• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United mætir Arsenal á Emirates.

Tryggvi Páll skrifaði þann 11. febrúar, 2014 | 14 ummæli

Það er alveg ofboðslega gaman að vera stuðningsmaður United í dag. Liðið spilar hrottalega leiðinlega og óárangursríka knattspyrnu sem myndi varla sæma 4. deildinni hérna á Íslandi. Leiðið hugann að því hversu fáránlegt það er að reyna 82 fyrirgjafir í einum leik. Það er tæplega 1 fyrirgöf á mínútu. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að United hafi getu né burði til að nálgast þetta 4. sæti. Ekki ef lið með Mata, Rooney, Robin van Persie, Januzaj og passívistu miðjumenn í heimi ætlar bara að dúndra boltanum í teiginn og vona það besta við hvert einasta tækifæri.

Nei, bestu lið heimsins spila ekki upp á von og óvon. Þau vita nákvæmlega hvernig þau ætla að vinna leiki og þau vita að eintómar fyrirgjafir eru svo sannarlega ekki leiðin til þess. Ég legg til að Moyes leggi 5000 punda sekt á hverja fyrirgjöf í leiknum gegn Arsenal. Það er áhrifaríkasta leiðin til að fá leikmenn liðsins til þess að gera eitthvað annað en að færa boltann á millli kanta og negla svo inn í á eina framherjann okkar sem er umkringdur 7 varnarmönnum.

Fyrsta tækifærið til að prófa nýja hluti er gegn Arsenal á morgun.

Þeir fóru á Anfield á laugardaginn og þar með hófst hið hefðbundna hrun Arsenal eftir áramót. Þeir fengu fullkomna rasskellingu á fyrsta korterinu og eru væntanlega í sárum eftir þann leik. Það er alltaf hressandi að mæta liðum sem eru nýbúin að fara í gegnum stór töp og leikurinn á morgun verður því mjög áhugaverður. Þar fáum við að sjá hvort að Wenger og lið hans búi yfir nógu miklum andlegum styrkleika til þess að halda áfram í titilbaráttunni. Þeirra eru að hefja rosalegt leikjaprógram   og eftir 2-3 vikur munum við sjá hvort að Arsenal geti unnið titilinn.

Við eigum engan séns á því og 4. sæti fjarlægist bara með hverjum leik sem spilaður er. Það sem maður vill sjá það sem er eftir tímabilsins eru nýjar áherslur í leik liðsins og að leikmenn spili upp á framtíðina. Það þarf að hreinsa verulega til á Old Trafford og nú hafa ákveðnir kjörið tækifæri til að spila sig inn í framtíðina hjá United. D09COVA_405428k

Rio og Vidic eru væntanlega báðir á förum sem opnar á möguleika fyrir Jones/Evans og Smalling að eigna sér þessar tvær stöður sem í boði eru. Rafael þarf að sýna það að hann geti verið hægri bakvörður nr.1 í framtíðinni. Á miðjunni þurfa menn að gera meira en að bara að fá boltann og senda hann á næsta mann og á köntunum þurfa leikmenn á borð við Young, Valencia og Nani að sýna það að þeir eigi heima í þessu liði. Það er pláss fyrir einhverja af þessum leikmönnum því að það er ekki hægt að skipta út heilu liði á einu bretti. Þeim leikmönnum sem tekst ekki að sanna sig þurfa að fara og búa til pláss fyrir nýtt Manchester United-lið. Það var auðvelt fyrir alla þessa leikmenn að koma inn í þá sigurhefð sem Sir Alex Ferguson skapaði. Núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir geti spilað hlutverk í stærstu áskorun Manchester United til þessa:

Að byggja upp nýja sigurhefð, nánast frá grunni.

Hefst það á Emirates á morgun? Vonum það.

Líklegt byrjunarlið:

De Gea

Rafael Smalling Evans Evra

Jones Carrick

Januzaj Rooney Mata

van Persie

Leikurinn verður spilaður á miðvikudaginn og hefst klukkan 19.45.

Efnisorð: Arsenal Upphitun 14

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    ... says

    11. febrúar, 2014 at 22:10

    Ég hugsa að Moyes sé himinlifandi með áframhald á sínu fyrirgjafarkerfi og eini sem ætti að vera sektaður er hann sjálfur. 8-0 fyrir Arsenal…

    0
  2. 2

    máserinn says

    11. febrúar, 2014 at 22:10

    Vinnum þennan leik á morgun 0-1, liðið tekur góðan móalskan í Dubai og vinnu restina af leikjunum í deild.
    Framtíðarlið MUFC er að mestu til staðar. DDG Rafael, Jones, Evans, Clev, Welbeck, Mata, Januzaj hugsanlega Rooney. Þarf alvöru vinstri bakvörð, miðjumann með Clev og einn sópara.

    0
  3. 3

    giggs34 says

    12. febrúar, 2014 at 00:17

    Ég held að ég sé ósammála þér með hann Clev vin þinn. Hann fær líklega fleiri tímabil til að sanna sig því hann er 100% united maður, en guð minn almáttugur hvað hann þarf að safna sér fyrir pung.

    0
  4. 4

    Sævar says

    12. febrúar, 2014 at 00:30

    eru þessir mann apar í stjórninni ekkert að verða búnir með kanabiskökuna svo þeir fari nú að stíga út úr reykjarmekkinum og átta sig á því að þeir eru með lélegan leikfimiskennara í vinnu við að stjórna manutd.

    0
  5. 5

    Sigurður Ellert Sigfússon says

    12. febrúar, 2014 at 11:40

    Þessar fyrirgjafir í síðasta leik var svo mikið komið frá moyes. Hef aldrei séð United gera þetta áður! En ég er bjartsýnn á þennan leik og vinnum 0-2 Persie er búin að vera duglegur að skora og þá á móti sínum gömlu félögum. Persie og Mata með mörkin..

    0
  6. 6

    Liverpool fan says

    12. febrúar, 2014 at 12:21

    Þessi leikur er make or brake fyrir United. Ætla þeir sér að vera með um þessa baráttu um 4 sætið eða ætla þeir að halda áfram að drulla á sig. Ef Arsenal og Liverpool vinna í kvöld, held ég að þið eigið ekki möguleika á 4 sætinu. En ef United vinna og Fulham vinnur þá er þetta orðið galopið.

    Mikið undir í kvöld og ég er orðinn spenntur.

    0
  7. 7

    tomas says

    12. febrúar, 2014 at 13:32

    veit eitthver hvað er langt í Fellaini?

    0
  8. 8

    Snobb says

    12. febrúar, 2014 at 14:19

    Dökkur í huga fyrir þetta.. samt ekki fullkomið myrkur

    Hef ekki alveg skilið hvernig Arsenal hefur verið við toppinn í vetur
    Kannski af því að ég hef ekkert séð mjög marga leiki hjá þeim, en þó, það sem ég hef séð hefur oft á tíðum ekki verið upp á það marga fiska (þó flestir hafi unnist)

    Ekki að það hafi verið einhver Moyes bragur á þeim .. samt nóg að til þess að fá vonarglætu :P

    Ætla nú samt ekki að reikna með því að við fáum eitthvað út úr leiknum .. það hefur bara ekkert gert mig á þessu tímabili .. fótboltinn er nú samt óútreiknanlegur og allt getur gerst :)

    Það eina sem ég fer fram á í þessum leik er að liðið fari að spila fótbolta sem hægt er að bjóða fólki upp á að horfa á í heilar 90 mín

    0
  9. 9

    Bosi says

    12. febrúar, 2014 at 17:04

    Hefur aldrei stigid reykur ur koku hja mer, , ,tho thad se marijuana kaka

    0
  10. 10

    Tryggvi Páll says

    12. febrúar, 2014 at 17:21

    Það hefur rætt um að Fellaini gæti verið með í þessum leik þannig að það er væntanlega ekki langt í hann. Það er svo alveg 10 dagar í næsta leik hjá United þannig að hann verður pottþétt klár í slaginn gegn Crystal Palace þann 22. febrúarþ

    0
  11. 11

    Bosi says

    12. febrúar, 2014 at 18:16

    Hvernig var Fletcher a moti Fullham ?

    0
  12. 12

    Keane says

    12. febrúar, 2014 at 18:18

    Jæja hvaða herbragð leggur Moyes upp með í kvöld …ehhh……. ZZzzzzZzzzzzzz

    0
  13. 13

    Keane says

    12. febrúar, 2014 at 18:21

    @ Bosi:
    Lélegur

    0
  14. 14

    Kristjans says

    12. febrúar, 2014 at 18:38

    Moyes hefur aldrei unnid á Emirates. Hjartað vonar að það verði breyting þar á en hugurinn er ekki á sama máli.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress