• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Queens Park Rangers 0:2 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 23. febrúar, 2013 | 26 ummæli

Manchester United er með fimmtán stiga forystu í deildinni. Hljómar fáránlega en samt svo fallega. Hver hefði trúað því? Eftir rosalega slaka frammistöðu City gegn Southampton þar sem þeir töpuðu sanngjarnt og sannfærandi þá áttum við Everton daginn eftir. Fergie sá þarna tækifæri til að ná tólf stiga forystu í deildinni og breytti liðinu í samræmi við það, það skilaði árangri og munirinn orðinn tólf stig.

En aftur að þessum fimmtán stigum. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar smeykur við leikinn í dag. Hélt að þessi mikla forystu myndi leiða til vanmats gegn liðinu sem er neðst í deildinni og sárvantar stig til að bjarga sér.

Rafael da Silva ákvað á 23.mínútu að hjálpa mér að sigrast á óttanum með þessu frábæra marki. Robin van Persie var ekki alveg á sama máli og fór meiddur af velli fyrir leikhlé, óttinn ákvað að koma aftur.

Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnvægi í leiknum en svo kom sá tími leiksins sem er alltaf áhyggjuefni þegar United virðast ekki ná að strengja saman 2-3 sendingar í röð án þess að gefa boltann frá sér. QPR sótti  töluvert en voru aldrei neitt rosalega nálægt því að skora en maður neitt aldrei. Það kom ekki á óvart að í þessari viðkvæmu 0-1 stöðu og van Persie farinn af velli að Fergie myndi bregðast við. Rooney kom inná fyrir Chicharito. Það virðist nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti annan þeirra á vellinum. David de Gea átti nokkrar fínar vörslur eins og venjulega og það stefndi í stressandi lokamínútur. En á 80.mínútu kom flott sókn hjá United og Nani stakk boltanum inn á Giggs sem gerði þetta. Nú slökknaði hressilega á QPR og milljamaðurinn Samba gat ekki sinni hjálpað þeim né Remy sem kom inná en gerði nákvæmlega ekki neitt. 0-2 sigur staðreynd og munirinn eins og áður sagði orðinn fimmtán stig á City sem eiga leik til „góða“ gegn Chelsea á morgun.

Það er stundum vandasamt verk að velja mann leiksins, sérstaklega þegar allt liðið er að leika vel. Auðvitað skoruðu Rafael og Giggs mörk leiksins en vörnin og markvarslan var freka solid í dag líka. Ætla að vera djarfur og Nani. Veit að það eru ekki margir endilega sammála þessu en ég vel hann í hvatningarskyni. Veitir ekki af að hann fái smá sjálfstraust.

Nokkur tíst:

Sir Alex tells MUTV Robin van Persie has "a very bruised hip". #mufc

— Nick Coppack (@nickcoppack) February 23, 2013

Verður gaman að vera á vellinum þegar Giggs spilar sinn 1000. leik á ferlinum, hvort sem það verður gegn Norwich eða Real Madrid. #legend

— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) February 23, 2013

Determination, class and clean sheets wins you titles!! #Manutd #20th

— Edwin van der Sar (@vdsar1970) February 23, 2013

Damn, í síðustu 54 leikjum United í deildinni hefur Carrick verið í byrjunarliðinu 52 sinnum. #Form #PullingStrings #Djöflarnir

— Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) February 23, 2013

Giggs færir sig ofar á mancrush listanum… hefði vippan farið inn hefði hann verið efstur með RvP og DB7 #whataman #999 #djöflarnir

— Leifur Elíasson (@leifurel) February 23, 2013

fyrir dömurnar:

this is for all the lady Red Devils… 'the bruised hip' http://t.co/qu6bVjttFQ

— Rahul Singh (@forevruntd) February 23, 2013

 

 

Efnisorð: Leikskýrslur QPR 26

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Krissi says

    23. febrúar, 2013 at 16:59

    olei olei olei olei…. olei olei……. olei olei olei olei….. olei olei HEY HEY jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee

    NENIÐI AÐ LIKEA ÞETTA KOMMENT ER I KEPPNI!!!! ÁFRAM UNITED, 15 STIG KLASSSSI!!!!!!!!

    0
  2. 2

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    23. febrúar, 2013 at 17:09

    Núna getum við farið að hugsa um aðrar keppnir og ekki alltaf að keyra á sterkasta liðinu í deildinni. Hingað til hef ég aldrei viljað sjá okkur hvíla menn í deildinni fyrir Meistaradeildina eða bikarinn, núna er það allt í lagi :)

    Við tökum þrennuna núna :)

    0
  3. 3

    Stefan says

    23. febrúar, 2013 at 17:11

    Giggs og Rafael voru svo góðir í þessum leik, áttu fyllilega skilið mörkin sín

    0
  4. 4

    Jón Björnsson says

    23. febrúar, 2013 at 17:11

    Hvenær á svo að fara að losa sig við þetta gagnslausa barn sem Welbeck er, ég sæi ekki mikið eftir því ef hann færi frítt til norður kóreu

    0
  5. 5

    ellioman says

    23. febrúar, 2013 at 17:25

    Við losum okkur við hann þegar við hættum að hafa trú á ungu og efnilegu leikmönnunum liðsins, sem vonandi gerist aldrei. Mér fannst hann satt að segja eiga ágætis leik þrátt fyrir að hafa klúðrað soldið færunum sem hann fékk. Þolinmæði er málið.

    0
  6. 6

    Magnús Þór says

    23. febrúar, 2013 at 17:29

    Þetta Welbeck bashing er orðið drulluþreytt.

    0
  7. 7

    Jón Björnsson says

    23. febrúar, 2013 at 17:44

    það má vel vera að það sé orðið þreitt að krítisera welbeck en hanns tölfræði á ekki heima hjá United, maðurinn virkar stundum eins og hann sé einfaldlega hræddur við að skjóta boltanum að markinu. Persónulega held ég að macheda myndi virka betur með United, getum þá lánað welbeck þar til að það sé eitthvað varið í hann

    0
  8. 8

    Ingi Rúnar says

    23. febrúar, 2013 at 17:45

    Èg verd fagna ekki fyrr en tad er stærdfrædilega ómogulegt ad ná okkur, man enn eftir sídasta tímabili.
    Glæsilegt mark hjá Rafael, vill líka gefa Welbeck næsta tímabil til ad verda betri í tví ad klára færin, algjor flækjufótur enntá allavega. En vissulega er tilefni til bjartsyni :)

    0
  9. 9

    ellioman says

    23. febrúar, 2013 at 18:01

    Maður er alls ekki að neita því að drengurinn hefur átt frekar dapurt tímabil en málið er að hann er svakalegt efni og aðeins tuttugu og tveggja ára gamall. Hann er svo frábær fótboltamaður tæknilega séð og tel ég að það sé bara sjálfstraust vandamál í gangi hjá honum ásamt því að vera kornungur að spila í einni bestu (ef ekki bestu) deild heims fyrir besta lið heims (Yeah, I said it).

    Mér finnst persónulega frábært að sjá hversu fjölbreytta framlínu United hefur upp á að bjóða. Allir leikmennirnir bjóða upp á eitthvað nýtt og öðruvísi og geta t.d. Welbeck og Rooney spilað fleiri en eina stöðu sem er gríðarlega mikilvægt. Þess vegna segi ég að það þarf að vera þolinmóður með þessa ungu drengi (sama og t.d. De Gea, Evans, Rafael, Fabio, Cleverley….) og oftar en ekki munu þeir blómstra fyrir liðið.

    0
  10. 10

    Sveinbjorn says

    23. febrúar, 2013 at 18:31

    Djöfulsins formi er Persie í maður!

    0
  11. 11

    Stefan says

    23. febrúar, 2013 at 18:32

    Welbeck er frábær, hann spilar vel með liðinu og gefst aldrei upp, hann á eftir að vera frábær hjá okkur.
    Hinsvegar skil ég ekki hvað Young hefur gert til að komast í byrjunarliðið, ég hef ekki séð hann gera neitt til þess :P

    0
  12. 12

    Jói says

    23. febrúar, 2013 at 18:48

    Hef ávallt verið mikill anti-Welbeck maður en hann hefur verið að vaxa virkilega á mig á þessu tímabili. Í stórum leikjum nýtist hann virkilega vel því hann er duglegasti sóknarmaður liðsins og var t.d. besti maður United á móti Madrid. Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta en ég hef tröllatrú á honum.

    0
  13. 13

    Dolli says

    23. febrúar, 2013 at 20:53

    Hundleiðinlegur leikur á að horfa, lélegar sendingar enn og aftur, en góð 3 stig.

    0
  14. 14

    Ásgeir says

    23. febrúar, 2013 at 22:47

    ég misti af leiknum og þetta er fyrsti leikurinn sem ég misti af… pls gefið mér góða skírslu hvernig nani stóð sig í leiknum því ég veit að þessi leikmaður er einn besti í heimi á eðlilegum dögum og ég fer að gráta ef hann fer… hins vegar búinn að vera slakur á þessu tímabili( reyndar eins og allir okkar kantmenn) miðað við hans getu en hann er samt með betri tölfræði en valencia og young. langar að vita hvort hann hafi staðið sig vel eða ekki því ég dýrka þennan leikmann þegar hann á góða daga en hata hann þegar hann á slæma daga.
    ps. er það slæmt þegar maður fær svitaköst bara við það að vita það að united leikur sé í gangi og maður veit af því að maður er að missa af honum??

    0
  15. 15

    Pétur says

    23. febrúar, 2013 at 22:59

    Stuðningsmenn greinilega ánægðir með framistöðu Carrick á þessu tímabili !

    “Hard to believe it’s not Scholes, it’s Carrick, you know.”

    http://www.101greatgoals.com/blog/fan-footage-manchester-united-supporters-sing-lengthy-michael-carrick-tune-at-qpr/

    0
  16. 16

    F.E.V says

    24. febrúar, 2013 at 01:53

    svakalega hefur okkur saknað nani í vetur hann er miklu meiri ógn heldur en young og valencia

    0
  17. 17

    siggi United maður says

    24. febrúar, 2013 at 02:21

    ooooohh á að byrja að drulla yfir Welbeck núna? Er verið að meina gæjann sem var bestur af útivallarleikmönnunum á móti Madrid? Eigum við ekki bara að losa okkur við hann eins og við hefðum átt að losa okkur við Fletcher, Rafael, Carrick, Valencia, De Gea, Brown, Park, ofl? Ef þið sjáið ekki hæfileika í Welbeck eruð þið á vitlausum stað hvað varðar fótbolta. Ég vil benda ykkur á að reyna að finna youtube myndbönd af Tierry Henry þegar hann var 17-23 ára hjá Monaco og Juve með 23 mörk í 121 leik og var stöðugt gagnrýndur fyrir að geta ekki skorað mörk úr auðveldum færum. Ég er að brjálast yfir þessu; það er búið að taka 5 titla og sjö ár fyrir Carrick að fá nafnið sitt sungið af virðingu, vegna þess að það er einhverjir gimpar sem halda að þeir viti betur en SAF hvernig á að stilla upp liðinu. Welbeck: skorar ekki nóg núna, en trúið mér að þegar það byrjar, þá munu mörkin flæða. Góður á boltanum, leikskilningur góður, vinnur vel fyrir liðið, stór, sterkur, enskur, fljótur, góður liðsmaður, tuttugu og tveggja ára! Við erum með 15 stiga forystu í deildinni, og þið leyfið ykkur að setja út á einhverja hjá okkur, þá eruð þið einfaldlega of góðu vanir, þetta mun ekki alltaf vera svona.

    0
  18. 18

    Björn Friðgeir says

    24. febrúar, 2013 at 08:02

    Það var kominn tími á að syngja almennilega um Carrick (Uppsafnaður stigamunur á United og efsta liði síðan hann kom til United: 1 (einn) ) og lagið er alveg frábært.

    Hér er orginallinn, bara svo að fleiri en ég verði með þetta á heilanum í allan dag

    http://www.youtube.com/watch?v=4iiryJwvDtc

    Og svo tek ég undir allt það sem ellioman@9 og siggi@17 sögðu um Danny #TeamWelbeck

    Að lokum, vona að QPR falli og eftir bullið undanfarið að ljóst það gæti endaði í frjálsu falli niður deildir. En eftir lokadaginn í fyrra græt ég það nákvæmlega ekki neitt.

    0
  19. 19

    ellioman says

    24. febrúar, 2013 at 10:23

    haha, var að hlusta á original lagið frá þér Bjössi. Það er bara ómögulegt að hlusta á það án þess að raula textann um Carrick þegar viðlagið kemur :)

    0
  20. 20

    McNissi says

    24. febrúar, 2013 at 15:23

    Veit einhver af hverju það var baulað á Ashley Young allan leikinn?

    0
  21. 21

    Númi says

    24. febrúar, 2013 at 17:15

    McNissi: Hann sótti mjög vafasama vítaspyrnu gegn qpr í fyrra sem kostaði þá einnig rautt spjald ef ég man rétt.

    0
  22. 22

    Baldur Seljan says

    24. febrúar, 2013 at 20:02

    Jæja þá eru 11 umferðir eftir og 12 stig skilja að efstu tvö liðin. Það verður farið í alla þessa leiki eins og um úrslitaleik er að ræða því að þetta er algjörlega í okkar höndum. Er virkilega sár út í eins reyndan leikmann og Frank Lampard í dag að klikka á svona mikilvægu mómenti. Ef hann hefði skorað þá hefðu City aldrei náð nema í besta falli stigi í dag.

    En aðeins að Chelsea:
    Ég vissi svo sem alveg að Roman A. væri enginn mannvitsbrekka, en þessi ráðning á Benitez er með þeim slakari sem hafa verið teknar í sögu PL. Honum tekst á einhvern hátt að gera þennan leikmannahóp að miðlungsliði.
    Með menn eins og BA,Torres,Mata,Hazard,Oscar og fleiri góða fram á við, þá er sóknarleikur þeirra svo hugmyndasnauður og lélegur að maður á ekki til orð. Alltaf í þessu 4-5-1 leikkerfi sem að virkaði einu sinni í CL með ævintýranlegum hætti árið 2005.
    Það hefur margsannað sig á tímabilinu að þegar keppt er gegn liði eins og City þá þarf maður að pressa þá hátt uppi og sækja til sigurs, og ég tala nú ekki um þegar þeir eru með Kolo Toure og Nastasic í miðverðunum (með „fullri“ virðingu fyrir þeim tveimur).
    Spái því að hann verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið, annað væri einfaldlega hneisa.

    AND THAT IS A FACT #BENITEZ.

    0
  23. 23

    Magnús says

    24. febrúar, 2013 at 20:43

    Trúi varla að menn séu að setja út á Welbeck sem að hefur verið frábær á þessu tímabili að mínu mati og ég sem að hef ekki haft mikla trú á leikmanninum í gegnum tíðina… Og að segja að Macheda myndi henta betur heldur en Welbeck fær mig bara til að trúa að sá einstaklingur sem að heldur því fram sé bara ekki united maður :o

    0
  24. 24

    Cantona no 7 says

    24. febrúar, 2013 at 21:34

    Góður vinnusigur.
    Liðið er að leika vel.
    Áfram Man. Utd.

    0
  25. 25

    Hanni says

    25. febrúar, 2013 at 15:44

    Það að vera United maður er ekkert samasemmerki á það að hafa hundsvit á fótbolta!

    0
  26. 26

    McNissi says

    25. febrúar, 2013 at 21:05

    @Hanni

    Það að þú hafir aðgang að tölvu er ekki samasemmerki á að þú eigir að tjá þig hérna.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress