• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Landsleikir Leikmenn

Landsleikjayfirferð

Tryggvi Páll skrifaði þann 11. september, 2013 | 2 ummæli

Jæja, í gær kláruðust seinni leikirnir í þessari landsleikjatörn og nú fer fjörið að hefjast á nýjan leik. Við mætum Crystal Palace á laugardaginn og við sleppum úr þessari landsleikjaviku meiðslalausir sem er jákvætt.

Förum aðeins yfir frammistöðu okkar manna í gær:

Robin van Persie hélt uppteknum hætti og skoraði bæði mörk Hollands í 0-2 sigri á Andorra. Með sigrinum tryggi Holland sér sæti á HM næsta sumar. Þetta voru 37. og 38. mörk hans fyrir Holland og tók hann framúr Dennis Bergkamp á listanum yfir þá leikmenn sem hafa skorað oftast fyrir Holland. Van Persie er nú í öðru sæti og vantar aðeins þrjú mörk til að komast fram yfir Patrick Kluivert sem er efstur með 40 mörk.

Tom Cleverley og Ashley Young komu báðir inn af bekknum í 0-0 jafntefli Úkraínu og Englands. Þetta var víst alveg hrottalega leiðinlegur leikur og átti Englendingar í miklum vandræðum með að halda boltanum innan lið síns. Alveg stórmerkilegt að leikmaður eins og Michael Carrick komist ekki í liðið en hann sat sem fastast á bekknum ásamt Chris Smalling. Danny Welbeck tók út leikbann.

Jonny Evans og félagar hans í N-írska landsliðinu áttu ekki góðan dag þegar liðið tapaði á útivelli gegn Lúxembúrg 3-2. Þetta var aðeins fjórði sigur Lúxembúrg frá upphafi í þessari keppni.

Patrice Evra sat á bekknum allan leikinn í 2-4 útisigri Frakka á Belarúsum. Frakkar lentu í miklum vandræðum, voru undir í hálfleik en breyttu leiknum sér í vil. Ribery lét hafa eftir sér hver væri ástæðan fyrir bættum leik liðsins í seinni hálfleik:

Franck Ribery says the half-time motivational team-talk made all the difference and that it came from … Patrice Evra.

— Jerome Pugmire (@jeromepugmire) September 10, 2013

Shinji Kagawa spilaði vel fyrir Japana í 3-1 sigri á Ghana-mönnum. Hann skoraði jöfnunarmark Japana með laglegu skoti fyrir utan teik. Góðar fréttir og vonandi tekst honum að setja sitt mark á leik Manchester United í komandi framtíð.

Antonio Valencia lék svo allan leikinn í 1-1 jafntefli Ekvadora og Bólivíu-manna. Athygli vekur að Valencia er farinn að spila fyrir aftan framherjann með Ekvador.

Enginn meiðsli og ekki neitt. Nú fara leikmennirnir að týnast heim til Englands og undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Palace hefst.

2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Runólfur says

    12. september, 2013 at 00:12

    Ef ég man rétt þá hefur Valencia alltaf spilað á miðri miðjunni hjá Ekvador. Þá oftast í „holunni“ held ég.

    0
  2. 2

    Sigurjón Arthur says

    13. september, 2013 at 14:00

    Takk fyrir flotta síðu drengir…er ný dottinn hingað inn og er mjög ánægður þessa síðu :-)
    kv,
    S

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress