• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Liverpool á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 31. ágúst, 2013 | 6 ummæli

Liverpool - Manchester UnitedÍ fyrramálið stígur United liðið upp í rútu og ekur stuttan spöl upp M62 hraðbrautina og heimsækir bæli óvinarins kl 12.30 að íslenskum tíma.

Stærsti útileikur vetrarins, a.m.k. fyrir okkur hér uppi á Íslandi, og ennþá fyrir marga á Englandi er á dagskrá áður en tímabilið er varla hafið. Þrefið og slefið yfir leikmannamálum hefur fengið alla athygli manna síðustu daga og varla að ég hafi tekið eftir því að þessi leikur væri að koma. En nú þarf að einbeita sér að því sem skiptir máli, Fellaini, Baines, de Rossi, Herrera og Ronaldo verða af athyglinni í dag.

Fyrstu tveir leikirnir hafa verið þokkalegir. Swansea var auðveldur sigur og það sem ég sá af Chelsea leiknum var stórmeistarajafnteflislegt. Það er ansi ólíklegt að sú verði raunin á morgun. Liverpool verður ekki jafn varnarsinnað og Chelsea var og þá opnast tækifæri fyrir United að vera grimmari en á mánudag. Brandan Rodgers er eitthvað að skjóta á Moyes í Guardian í dag og vill meina að United séu strax orðnir eftirgefanlegri, Sir Alex hefði aldrei leyft leiknum á mánudag að renna út í jafntefli. Vilð látum slíkt sem vind um eyru þjóta, enda væri eitthvað að ef ekki væri reynt að grípa í hálmstrá þegar erfiður leikur er framundan.

De Gea

Jones Ferdinand Vidic Evra

Cleverley Carrick

Valencia Rooney Welbeck

Van Persie

Já, ég ætla að vera ofsalega frumlegur, spá nákvæmlega sama liði og Maggi spáði og hafði rétt fyrir Chelsea leikinn. Það skyldi þó ekki vera að Moyes ætli að hringla minna með liðið? Nani og Chicharito eru enn meiddir þannig að þeir koma ekki að þessum leik. Þeir sem helst mætti ætla að ættu tilkall í byrjunarliðið eru Anderson, Young, og Kagawa, í þessari röð.

Þetta er ósköp einfaldlega lið sem á að vinna Liverpool, þó að hinir síðarnefndu hafi byrjað frísklega. Þeir hafa unnið báða leikina í deildinni 1-0 en lentu í smá basli í deildarbikarnum í vikunni, þurftu framlengingu til að klára Notts County 2-0.

Janúarmennirnir Coutinho og Sturridge hafa verið að spila vel og sá síðarnefndi virðist loksins laus við viðhorfsvandamálin sem fylgdu því að komast ekki í lið hjá betri liðum. Kolo Touré af öllum mönnum á víst að vera sá sem hefur bundið saman vörnina í þessum leikjum, en er tæpur fyrir leikinn á morgun. Í markinu hefur Simon Mignolet verið að bjarga stigunum í báðum deildarleikjunum og er greinilega betri en Pepe Reina var síðari ár. Að auki verður fróðlegt að sjá hvort nýi maðurinn Aspas getur eitthvað. Samkvæmt öllu þessu ætti Liverpool að geta gert aðeins betur en á síðasta tímabili, og eins og venjulega er ekki spurt um stöðu í deildinni þegar þessi lið mætast. Stemmingin verður vel viðunandi og ekkert nema sigur er ásættanlegur.

Spái 2-1 fyrir okkar mönnum, þetta verður frækin heimsókn á Anfield og væri ekki slæmt fyrir David Moyes að koma í nýju hlutverki þangað og sýna að hann er ekki lengur framkvæmdastjóri Everton heldur Manchester United.

Endum þetta á smá innblæstri fyrir okkar menn

Síðan þessi leikur vannst höfum við unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum á Anfield. Á morgun munum við jafna þessa tölfræði!

Þess er vert að geta að í hádeginu í dag mun Tryggvi Páll mæta til leiks ásamt @maggamark frá kop.is í Útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977 til þess að ræða leikinn sem er fjallað um hér að neðan, við hvetjum alla lesendur til þess að stilla inn á það.

Efnisorð: Liverpool Upphitun 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    óskar óskarsson says

    31. ágúst, 2013 at 09:26

    Úff eg gleymi tessum leik aldrei, thegar o`shea splæsti i winner,,tar sem eg var a tessum leik..og i liverpool stúkunni i thokkabòt…eg stökk upp tegar hann skoradi, eg hef held eg aldrei verid jafn hræddur um líf mitt

    0
  2. 2

    Björn Hákonarson says

    31. ágúst, 2013 at 09:44

    Auðveld 3 stig fyrir Liverpool. 2 – 0 Sturridge með pot og Steve G úr aukaspyrnu.

    0
  3. 3

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    31. ágúst, 2013 at 15:04

    Líst vel á þetta lið en vil fara að sjá Zaha fá einhverjar mínútur. Held að við tökum þetta 2-1

    0
  4. 4

    Friðrik says

    31. ágúst, 2013 at 18:04

    Ég hef aldrei verið jafn lengi í hláturskasti og þegar John’O Shea skoraði sigurmarkið á 91 min fyrir framan Kop og einum færri.

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    1. september, 2013 at 07:53

    Phil Jones sá til þess í gær að Rooney fær að hvíla í dag, Skölluðu víst rækilega saman hausum sem endaði með fjölda spora hjá Rooney.

    Spurning hvort þetta hafi verið viljandi, m.a. við orðróm um að þeim hefði lent saman á æfingu í vor.

    En þetta þýðir bara eitt:

    香川真司!!

    Annað hvort Welbeck fram með Van Persie og Kagawa á kantinn, eða Kagawa beint í holuna. Spennandi!

    0
  6. 6

    DMS says

    1. september, 2013 at 11:59

    Giggs í byrjunarliðið í stað Rooney, surprise surprise.

    Free Shinji…

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress