjumaðurinn okkar sé í miðverðinum. Evans lék allan leik U-21 árs liðsins í vikunni og er tilbúinn í slaginn á morgun. Rio Ferdinand og Phil Jones eru byrjaðir að æfa þó þeir séu ekki enn leikhæfir þannig að vonandi er varnarlínan að komast í fullan styrkleika. Ashley Young er hins vegar frá vegna meiðsla sem og auðvitað Rooney, en síðustu fréttir herma að hann verði kominn til baka eftir um mánuð, sem má teljast þokkalega sloppið.

Voetbal International í Hollandi var í gær að halda því fram að Büttner yrði í byrjunarliði, en ég ætla ekki að hlusta á það og spái liðinu okkar á morgun því svona:

De Gea

Rafael Evans Vidic Evra

Cleverley Carrick

Valencia Kagawa Nani

Van Persie


Það má búast við að á bekknum verði menn á borð við Büttner og jafnvel Nick Powell, og ólíklega spáin í þetta skiptið er að Darren Fletcher verði á bekknum eftir að hafa spilað U-21 árs leikinn í vikunni. Sir Alex segir að Fletcher verði að öllum líkindum í Meistaradeildarhópnum þar sem ekki sé það margir yfir 21 árs í hópnum að hann komist ekki fyrir án þess að ryðja öðrum út.

Á morgun fer United niður á suðurströndina og leikur á St Mary’s í Southampton í fyrsta skipti í deildinni síðan við felldum þá með sigri í síðasta leik vorið 2005.

Southampton er einn af þeim klúbbum sem margir eldri fótboltaáhugamennt líta á sem eitt af þeim liðum sem „eiga heima“ í efstu deild. Þessum áhugamönnum hefur nú orðið að ósk sinni eftir að Southampton komst upp í úrvalsdeildina i vor eftir sjö ára fjarveru. Þeir urðu í öðru sæti í fyrra á fyrsta ári sinu í deildinni eftir að þeir komu beint upp úr League One.

Þessi endurreisn klúbbsins eftir fall í kjölfar gjaldþrots mátti þakka yfirtöku Svisslendingsins Marcus Liebherr. Þrátt fyrir lát hans í fyrra breyttist aðstaða Southampton lítið þar sem erfingjar Liebherr fylgdu óskum hans um framgang klúbbsins. Einnig þykir stjóri Southampton, Nigel Adkins vinna einstaklega vel með mannskapinn

Southampton styrkti sig ekki að ráði í sumar en var nálægt því að gera Manchester City skráveifu í fyrsta leik tímabilsins þegar varamenn þeirra, Ricky Lambert, markakóngur Championship síðasta vetur og Steven Davies komu Southampton 2-1 yfir, áður en City kláraði leikinn 3-2. Tap gegn Wigan í síðasta leik 2-0 gefur þó til kynna að Southampton muni eiga erfitt uppdráttar í vetur.

Á lokadegi leikmannagluggans gengu Dýrlingarnir þó frá einum skemmtilegustu kaupum gluggans þegar þeir keyptu Úrúgvæann Gastón Ramírez frá Bologna. Ramírez var einn af aðalleikmönnum Úrúgvæ á Ólympíuleikunum í sumar og þykir mikið efni, alhliða miðjumaður. Hann var þó keyptur of seint í gær til að fá leikheimild fyrir leikinn á morgun.

Ásamt Lambert má því ætla að Adam Lallana fyrirliði og Jay Rodriguez sem keyptur var frá Burnley í sumar, séu hættulegustu leikmenn Southampton.
Ein aðvörun: Ekki verða hissa þegar þið sjáið leikinn, Southampton er liðið í Liverpool búningnum. Einhverra hluta vegna ákváðu þeir að hætta að spila í gömlu góðu hvítröndóttu búningunum sínum og fara í staðinn í alrauða búninga.

Þegar litið er á þessi tvö lið eigum við ekkert að velkjast í vafa að um skyldusigur er að ræða. Kagawa og van Persie hafa sýnt hvað þeir geta nú þegar og ásamt Valencia og Nani eiga þeir að leika vörn Southampton, sem er lítið meira en Championship vörn, grátt. En þrátt fyrir það sjáum við að City átti í vandræðum og vitum vel að enska deildin er ekki sú spænska og að vel skipulagt lið getur haldið mun sterkara liði í skefjum. Hvað um það, fyrsta spá mín hér á síðunni verður í bjartsýna kantinum, 3-0 sigur okkar manna.

En það merkilegasta við leikinn er auðvitað sú staðreynd að á morgun stýrir Sir Alex Ferguson United liðinu í þúsundasta skipti í deildarleik. Enn á ný sjáum hversu ótrúlega heppnir við vorum að fá hann til starfa og þökkum fyrir alla sigrana!

Efnisorð: Southampton Upphitun 32

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Max says

    1. september, 2012 at 12:16

    Flott síða hjá ykkur, til hamingju

    0
  2. 2

    Sigursteinn Atli Ólafsson says

    1. september, 2012 at 12:25

    Glæsileg síða , beint í bookmarks.

    0
  3. 3

    Pálmi Kristjánsson says

    1. september, 2012 at 12:35

    Flott síða, vona svo að menn verði duglegir að kommenta á greinar,
    spái 0-2 Persie með bæði!

    0
  4. 4

    Egill Óskarsson says

    1. september, 2012 at 12:37

    Flott upphitun. Gaman að sjá svona metnað loksins í umfjöllun um Man Utd á Íslandi.

    0
  5. 5

    Egill says

    1. september, 2012 at 13:01

    Flott síða, það verður gaman að koma hingað og lesa spjalla um allt það helsta sem að er að gerast í boltanum ! :)

    0
  6. 6

    Max says

    1. september, 2012 at 13:12

    Ég væri til í að sjá Danny Welbeck í stað Nani, er orðinn frekar þreyttur á honum. Hann á það þó til að blómstra á móti littlum liðum

    0
  7. 7

    Ivan Engels says

    1. september, 2012 at 13:13

    Mjög flott síða og flott upphitun, þessi fer beint í bookmarks :)

    0
  8. 8

    Bjarni Ingimarsson says

    1. september, 2012 at 13:24

    Glæsilegt, 1-3 sigur hjá okkar mönnum

    0
  9. 9

    Jóhann Ingi says

    1. september, 2012 at 13:45

    Lúkkar frábærlega!! Ég á eftir að fylgjast með hérna!! Til hamingju með síðuna!!

    0
  10. 10

    Hjörvar says

    1. september, 2012 at 13:59

    Magnað að fá svona síðu…

    0
  11. 11

    Ómar says

    1. september, 2012 at 14:02

    Brilliant síða og flott upphitun. Áfram MUFC!!!

    0
  12. 12

    Birgir Örn Birgisson says

    1. september, 2012 at 14:21

    Snilld! Loksins komið alvöru síða! GO UTD

    0
  13. 13

    Óskar says

    1. september, 2012 at 14:36

    Góð upphitun og snilldar síða. Mikið þarfar þing fyrir Man Utd sjúklinga.

    0
  14. 14

    Ármann says

    1. september, 2012 at 14:46

    snilldar síða ánægður með þetta spái mínum mönnum easy 0-4 sigri persie með tvö, kagawa eitt og Nani með eitt valencia með 3 assists :D

    0
  15. 15

    möller says

    1. september, 2012 at 15:05

    verður erfiður leikur enn við vinnu þennan leik 1-0 með marki frá nani

    0
  16. 16

    EDA says

    1. september, 2012 at 15:52

    Frábært framtak að skella upp svona síðu, daglegi netrúnturinn lengist fyrir vikið og það er bara jákvætt.
    Ég er sammála liðinu sem þið stillið upp, væri reyndar gaman að fá Hernandez eitthvað í leiknum og kostnað Welbeck sem hefur ekkert sýnt síðan í byrjun timabils í fyrra. 2-0 sigur okkar manna og Kagawa og Valencia setja mörkin.

    0
  17. 17

    Halldór Marteinsson says

    1. september, 2012 at 17:03

    Sammála öllum hér fyrir ofan, flott síða og skemmtileg viðbót við netrúntinn :)

    Líst rosalega vel á liðið eins og það er sett upp í þessum pistli, ætti að bjóða upp á mjög skemmtilegt spil.

    0
  18. 18

    Sindri Sigurjónsson says

    1. september, 2012 at 19:08

    Flott síða hjá ykkur, hrikalega ánægður með þetta framtak. Spá því að þetta verði erfiður leikur 1-2 fyrir okkar menn en það verða RVP og Valencia sem skora mörkin

    0
  19. 19

    Ari Logason says

    1. september, 2012 at 20:16

    Glæsilegt framtak! Það verður super sunday á spot á morgun, smá upphitun með Liverpool – Arsenal. Spái 2-1 og persie með bæði.

    0
  20. 20

    Egill Guðjohnsen says

    1. september, 2012 at 21:38

    Virkilega flott síða. Ég er alveg sammála með liðið sem þú spáir en ég gæti alveg trúað að Buttner byrji en held mig við Evra.
    Must 3 stig sem við verðum að fá og vonandi er United vaknaðir til lífs eftir hæga byrjun

    0
  21. 21

    Stefán Arason says

    1. september, 2012 at 21:44

    Snilld að fá loksins svona síðu fyrir okkur United menn :)
    leikurinn á morgun er algjör skyldusigur og annað væri hrikalegt.
    Southampton sýndu það á móti Wigan að þeir verða í basli í vetur og sóknin okkar ætti að ná að setja allavegna nokkur kvikindi á þá á morgun!

    Vonandi að Hernandez fái að spila á morgun með RVP og að þeir félagar smelli vel saman.
    Spái 1-4 sigri, RVP með 2, Kagawa með 1 og svo setur Vidic eitt með skalla í lokin :)

    0
  22. 22

    Andri Már Halldórsson says

    1. september, 2012 at 21:46

    Frábær síða í alla staði!

    0
  23. 23

    Gúndi says

    1. september, 2012 at 21:46

    Til hamingju með síðuna ykkar,lítur vel út, bookmarked til framtíðar

    0
  24. 24

    Guðni Þór Þórðarson says

    1. september, 2012 at 21:47

    Snilld! til lukku, flott síða

    0
  25. 25

    Óskar Ragnarsson says

    1. september, 2012 at 23:36

    Til hamingju með þetta blogg. Líst vel á þetta.

    En að leiknum, held þetta verði ekki auðveldur leikur. En þó hafa okkar menn þetta 2-0 Nani veðrur í byrjunarliðinu og rífur sig algjörlega upp af rassgatinu, og skoarar 1 og leggur upp 1 fyrir RVP að sjálfsögðu. Verst að ég missi af leiknum. Svona er lífið.

    0
  26. 26

    Þorbergur Albertsson says

    2. september, 2012 at 00:24

    flott!

    0
  27. 27

    Viktor Emil Andersen says

    2. september, 2012 at 01:07

    Gríðarlega sáttur með pistlana hérna og það sem þú sagðir um Carrick!

    „ekki lengur að þola að besti miðjumaðurinn okkar sé í miðverðinum“

    Gaman að heyra svona um Carrick.

    Lang vanmetnasti leikmaður okkar!

    0
  28. 28

    Stefan says

    2. september, 2012 at 01:51

    Já held samt að Ferguson hafi verið að tala um að nota Buttner en sjáum til.
    Frábær síða btw og gott blogg

    0
  29. 29

    Birkir Freyr says

    2. september, 2012 at 10:55

    ógnarsterkt Manutd lið og ég vona að Kakawa fái boltan meira í lappirnar því hann virðist vera stórhættulegur þegar hann er með boltan. svo virðist sem þetta séu frábær kaup Sir Alex!

    0
  30. 30

    Tómas Freyr Kristjánsson says

    2. september, 2012 at 11:12

    Frábært framtak hjá ykkur.

    0
  31. 31

    Stefán Arason says

    2. september, 2012 at 14:03

    Dagurinn byrjar allavegana vel. Liverpool að tapa 0-2 á heimavelli…

    0
  32. 32

    Stefán Arason says

    2. september, 2012 at 14:12

    OFFICIAL MUFC XI:

    Lindegaard

    Rafael
    Ferdinand
    Vidic
    Evra

    Valencia
    Carrick
    Cleverley
    Kagawa
    Welbeck

    van Persie

    lýst vel á liðið :)
    Spái 1-4 sigri

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress