• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Swansea City

Sigurjón skrifaði þann 11. janúar, 2014 | 17 ummæli

Jæja það var mikill léttir að sjá United vinna Swansea nú rétt í þessu, sérstaklega eftir að maður sá að Tottenham, Everton og Chelsea unnu sína leiki fyrr í dag. Þetta tekur töluverða pressu af af liðinu og stuðningsmenn liðsins geta slakað aðeins á neikvæðninni næstu vikuna.

Liðið sem byrjaði leikinn leit svona út:

De Gea

Rafael Smalling Vidic Evra

Valencia Carrick Fletcher Kagawa

Welbeck Januzaj

Varamenn: Lindegaard, Büttner, Cleverley, Giggs, Lingard, Zaha, Hernandez

Þessi uppstilling var engan veginn að ganga upp. Leikmenn voru mjög „passífir“ allan fyrri hálfleikinn, leyfðu Swansea að dúlla sér með boltann á miðjunni og voru mjög bitlausir fram á við, sköpuðu sér aðeins eitt gott færi sem Welbeck nýtti ekki. Það var því þungt í manni hljóðið í hálfleik, baráttan sem maður kallaði eftir var ekki til staðar og maður fór að búa sig undir það versta.

Seinni hálfleikur reyndist vera algjör andstæða við þann fyrri. Moyes hafði breytti yfir í 4-2-3-1, þar sem Kagawa datt í holuna sína og Carrick og Fletcher sópuðu upp alla sóknartilburði Swansea. Leikmenn voru mun grimmari á alla bolta og spiluðu sirka 20 metrum hærra á vellinum. Það tók aðeins tvær mínútur að brjóta ísinn og skora þegar Valencia fylgdi eftir skalla frá Kagawa. Kærkomið mark hjá Valencia.

2011 – Antonio Valencia has scored a home league goal for Manchester United for the first time since Boxing Day 2011. Timely.

— OptaJoe (@OptaJoe) January 11, 2014

Eftir þetta þá réði United öllu á vellinum. Swansea hélt reyndar boltanum ágætlega (voru 60% með boltann í leiknum) en áttu engin færi. Um leið og Bony fékk boltann í lappirnar þá var Vidic mættur um leið. Januzaj og Kagawa (og jafnvel Evra af öllum mönnum) voru mjög sprækir að búa til hluti og það fór svo að á 59 mínútu bætir Welbeck við öðru marki eftir mishepnað skot frá Evra. 2-0 og stressið sem plagað hefur alla United menn undanfarið fór að dvína.

6 – Danny Welbeck has scored six goals in his last six Premier League appearances. Focus.

— OptaJoe (@OptaJoe) January 11, 2014

United hætti ekki eftir þetta, héldu áfram að sækja og hefðu hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót, til dæmis þegar Smalling setti boltann yfir fyrir opnu marki. En fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og niðurstaðan því 2-0, og eins og ég sagði, mjög kærkominn sigur eftir erfiða byrjun á árinu. Maður leiksins að mínu mati var Januzaj. Sérstaklega var hann frábær á vinstri kantinum í seinni hálfleik, þar sem hann startaði stórhættulegum sóknum hvað eftir annað með snilldar sendingum. Einnig verður maður að minnast á Kagawa, sem var sérstaklega spræku þegar hann var kominn í sína stöðu í seinni hálfleik og svo Fletcher, sem kláraði 93% af sendingunum sínum í kvöld, hversu mikilvægt gæti það orðið fyrir okkur öll að sjá hann í sínum gamla formi núna fram í maí. Ussss!

https://twitter.com/CARRICKISMYICON/status/422091326239571968

Frábært! Þetta græjar helgina fyrir manni, og eftir viku er svo stórleikur gegn Chelsea á Stamford Bridge. Förum og vinnum þann leik takk fyrir!

Efnisorð: Leikskýrslur Swansea City 17

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Björn Friðgeir says

    11. janúar, 2014 at 16:44

    Annaðhvort rúllum við þessu upp og Jesse kemur inná og skorar síðasta markið eða þetta verður stál í stál og Jesse kemur inná og skorar sigurmarkið!

    0
  2. 2

    Gísli G says

    11. janúar, 2014 at 16:47

    Ég verða að játa það að ég fæ tómleikatilfinningu að sjá liðið sem við teflum fram í dag. Það vantar eitthvað í þetta hjá okkur. Býst ekki við skemmtilegum leik í dag.

    0
  3. 3

    Magnús says

    11. janúar, 2014 at 16:49

    Mikið rosalega finnst mér Moyes alltaf stilla upp leiðinlegum kerfum. Hvernig væri núverandi meistarar færu að spila fram sóknarsinnuðu liði??

    0
  4. 4

    Ísak Agnarsson says

    11. janúar, 2014 at 17:03

    Líst vel á þetta lið fyrir utan Evra, hann á ekkert að komast á bekkinn miðað við sína frammistöðu.
    Er 5 í avarage rating ásættanlegt sem LB og fyrirliði ?

    Vona btw innilega að Vidic fari að spila vel og haldi sig hjá félaginu.

    0
  5. 5

    Keane says

    11. janúar, 2014 at 17:15

    Gott að sja cleverley byrjar ekki. Hefur ekkert getað.

    0
  6. 6

    DMS says

    11. janúar, 2014 at 19:38

    Ég hélt á tímabili að Fergie hefði komið í heimsókn í klefann í hálfleiknum. Allt annað lið í síðari hálfleik, það besta sem hefur sést í langan tíma. En gamli maðurinn er víst í fríi á Barbados – gott hjá honum.

    Hefði hinsvegar viljað sjá Kagawa klára dauðafærið sitt, það er eins og hann þurfi alltaf að rekja boltann í netið. Skjóttu fyrr og settu smá kraft í það drengur. Annars ágætur leikur hjá honum, mikil framför miðað við undanfarið. Átti frábæra fyrirgjöf á Smalling sem gerði það eina sem honum hefur verið kennt sem varnarmanni – setti boltann framhjá markinu. En hann verður fljótur að gleyma því eftir nokkrar jager sprengjur.j

    Vidic var líka flottur í vörninni fannst mér. Buttner skeit aðeins á staðsetningunni skömmu eftir að hann kom inn á en Vidic bjargaði því með flottri fyrirliðatæklingu. Vona innilega að hann framlengi, held að við getum alveg nýtt okkur krafta hans næstu 2 árin auðveldlega. Þó að menn séu komnir yfir þrítugt er ekki þar með sagt að þeir munu bara brenna út á stundinni. Það er misjafnt hvernig menn halda sér. Rio Ferdinand má hinsvegar fara að segja þetta gott.

    Maður leiksins að mínu mati: Adnan Januzaj – drífa þennan gaur í sjöuna á næsta seasoni. Leikinn, sprækur og graður. Manni finnst alltaf eitthvað geta gerst þegar hann fær boltann, rétt eins og þegar Ronaldo var að byrja sem 18 ára gutti. Auðvitað gekk ekki alltaf allt upp hjá honum en Januzaj er svo sannarlega frábært potential. Orðinn byrjunarliðsmaður hjá okkur og enn bara unglingur.

    Risa verkefni næstu helgi á brúnni. Nú er að duga eða drepast ef við ætlum okkur meistaradeildarsæti, megum ekki við því að dragast meira aftur úr í töflunni. Svo vonumst við eftir góðum fréttum af þessum meiðslapésum fljótlega…

    0
  7. 7

    Ingvar says

    11. janúar, 2014 at 21:14

    Furðulegt hvað það er miklu meiri áhugi að tjá sig á neikvæðu nótunum frekar en þeim jákvæðu. Nokkuð viss um að það væru komin um 20 ummæli núna eftir leik ef við hefðum tapað honum en ekki 1.

    Vonandi fylgir þessum sigri meiri jákvæðni og meira sjálfstraust hjá liðinu, hefur verið mikill skortur á því.

    Fín spilamennska í seinni en það eru tvö atriði sem sárvantar enþá í liði, annað þeirra sat uppí stúku og hitt er á Florida. Vonandi getum við farið að sjá þá spila saman aftur því við höfum bara tapað einum leik með þá saman.

    0
  8. 8

    Friðrik says

    11. janúar, 2014 at 21:48

    því fyrr sem RVP og Rooney koma tilbaka því meiri möguleika eigum við á 4.sæti. En er ansi hræddur um að ef við getum ekki boðið þeim meistaradeildarbolta næsta tímabil þá muni þeir freistast einhvert annað, sérstaklega Rooney.

    0
  9. 9

    Karl Garðars says

    11. janúar, 2014 at 22:55

    Kærkomin stig á „erfiðum velli“.
    GGMU

    0
  10. 10

    Siggi P says

    11. janúar, 2014 at 23:16

    Þetta var betra en í síðustu leikjum. Þ.e.a.s. seinni hálfleikurinn. Enn veltir maður þó fyrir sér hvort Moyes viti hvernig liðið eigi að vera. Með fullri virðingu fyrir Swansea, þá getum við ekki leyft okkur að senda út vonlausa uppstillingu í byrjun og ætla okkur að laga hana í hálfleik. Ef við spilum svona gegn Chelsea um næstu helgi gæti staðan í hálfleik þegar verið vonlaus. En ef við mætum með rétta uppstillingu og hugarfari og gefum allt, jafnvel þó við töpum, mun ég ekki kvarta. Liðið er klárlega betra en það hefur verið að skila fram að þessu. Vonum bara að það nái að spila samkvæmt getu það sem eftir er. Það er ekki hægt að ætlast til meira.

    0
  11. 11

    Ísak Agnarsson says

    12. janúar, 2014 at 00:50

    Frábær sigur, ánægður með spilið hjá liðinu og vörnin prýðisgóð.
    Fletcher lokaði þá að framanverðu og við spiluðum vel með 7 mönnum, síðan 3 alltaf í vörn (Carrick,Smalling og Vidic). Og gekk bara perfectly miðað við hvað við vorum litið með boltann.

    Gaman að sjá Welbeck skora 6 mörk í 6 leikjum, gott að fá Fletcher kallinn aftur og vona að vörnin haldi þessu áfram, De Gea hafði ekkert að gera :)

    0
  12. 12

    Dolli says

    12. janúar, 2014 at 17:28

    Allt annað lið í síðari hálfleik, enda menn komnir í sýnar stöður, því skil ég ekki hvað stjórinn er alltaf að rótera mönnum úr þeim stöðum, sem þeir eru vanir, og hafa staðið sig vel í. En þessi leikur var svo sem afskaplega lítið fyrir augað, fyrr en þá í seinni hálfleik, og gat maður helst haldið að sirinn hefði komið í klefann í hálfleik.

    0
  13. 13

    Sævar says

    14. janúar, 2014 at 00:23

    já gott að ná 3 stigum og allt það og einnig voru örlítil batamerki á liðinu, japaninn var t.d að mér fannst mjög líflegur.
    enn það er risaleikur næst og þar þurfum við algjörann toppleik til að fá eithvað úr honum því chelsea eru nokkrum no betri enn við, Menn eins og smalling, evra ,velbeck, fletcher kæmust ekki í hóp hjá móra.
    ekkert þunglindi og enginn neikvæðni enn svona er bara staðann(staðfest)

    vonandi fer svo mójsarinn að flytja heim til skotlands og gerast bóndi, hann á ekkert erindi í þetta kallanginn.

    0
  14. 14

    Gummi Kr says

    15. janúar, 2014 at 13:16

    Sammála Sævari kallinn á ekkert erindi í þetta. En 3 stig það er það sem skiptir máli en við verðum að fara að rífa upp veskið og kaupa til að reyna bjarga því sem bjargað verður. 2 mijumenn og varnarmann núna í janúar þá er hægt að fara að gefa áhveðnum mönnum frí frá leikjum það sem eftir lifir vetri.

    0
  15. 15

    Keane says

    15. janúar, 2014 at 13:32

    Baines að framlengja við Everton!
    Í raun frábærar fréttir, hefði ekki viljað hann til okkar sérstaklega í ljósi þess að hann er ’84 módel. Myndi örugglega ekki bæta neitt heldur.
    Mikill léttir.

    0
  16. 16

    Dolli says

    15. janúar, 2014 at 15:27

    Ég held það komi nákvæmlega upp sama staða og var í sumar, hvað leikmannakaup varðar, þar sem var allt reynt til að fá Baines og Felliani, og sá síðar nefndi fékst á síðustu metrum gluggans (því miður þar sem hann er að mínu mati ekki leikmaður fyrir Utd). Nú er reynt að fá tvo leikmenn hjá Juventus Pogba og annan sem ég man eigi nafnið á, og ætli það verði ekki eins, jagast í því þar til glugginn lokar, og ekki hugsað um annað, þannig að það verður ekkert keypt í janglugganum. En eins og kom hér fram að ofan, þá á að kalla þessa ungu lánsleikmenn heim, og fara að nýta þá t.d. Powell sem er að standa sig vel hjá Wigan. Svo finnst mér einkennilegt hvað margir leikmenn verða samningslausir í sumar, og geta farið frítt frá félaginu. Því var ekki bara haldin útsala á þessum mönnum, fá einhverja slettu fyrir þá?

    0
  17. 17

    Sævar says

    16. janúar, 2014 at 22:10

    Dolli
    ég get svarað þér þessu.
    ástæðan er sú að flest allir í stjórn manutd eru annað hvort blindir eða með greindavísitölu á við strákúst.
    þetta eru jú sömu menn og réðu títtnefndan moyes til starfa hjá einu stæðsta félagi heims vegna þess að hann vann ekkert á 10 árum þar á undann.

    #allirvissu

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress