• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Sunderland á morgun

Sigurjón skrifaði þann 14. desember, 2012 | 9 ummæli

Það er búið að vera einstaklega gaman að vera United stuðningsmaður þessa vikuna eftir glæsilegan sigur liðsins gegn City síðasta sunnudag, en núna er víst komið að því að halda göngunni áfram í átt að titlinum því á morgun klukkan 15:00 verður flautað til leiks á Old Trafford í viðureign Manchester United og Sunderland. Martin O’Neill og lærlingum hans hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur en um síðustu helgi unnu þeir þó góðan heimasigur gegn Reading og lyftu sér upp í 16 sætið í deildinni.

Af leikmannamálum er það að frétta að herra Nemanja Vidic snýr  væntanlega aftur eftir að hafa verið fjarverandi meira og minna í allt haust. Ferguson hefur sagt að hann komi við sögu í þessum leik en gaf þó ekki afdráttarlaust svar hvort við munum sjá hann í byrjunarliðinu, það verður þó að teljast líklegt þar sem Jonny Evans nældi sér í smá meiðsli gegn Man City og er á mörkunum. Það gæti tekið nokkra leiki fyrir Vidic að komast aftur í sitt gamla form en það verður frábært að sjá fyrirliðann okkar aftur á vellinum, maður hefur saknað hans. Ég hef mikla trú á því að nærvera Vidic muni stoppa þá leka sem við höfum séð á vörninni í vetur, það er allavega gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa hann á góðu róli í jólaösinni. Fréttir af öðrum leikmönnum eru þær að Rooney var eitthvað lasinn í vikunni en ætti að vera búinn að ná sér fyrir leikinn, svo styttist víst líka í Kagawa en það þykir þó ólíklegt að við munum sjáum hann um helgina.

Ég ætla að spá liði sem lítur einhvern veginn út svona:

De Gea

Rafael Ferdinand Vidic Evra

Valencia Carrick Cleverley/Welbeck

Rooney

Van Persie Hernández

Þessi spá mín er algjörlega úr lausu lofti gripin. Ég held að Hernández komi aftur inn í liðið eftir að hafa setið á bekknum gegn Reading og City, síðan er spurning hvort Cleverley haldi sínu sæti eða hvort Welbeck fái séns í byrjunarliðinu. Eitt er alveg ljóst, leikmenn Manchester United langar gríðarlega mikið til að vinna þennan leik. Þeir hafa ekki gleymt síðasta leik tímabilsins í fyrra þegar United lagði Sunderland á Stadium Of Light, í smá stund héldu menn þá að þeir væru orðnir Englandsmeistarar eða allt þangað til fréttir bárust þess efnis að City hafi stolið titlinum á síðustu augnabliki tímabilsins. Þessari niðurstöðu fögnuðu stuðningsmenn Sunderland ógurlega og sú framkoma hefur setið í okkar mönnum í allt sumar. Hér má til dæmis lesa hvað Rooney hefur um málið að segja.

“ When the fixtures come out I look for three games – City, Liverpool and Everton. This time I checked the Sunderland game. If there is one team that I want to beat this season it will be Sunderland.“

Ég hef engar áhyggjur af þessum leik. Leikmenn hafa fengið góða hvíld í þessa vikuna og ég hef trú á því að þeir komi einbeittir til leiks og ætli sér að ganga frá Sunderland. Ég spái 4-1 sigri.

Efnisorð: Sunderland Upphitun 9

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    14. desember, 2012 at 16:12

    Ég hef alltaf haft gaman af Sunderland, en þegar ég horfði á stuðningsmenn þeirra fagna svona í þegar við misstum titilinn, úfff reiðin. Vonast eftir slátrun og að Man Utd sýni enga vægð.

    0
  2. 2

    Magnús Þór says

    15. desember, 2012 at 01:18

    Ég spái 3-1 sigri, Rooney, van Persie og Carrick skora.

    0
  3. 3

    McNissi says

    15. desember, 2012 at 01:40

    Menn eru ekki nægilega bjartsýnir hérna… þetta fer 6-0: Rooney 2, Persie 2, Chicharito 1 og Vidic 1

    0
  4. 4

    F.E.V says

    15. desember, 2012 at 06:06

    Afhverju ætti vidic að byrja við erum með jones og smalling ??
    annar hvor þeirra byrjar pott þétt..
    en já anskotinn hafi það langar í slátrun er svo pirraður þetta var glatað í fyrra

    0
  5. 5

    Daníel says

    15. desember, 2012 at 09:37

    Ég er pínu hræddur um að þetta eigi eftir að verða erfið fæðing.. Sem er hundleiðinleg tilfinning. Eitthvað segir mér að við tökum gung-ho á þetta og slátrum þeim 5-0 en svo er annað sem segir mér að Sunderland eigi eftir að eiga leik lífs síns og bæði verjast fimlega og drulla svo inn einu ógeðslegu marki!

    En ég ætla að vera bjartsýnn og treysta gung-ho tilfinningu minni og segja 5-0. RVP setur þrennu, Rooney eitt og vonandi Welbeck eitt. Ef einhver þarf á marki að halda þá er það hann.

    0
  6. 6

    Sveinbjorn says

    15. desember, 2012 at 11:01

    Held að þetta verði ekki erfið fæðing, held að Sir Alex 
    sé alveg búinn að peppa þá vel fyrir þetta, því hann veit að 
    þetta er gríðarmikilægur leikur (eins og allir leikir). Spái eins og
    margir hérna stórsigri á þessum blöðrum. Yndlingurinn 
    Rooney verður með blauta þrennu í 5-0 sigri okkar manna.

    Vörnin mun líka halda eins og klettur og 
    Sunderland-menn verða niðurlægðir á Old Trafford.

    0
  7. 7

    Aron says

    15. desember, 2012 at 12:02

    Ég held að þetta snúist meira um að gefa United-stuðningsmönnum tilefni til að hefna sín með niðrandi söngvum til gestastúkunnar, en innan skynsamlegra marka skulum við vona. Leikmenn Sunderland voru óánægðir með að tapa 0-1 í síðasta leiknum á síðasta tímabili, og það á leikvangi ljóssins og stuðningsmennirnir sáu sér leik í að gera grín að United til að breiða yfir eigin vonbrigði. Öll skítköst munu snúast um stuðningsmennina og ég vona að leikmenn United hugsi frekar um að sækja 3 stig með hvaða hætti sem er frekar en stórsigur, það væri góð sárabót en ætti ekki að vera takmark í sjálfu sér. United menn fengu góða útrás fyrir vonbrigði síðustu leiktíðar í leiknum á sunnudaginn var, svo ég vona fyrst og fremst eftir sigri hvernig sem United færi að því en stórsigur væri jú sætur. Svo styttist í leik Newcastle og City og ef City misstígur sig enn og aftur yrði sigur gegn Sunderland í rauninni stórsigur svo „fingers crossed“.

    0
  8. 8

    Egill Guðjohnsen says

    15. desember, 2012 at 13:54

    Ég spái 4-0 sigri ég vill að við rasskellum þá og sendum stuðningsmenn þeirra með rassinn upp við bak og í fallsæti!!! Rooney með 2,Young,RVP og Vida

    0
  9. 9

    Egill Guðjohnsen says

    15. desember, 2012 at 13:54

    meina 5-0*

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress