• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Pistlar

Jack Crompton 1921-2013

Björn Friðgeir skrifaði þann 5. júlí, 2013 | Engin ummæli

Við minnumst Jack Crompton, United goðsagnar sem lést í fyrradag, 91 árs að aldri. Crompton var síðasti bikarmeistarinn frá 1948 sem var á lífi og lék 212 leiki fyrir liðið á árunum 1946-1956. Eftir að hann hætti að leika tók hann við til þjálfun, fyrst hjá Luton, en eftir slysið í München bauð hann fram aðstoð sína og starfaði eftir það sem þjálfari hjá United í alls 20 ár. Fyrst frá 1958-1971, og síðan frá 1974 sem varaliðsþjálfari hjá Tommy Docherty og Dave Sexton. Hann gengdi síðan framkvæmdastjórastarfinu til bráðabirgða eftir uppsögn Sexton og stýrði liðinu í æfingaleik í Ísrael og þrem vináttuleikjum í Malasíu vorið 1981, en var sagt upp eftir að Ron Atkinson tók við og kom með sitt eigið teymi.

Crompton var Unitedmaður til dauðadags, fastagestur ekki bara á aðalliðsleikjum, heldur einnig á varaliðs- og unglingaleikjum og gaf sér alltaf tækifæri til að ræða við stuðningsmenn. Síðar gefum við á Rauðu djöflunum okkur vonandi tíma til að minnast hans og hinna bikarmeistaranna frá 1948 betur.

Efnisorð: Jack Crompton Minningar 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress