Ágætis skyldusigur að baki hjá United gegn afar döpru Sunderland-liði David Moyes. Byrjunarliðið var svona.
Bekkur: J.Pereira, Carrick, Blind, Fosu-Mensah, Tuanzebe, Martial, Rashford.
Það kom ekkert sérstaklega mikið óvart þar, fyrir utan það að David de Gea var ekki í hóp en hann virðist hafa meiðst lítillega í vikunni. Sergio Romero, sá mikli meistari, kom í hans stað. Það sem vakti mesta athygli var að Maroune Fellaini fékk fyrirliðabandið í fjarveru allra þeirra sem eru venjulega með það. Ágætis troll hjá José Mourinho.