• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir Leikmenn Slúður

AIK á morgun og Rooney.

Tryggvi Páll skrifaði þann 5. ágúst, 2013 | 3 ummæli

Jæja, það er stutt í mót og enn bólar ekkert á nýjum leikmönnum. Það er þó ýmislegt að frétta og ég ætla að fara yfir það helsta:

Wayne Rooney skoraði í æfingaleik gegn Real Betis sem fór fram á æfingarsvæði United bakvið luktar dyr. Hann er þó ekki hluti af hópnum sem fór til Svíþjóðar til að spila gegn AIK á morgun. Ástæðan ku vera samkvæmt blaðamönnum axlarmeiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Betis. Í gær á United að hafa hafnað 25 milljón punda tilboði í hann frá Chelsea og fréttamiðlar í Bretlandi keppast nú við að greina frá því að Rooney vilji fara og sé í þann mund að gefa út yfirlýsingu þess efnis. Kannski eru axlarmeiðslin tilkominn vegna þess? Við fylgjumst með þessu

Fabregas-sagan heldur áfram. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Andoni Zubizarreta, sagði við þarlenda fjölmiðla að United hafi gefist upp á því að kaupa Fabregas. Samkvæmt heimildum blaðamanna í Bretlandi er þetta þó ekki raunin og er United að íhuga tilboð upp á 40 milljón evrur.

Ronaldo hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði að endurnýjun samning hans væri í óvissu. Eigum við að láta okkur dreyma?

Á morgun spilar liðið svo við AIK í Svíþjóð og er það síðasti hluti af hinum opinbera AON Tour 213 sem hefur spannað allan heiminn. Þann 9. ágúst spilar liðið svo við Sevilla og er það góðgerðarleikur til heiðurs Rio Ferdinand. Liðið sem fór til Svíþjóðar er eftirfarandi:

Efnisorð: AIK Cesc Fabregas Tour 2013 Wayne Rooney 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    5. ágúst, 2013 at 18:01

    Mér brá smá þegar ég sá Bebe á listanum

    0
  2. 2

    Kristjans says

    5. ágúst, 2013 at 20:43

    Er ég einn um það að vona að Bebe springi loksins út, slái í gegn og réttlæti kaupverð sitt? Sé fyrir mér Disney mynd í framhaldinu…

    Hvernig er staðan með Nani? Rennur ekki samningur hans út á næsta ári?

    Þetta með Rooney og Fabregas minnir mig á þetta lag:
    https://www.youtube.com/watch?v=DpGdLsG87qo

    Ætli einu „kaup“ sumarsins verði að Phil Neville taki fram skóna á ný, líkt og einhver pistlahöfundur óttaðist fyrr í sumar? Vonandi fer eitthvað að gerast!

    0
  3. 3

    vill.i.am says

    6. ágúst, 2013 at 10:13

    Tad verdur ansi dyrt ef einhver meidist I tessum tilgangslausa sevilla leik

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress