• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

CFR Cluj á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. október, 2012 | 7 ummæli

Fyrsti útileikur United í Meistaradeildinni þetta árið er gegn spútn… nei, æ, fyrirgefið, gegn nýríku Nonnunum í liði CFR Cluj frá Rúmeníu.

CFR Cluj er frá borginni Cluj-Napoca í norðvestur Rúmeníu, í héraði sem sumir hafa heyrt nefnt og kallast Transylvania. Flestir tengja héraðið auðvitað Drakúla greifa, en náttúrufegurð ku vera meginaðdráttarafl héraðsins fyrir túrista.

CFR Cluj hafði verið neðrideildarlið í Rúmeníu nær alla tíð frá stofnun 1907 fram til ársins 2002 þegar milljónamæringur frá borginni keypti liðið og setti í það pening. Liðið hefur verið keyrt að mestu leyti á útlendingum síðan þá, Brasilíumönnum, Argentínumönnum, Portugölum og öðrum. Þetta hefur skilað liðinu rúmenska titlinum þrisvar sinnum, og þar af leiðandi Meistaradeildarþáttöku jafn oft. 2008-9 stríddi liðið Roma með útisigri og Chelsea með jafntefli á heimavelli og 2010-11 náðu þeir að sigra Basel (eitthvað sem hefði hjálpað okkur í fyrra) og gera jafntefli við Bayern München.

Nú eru þeir enn komnir í riðlakeppnina eftir sigra á Slovan Liberic frá Tékklandi og Basel (eitthvað sem hefði hjá… Ok hætti núna). Þeir komu síðan verulega á óvart í fyrstu umferð riðlakeppninnar með að ná sigra Braga á útivelli, 2-0 með mörkum frá Brasilíumanninum Rafael Bastos. Sigurinn þótti einstaklega óverðskuldaður, enda voru þetta einu skot þeirra á markið, meðan Braga átti 14, og Braga var með boltann 65% leiksins.

Þetta sýnir að Cluj er sýnd veiði en ekki gefin og það þarf að fara með allri gát á morgun og verjast skyndisóknum þeirra vel.

Margir eru enn að melta leik helgarinnar og þar á meðal ég. Fyrir leikinn á morgun held ég samt að við eigum frekar að horfa til seinni hálfleiksins á laugardag og vonast til að vörn Cluj sé ekki jafn heppin og Tottenham liðið var.

Þegar hópurinn sem fór til Rúmeníu í dag var tilkynntur kom í ljós að Carrick, Scholes og Giggs voru ekki með og á blaðamannafundi áðan sagði Sir Alex að Carrick væri í bæli með vírus og að þeir Scholes og Giggs væru líka ekki frískir. Ég hafði reyndar ekki reiknað með neinum þeirra í byrjunarliði því ég held að það sé ómögulegt að fara fram á við Fergie að hann hætti að hræra í liðinu. Ég bjóst því við nokkrum breytingum á morgun, en þó frekar sterku liði

De Gea

Rafael Evans Wootton Büttner

Nani Cleverley Anderson Welbeck

Rooney Van Persie

Þetta er leikur á morgun sem er mikilvægt að vinnist vel. Þetta er á pappírnum veikasta liðið en sýndu samt að það er akkert auðvelt að skora á þá. Þess vegna ætla ég að spá því að við fáum að sjá Rooney og Van Persie saman frammi. Það væri frekar fallegt, ekki satt?

Annars er ekki mikið hægt að hrókera kantmönnum fyrst að Young og Valencia eru meiddir (Valencia gæti spilað á morgun, en líklegra ef svo er að hann byrji á bekknum. Rooney gæti verið úti á kanti, en ég held að þetta sé leikurinn til að blása til tveggja manna sóknar frá fyrstu mínútu. Ef ekki getur samt sama lið verið að spila 4-2-3-1 ef Rooney dettur aftar.

Ætla að vera bjartsýnn og spá 3-0 sigri!

Efnisorð: CFR Cluj Upphitun 7

Reader Interactions

Comments

  1. Viktor Emil Andersen says

    1. október, 2012 at 18:07

    Er innilega að vona að SAF spili Persie og Rooney saman eftir hættulega frammistöðu hjá þeim í seinni hálfleik um helgina.

    Ég efa að vörn Cluj sé betri en vörn Tottenham.

  2. Egill Guðjohnsen says

    1. október, 2012 at 18:32

    Valencia ferðaðist ekki með liðinu.
    Ég ætla rétt að vona að SAF spili með 2 frammi því það hefur alls ekki virkað að spila með 1 frammi of lítil ógn! 2 frammi og ekkert rugl!!
    Annars býst ég við jöfnum leik í byrjun og svo keyrir United sig í gang og vinnur leikinn 0-2 og Rooney með bæði mörkin! Þurfum að fá hann í gang.

  3. Tryggvi Páll says

    2. október, 2012 at 11:07

    Ég vil frekar sjá M.Keane þarna. Mér fannst hann standa sig betur gegn Newcastle en Wootton.

    Ég vona einnig að Cleverley og Anderson byrji leikinn saman og nái að stjórna miðjunni líkt og þeir gerðu gegn Newcastle. Ég hef nánast endalausa þolinmæði gagnvart Anderson og ég hef alltaf fulla trú á honum þrátt fyrir allt og vona alltaf að hann nái að slá í gegn.

    Einnig væri gaman að sjá RvP og Rooney byrja leikinn saman frammi en ég held að annar þeirra byrji á bekknum á kostnað Chicarito.

    Segjum 1-2 fyrir okkar menn.

  4. Friðrik says

    2. október, 2012 at 11:23

    Anderson er of feitur. Skil ekki hvernig hann komst upp með það að fitna svona mikið þegar hann var meiddur

  5. ellioman says

    2. október, 2012 at 13:27

    @Friðrik
    Sástu hann í leiknum gegn Newcastle? Ég hef aldrei séð hann jafn ‘fit’ áður.

  6. F.E.V says

    2. október, 2012 at 15:14

    Las það að SAF ætlaði að spila með 3 manna vörn gegn þessu liði,, þeir spila bara með 10 manns fyrir aftan miðju ,, væri gaman að sjá það negla þetta lið niður í fæðingu

  7. Arnar Magnússon says

    2. október, 2012 at 17:35

    Vonandi að hann Ferguson læri á mistökunum að hafa einn frami. Vil ekki sjá Ferdinand í liðið orðinn alltof hægur. Líka jákvætt að sjá að Giggs og Scholes verða ekki með vil hjá þá ungu spila.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress