• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 West Ham United

Tryggvi Páll skrifaði þann 21. desember, 2013 | 16 ummæli

David Moyes, kallinn. Hann er augljóslega að ná tökum á starfinu. Í fyrsta lagi er hann búinn að banna fyrsta blaðamanninn sinn og í öðru lagi var hann bara að fokka í öllum þegar hann sagði að Rooney væri meiddur fyrir jólaleikina því að hann mætti beint í byrjunarliðið sem var svona:

De Gea

Rafael Evans Smalling Evra

Jones Cleverley

Valencia Rooney Januzaj

Welbeck

Bekkur: Johnstone, Giggs, Hernandez, Young, Kagawa, Buttner, Fletcher

Fjórði sigurinn í röð staðreynd og ljóst að spilamennska liðsins hefur batnað mjög mikið síðan í byrjun desember. Það er miklu meiri ákefð í leikmönnum og meiri hraði í leik liðsins. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks og pressaði stíft á fyrstu mínútunum. Tom Cleverley, sem hefur heldur bætt leik sinn undanfarið var mjög nálægt því að skora strax á 2. mínútu.

United sótti vel í fyrri hálfleik og uppskar tvö mörk. Fyrra skoraði Danny Welbeck, sitt þriðja í jafnmörkum leikjum, eftir fína sendingu frá Wayne Rooney. Mark nr. 2 var ekki af verri endanum. United vann boltann hátt uppi á vellinum, Januzaj og Welbeck tóku léttan þríhyrning áður en að sá fyrrnefndi fíflaði varnarmann West Ham upp úr skónum og lagði hann glæsilega í markið. Frábært mark og kórónaði frammistöðu Januzaj í leiknum sem geislaði af sjálfstrausti.

Seinni hálfleikur var rólegri, United menn voru miklu meira með boltann og stýrðu leiknum frá A-Ö. Þriðja markið kom svo frá Ashley Young sem kláraði fína viku hjá sér með því að klína boltanum upp í samskeytin eftir sendingu frá Wayne Rooney. 3-0. Leik lokið.

Ekki alveg því að jólasveinninn Büttner var í góðu skapi og færði Carlton Cole eitt mark í skóinn eftir að hann spilaði hann réttstæðann um fleiri tugi metra. Cole gerði vel og klárað færið. 3-1. Leik lokið.

Þetta var skemmtilegur leikur og þetta var klassísk Old Trafford frammistaða hjá okkar mönnum. Ekkert kjaftæði og leiknum var lokið löngu áður en dómarinn flautaði hann af. Það er eitthvað sem hefur vantað uppá og ég við bara endilega um meira svona.

Liðið spilaði eiginlega 4-3-3 á köflum þar sem Wayne Rooney dró sig mjög niður á miðjuna. Það virðist vera vænlegt til árangurs og hentar t.d. Tom Cleverley afar vel að hafa tvo á miðjunni með sér.   Vörnin var virkilega örugg og það er alveg morgunljóst að Moyes á að reyna að forðast það að spila Vidic og Rio mikið meira. Það virðist allt vera öruggara með Evans og Smalling saman í miðverðinum. Rio og Vidic eru farnir að draga sig svo svakalega neðarlega á völlinn að allt liðið þarf að verjast mun aftar á vellinum.

Næsti leikur er svo 26. desember gegn Hull á útivelli.

Efnisorð: Leikskýrslur West Ham United 16

Reader Interactions

Comments

  1. Runólfur says

    21. desember, 2013 at 14:46

    Er Lindegaard bara alltaf meiddur eða er hann bara dottinn út úr myndinni?

  2. Jón G says

    21. desember, 2013 at 14:54

    Já rosa flott að Moyes ætli bara að reyna að verða hermikráka af ferguson (einhvað sem að hann mun aldrei mastera) frekar en að koma með sinn eigin stíl á þetta…….

  3. Jón G says

    21. desember, 2013 at 14:54

    @MoyesOut

  4. Björn Friðgeir says

    21. desember, 2013 at 15:28

    Zup Zup! #TeamWelbeck!

  5. Björn Friðgeir says

    21. desember, 2013 at 15:38

    I want to tell you
    I might as well do
    about a boy that can do anything
    he comes from Belgium
    his name is Adnan
    Januzaj Januzaj Januzaj….
    http://www.youtube.com/watch?v=Wh6PwL0JMks

  6. Elvar Örn Unnþórsson says

    21. desember, 2013 at 15:38

    Jón G skrifaði:

    Já rosa flott að Moyes ætli bara að reyna að verða hermikráka af ferguson (einhvað sem að hann mun aldrei mastera) frekar en að koma með sinn eigin stíl á þetta…….

    Jón G skrifaði:

    @MoyesOut

    aha…
    …
    …
    …
    mhmmm…
    …
    …
    …
    uhummm…
    …
    …
    …
    uuuu…
    …
    …
    …
    Wat?

  7. stebbi says

    21. desember, 2013 at 15:54

    @ Jón G:
    Fardthu bara@ Jón G:

  8. Björn Friðgeir says

    21. desember, 2013 at 16:03

    Hægt að sjá GIF af mörkunum hér: http://www.footballfancast.com/match/695065

  9. Magnús Þ Friðriksson says

    21. desember, 2013 at 17:34

    Nú er maður farinn að þekkja okkar menn. Það var miklu meira sjálfstraust í liðinu og ef frá er talinn hrollur og kuldi í blessuðum vini okkar honum Büttner (sem var ekki alveg að fatta hvað félagar hans í vörninni voru að gera) þá var þetta solid frammistaða. Meira af þessu og þá er þetta tímabil komið í hús! :)

  10. DMS says

    21. desember, 2013 at 19:32

    Er Fabio meiddur? Ég vil frekar sjá hann fá tækifæri í stað Buttner, en það er kannski bara ég.

    En jæja, fín frammistaða í dag og við tökum skref í rétta átt. Frábært að sjá menn eins og Welbeck og Young skora eftir mikla gagnrýni, það ætti vonandi að gefa þeim sjálfstraust. Ég held við getum allir verið sammála um að maður vill helst alltaf láta troða sokk ofan í kokið á sér eftir góða slummu af gagnrýni á eigin leikmenn. Einmitt svona vill maður að þeir svari fyrir sig.

    Svo er bara að halda áfram, byggja ofan á þetta og hala inn stigin. Smám saman nálgumst við toppinn. Liðin fyrir ofan okkur eiga nokkra innbyrðis leiki yfir jólin þannig að ef við klárum okkar verkefni þá gæti bilið vonandi verið minna eftir áramót.

  11. KPE says

    21. desember, 2013 at 22:06

    Það er ekkert betra en að setjast í sófann seinni parts laugardags og horfa á United pakka enhverju miðlungs liði saman á Old Trafford!

    GGMU

  12. Dolli says

    21. desember, 2013 at 22:33

    Góður sigur, en klúður að fá á sig þetta mark. Ég vil nú meina að það sé ekkert Buttner að kenna frekar en hinu varnarliðinu, mér finnst vörnin oft á tíðum liggja alltof framarlega, miðað við að við erum ekki með þá allra spretthörðustu í vörnini. Er svo ekki kominn tími til að þeir sem sí og æ gagnrýna Welbeck og Yuong fari að slá á puttana á sér, þegar þeir fara að kommenta hér.

  13. Ívar Örn says

    22. desember, 2013 at 00:56

    Dolli: Ef leikmenn eiga 10 slæma leiki og 2 góða.. Þá eru þeir ekki orðnir frábærir leikmenn og allir ættu að skammast sín þrátt fyrir það.
    Þeir eru búnir að vera að skíta.
    Þetta atvik var klárlega Buttner að kenna þar sem varnarlínan var mikið ofar heldur en hann var og gerði þar að leiðandi manninn réttstæðan, sást líka bara hvað Smalling var hrikalega hissa þegar hann sá Butner eins og bjána þarna fyrir aftan línuna ….

  14. Ísak Agnarsson says

    22. desember, 2013 at 04:25

    @ Jón G:

    eða bara alls ekki félagi, að sjálfsögðu er endalaust af fans í öllum liðum sem kæra sig ekkert um neitt annað en 100% success but thats just doesn’t cut it buddy

  15. Ísak Agnarsson says

    22. desember, 2013 at 04:25

    @ DMS:

    Já Fabio í LB og Evra í LM og vice versa, það væri mjög interesting

  16. Karl Garðars says

    23. desember, 2013 at 10:57

    Flottur sigur. Bölvaður Young aftur! :)
    Þreytandi að fá á sig þetta mark þar sem Buttner var algjörlega úti að skíta. Hann vonandi lærir af þessu.
    3 góðir punktar í hús og ákveðinn stígandi í leik okkar manna. Vonandi heldur það áfram og við náum meistaradeildarsæti.
    GGMU

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress