• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Pistlar

Hillsborough: loksins sannleikurinn

Björn Friðgeir skrifaði þann 12. september, 2012 | 4 ummæli

Fyrir 23 árum fóru 96 knattspyrnuáhugamenn á fótboltaleik og komu aldrei heim aftur.

Það er ekki ofsögum sagt að dagurinn í dag sé einn sá merkilegasti í knattspyrnusögu Englands. Loksins hefur hulunni verið svipt af tuttugu og þremur árum af yfirhylmingu, lygum og svikum af hálfu yfirvalda, lögreglu og annarra sem öll beindust að því að koma ábyrgð á ölvaða áhorfendur í stað þess sem raunin var að öll ábyrgð var á höndum yfirvalda, mistökum þeirra og vanrækslu má kenna um allt sem gerðist.

Forsætisráðherra Bretlands baðst í dag fullrar afsökunar á öllum þessum misgjörðum eftir að birtar hafa verið niðurstöður nefndar sem safnaði saman gríðarlegu magni gagna um slysið, stór hluti af þeim höfðu verið haldið leyndum öll þess ár. Í framhaldinu verða vonandi þeir sem ábyrgð bera á vanrækslu við löggæslu á leiknum, aðgang neyðarþjónusta og síðan yfirhylmingunni allri sóttir til saka

Það hefur verið gríðarlega áhrifamikið að fylgjast með atburðum dagsins og yfirlit yfir niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi, og þá eins nálægt því í bókstaflegri merkingu og hægt er að komast við lestur einn saman.  Ef það var einhver eftir sem hafði sem mikið sem minnstu hugmyndir um að þetta hefði nú að einhverju leyti þessu fulla fótboltapakki að kenna, Englendingar væru jú bara byttur, þá er alveg óhætt að segja að viðkomandi getur straujað þær hugsanir út úr sínum huga.

Þetta hefði getað komið fyrir hvaða stuðningsmannahóp sem er og sýnir hvers konar fyrirlitning var kerfislæg í lögreglunni og stjórnkerfinu gegn fótboltaáhorfendum á þessum tíma, fyrirlitning sem átti rætur sínar í stéttaskiptingu og fyrirlitningu á verkamannastétt. Þess vegna er þessi dagur hafinn yfir allan félagaríg. Stéttaskiptingin í Englandi er nefnilega eitthvað sem við Íslendingar áttum okkur sjaldnast á, og jafnvel þó við vitum af henni þá kemur sú vitund ekki nægilega inn í almennan þankagang okkar.

Það er ekki hægt að óska Liverpool til hamingju með daginn, til þess var harmleikurinn of stór. En það er samt hægt að fagna því að í dag sigraði sannleikurinn. Réttlætið mun svo vonandi fylgja í kjölfarið.

Efnisorð: Minningar 4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    siggi United maður says

    12. september, 2012 at 22:50

    jft96

    0
  2. 2

    Baldur Seljan says

    13. september, 2012 at 09:47

    Góður dagur fyrir stuðningsmenn Liverpool og enska boltann í heild sinni. Virkilega sorglegur atburður sem að fékk loksins rétta umfjöllun í fjölmiðlum og bara útum allan heim. Hlítur að teljast jákvætt , sér í lagi fyrir stuðningsmenn Liverpool.

    0
  3. 3

    Birkir Örn Pétursson says

    13. september, 2012 at 10:32

    Liverpool stuðningsmaður skrifar:

    Sannleikurinn kom í ljós og réttlætið mun vonandi sigra í kjölfarið.

    Hvort sem þú ert stuðningsmaður Liverpool, United eða Scunthorpe þá er þetta sigur fyrir fótboltan og aðdáendur fótboltans og því óska ég öllum sem hafa ástríðu fyrir leiknum til hamingju. Enginn, hvorki einstaklingur eða aðstandendur, eiga að þurfa að þola sömu meðferð og þessir 96 fengu sem og aðstandendur þeirra.

    Ég vil einnig votta virðingu mína fyrir þeim sem halda úti síðunni að gefa sér tíma að skrifa um þetta málefni. Þrátt fyrir að við Liverpool og United stuðnigsmenn sameinumst sjaldan þá er þetta svo sannarlega tilefni til þess og finnst mér þetta virðingavert.

    0
  4. 4

    Hugi says

    14. september, 2012 at 12:16

    Það hvernig lögreglan og yfirvöld hafa borið sig varðandi þetta mál seinustu 23 árin er hreint út sagt viðbjóðslegt. Því meira sem maður les af þessari skýrslu því skýrar skín í gegn spillingin og mannvonskan sem Thatcher stjórnin og lögregluvaldið hafa gert sig sek um.

    Loksins kom sannleikurinn fram – þó fyrr hefði mátt vera.

    Ég vona að þegar United mæta á Anfield 23 sept verði United stuðningsmenn með einhverskonar borða, eða mosaík art eða eitthvað. Leggja allan ríg til hliðar tímabundið fyrir leikinn og sýna smá virðingu.

    YNWA.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress