• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Wigan á morgun

Tryggvi Páll skrifaði þann 14. september, 2012 | 10 ummæli

Manchester United – Wigan

Jæja, nú er landsleikjahléinu lokið og menn geta tekið gleði sína á ný. Okkar menn taka á móti Roberto Martinez og strákunum hans í Wigan. Eftir nokkuð erfiðan 2-3 útisigur á Southampton fáum við það sem er samkvæmt bókinni „léttur“ heimaleikur.

Hver einn og einasti stuðningsmaður United fékk vægt taugaáfall þegar fréttir bárust á sama degi að Shinji Kagawa og Robin van Persie hefðu báðir meiðst í landsliðsverkefnum sínum. Fréttir gefa þó til kynna að þeir glími ekki við alvarleg meiðsli og spánýjar fréttir gefa til kynna að þeir séu klárir í slaginn. Að öðrum meiðslapésum er það helst að frétta að Phil Jones verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum á æfingu og Chris Smalling er ennþá frá.  Jonny Evans virðist hinsvegar vera að braggast og spilaði hann báða landsleiki N-Írlands. Það eru góðar fréttir því að nú þegar Meistaradeildin fer að fara af stað er liðið að sigla inn í þétt leikjaprógram og því gott að hægt sé að hvíla Rio og Vidic. Ashley Young er ásamt þeim félögum RvP og Kagawa spurningarmerki fyrir þennan leik. Ferguson sagði að Darren Fletcher yrði í hópnum fyrir þennan leik og eru það gleðifregnir, sérstaklega fyrir þá okkar sem höfðu afskrifað hann.

Það er samt ekki alveg klippt og skorið hvernig Ferguson stillir upp liðinu gegn Wigan. Ég ætla að skjóta á að það verði einhvernveginn á þessa leið:

De Gea

Rafael Ferdinand Vidic Buttner

Anderson Carrick

Valencia Kagawa Nani

Van Persie

Ég geri ráð fyrir því að RvP og Kagawa byrji en mér þætti það hinsvegar ekki ólíklegt ef a.m.k. annar þeirra yrði hvíldur fyrir komandi átök og inn komi Hernandez/Welbeck og Scholes/Cleverley fyrir þá félaga, sérstaklega ef þeir eru ekki alveg 100% heilir. Ég vil sjá Buttner spila sinn fyrsta leik því að Evra á það svo sannarlega skilið að fá hvíld. Helst vildi ég að Evra myndi ekki vera í hóp fyrir þennan leik til þess að senda honum skilaboð um að hysja upp um sig buxurnar en það er víst ekki að fara að gerast. Mér finnst líklegt að Ferguson byrji að rótera liðinu meira en hann hefur gert hingað til enda leikið stíft fram að 7. október. Það er leikur á 3-4 daga fresti þangað til.

Andstæðingar okkar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn United á Old Trafford, í síðustu þremur leikjum þessara liða á Old Trafford hefur United tvisvar hampað 5-0 sigri. Wigan vann hinsvegar sinn fyrsta sigur á United í síðustu viðureign þessara liða á DW Stadium í apríl sl. Roberto Martinez stillti þá upp í 3-4-3 og módelaði leik liðsins eftir leik Bilbao gegn United. United átti ekkert svar við leik Wigan þá frekar en þeir áttu svar gegn Bilbæingum. Það verður því afar fróðlegt að sjá hvort að Roberto Martinez stilli upp liðinu á þennan hátt. Helstu póstar í liði Wigan eru Ali Al-Habsi í markinu, Steven Caldwell í hjarta varnarinnar og svo á Franco di Santo það til að hrynja í gang.

Ég hef hinsvegar takmarkaðar áhyggjur af þessum leik. Lið eins og Wigan eiga venjulega ekki séns á Old Trafford og ég býst fastlega við því að það verði raunin. Ég ætla að skrá þetta niður sem þægilegan 4-0 heimasigur og ég hef sterka tilfinningu fyrir því að Javier Hernandez skori a.m.k. eitt mark.

Vert er að taka það fram að ef Ryan Giggs spilar mun hann taka þátt í sínum 600. úrvalsdeildarleik. Paul Scholes mun ná í 700 leiki fyrir United og fastlega má búast við því að ferill Rio Ferdinand hjá United telji 400 leiki þegar dómarinn blæs til loka leiks.

Dómari leiksins er Michael Oliver og leikurinn hefst klukkan 14.00 á morgun, laugardaginn 15. september.

Efnisorð: Upphitun Wigan Athletic 10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Sindri Sigurjónsson says

    14. september, 2012 at 12:00

    Summer signings Robin van Persie and Shinji Kagawa are fit for the Barclays Premier League visit of Wigan Athletic on Saturday.

    Þar höfum við það allavega :)

    Spái 2-0 sigri þar sem við munum loksins halda hreinu. Vidic og Valencia skora mörkin

    0
  2. 2

    Elías Kristjánsson says

    14. september, 2012 at 12:04

    Kakawa og Van Persie leiki ekki leikinn á morgun og ManUtd vinni hann samt 2-0…við gátum nú ekki orðið öllu heppnari í Meistaradeildardrættinum en það þýðir ekki að menn megi slaka á……áfram ManUtd…….

    0
  3. 3

    Viktor Emil says

    14. september, 2012 at 12:32

    Er innilega að vona að Kagawa spili, hann var nú besti leikmaður okkar í ágústmánuðinum..

    Og sama segji ég um Nani, vill sjá hann byrja inná í staðinn fyrir Welbeck á kantinum.

    0
  4. 4

    Stefan says

    14. september, 2012 at 12:50

    Flott upphitun, væri nice ef Anderson væri i formi, vill að hann spili.
    Gaman að fá Fletcher aftur, vonandi er hann kominn til frambúðar.

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    14. september, 2012 at 13:19

    Spái því að RvP, Kagawa og Nani eða Valencia hvíli í byrjunarliðinu, enda næstu tveir leikir á eftir gríðarmikilvægir. Chicharito, Welbeck, Young og Scholes verða þarna allir einhvers staðar.

    0
  6. 6

    Almar Enok says

    14. september, 2012 at 13:49

    Vona svo innilega að RvP spili á morgun, það kæmi samt ekki á óvart ef hann myndi ekki taka áhættuna á því að spila honum og hvíla hann fyrir leikinn í CL í næstu viku en annars er ég spenntur að sjá hvort hann spili Büttner langar mikið að sjá hvað í honum býr og Kagawa verður bara að vera með hann er strax að verða einn af lykilmönnum í þessu liði

    0
  7. 7

    Ragnar Auðun says

    14. september, 2012 at 19:07

    Ég tel að Welbeck og Young byrji inn á sem og Cleverley.
    En vonast aðallega eftir góðri spilamennsku frá United

    0
  8. 8

    Sigurjón says

    14. september, 2012 at 19:16

    Flott upphitun Tryggvi.

    Ég ætla að skjóta á að liðið verði svona:

    De Gea
    Rafael – Ferdinand – Vidic – Evra
    Cleverley – Carrick
    Valencia – Kagawa – Nani
    Chicharito

    Held að Ferguson treysti Evra ennþá í verkefnið, Cleverley var nokkuð heitur í landsleikjunum þannig að hann fær að halda áfram, og svo Chicharito tækifærið fyrst Wigan er andstæðingurinn og RVP var fyrir smá hnjaski með Hollandi (þó svo hann eigi að vera 100%).

    0
  9. 9

    Sigurjón says

    14. september, 2012 at 21:15

    Samkvæmt fréttum Guardian þá voru þeir Van Persie, Kagawa og Chicharito allir mættir í mat hjá styrktaraðila í kvöld og vilja spekingar meina að þetta þýði að þeir munu ekki byrja í leiknum gegn Wigan á morgun. Sjáum til hvort eitthvað sannleikskorn leynist í því.

    0
  10. 10

    Heiðar Ingi says

    15. september, 2012 at 00:17

    Celtic Cross sýnir leikina á morgun. Bjór 500 kr og Rizzo pizza og bjór á tilboði!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress