• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Arsenal 0:0 Manchester United

Tryggvi Páll skrifaði þann 12. febrúar, 2014 | 30 ummæli

Lokatölur 0-0 á Emirates í ansi bragðdaufum leik þar sem það var eins og hvorugt liðið hefði mikinn áhuga á því að vinna. Það kom ekki mikið á óvart í liðsvalinu. Janjuzaj þarf að sætta sig við bekkjarsetu í kjölfar komu Mata til liðsins og Fellaini var mættur á bekkinn eftir langa fjarveru. Byrjunarliðið var svona:

De Gea

Rafael Smalling Vidic Evra

Carrick Cleverley

Valencia Rooney Mata

Van Persie

Bekkur: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Fellaini, Young (82.), Hernandez & Januzaj (75.).

Lið Arsenal: Szczesny,Sagna, Mertesacker, Koscielny, Gibbs, Arteta, Wilshere, Rosicky, Ozil, Cazorla, Giroud.

Leikurinn byrjaði reyndar ansi fjörlega þar sem Robin van Persie komst í algjört dauðafæri strax á 2. mínútu leiksins. Hann vann boltann af Arteta á miðjunni og var alveg einn á móti Szszesny en var klaufi og skaut beint á markmanninn.

Eftir það spilaðist leikurinn nánast alveg eins. Það var mikið um stöðubaráttur út um allan völl. Bæði liðin þreifuðu fyrir sér án þess þó að taka of mikla áhættu og það skein í gegn að hvorki Moyes né Wenger vildu lögðu meiri áherslu á að tapa ekki, frekar en að vinna. Það var fátt um fína drætti frá báðum liðum en það var þó skárra að horfa á United í þessum leik en þessa fyrirgjafar-orgíu gegn Fulham um helgina. Það snerist ekki allt eingöngu um það að koma boltanum á kantinn og negla fyrir í von og óvon. Miðjumennirnir okkar tveir tóku meiri þátt í leiknum og það er jákvætt. Þetta var samt ennþá hægt og fyrirsjáanlegt og bara alls ekki nógu gott.

Það er áhyggjuefni fyrir Moyes hvað Wayne Rooney og Robin van Persie virðast ná illa saman á vellinum. Þeir gefa varla á hvorn annan og van Persie er algjörlega einangraður þarna frammi. Maður spyr sig einnig hvar Mata eigi að passa inn í þetta allt saman. Hann getur kannski spilað á kantinum en hann er eins og Kagawa, bestur í holunni. Eins og einhver sagði er það að nota Mata á kantinum eins og að bursta tennurnar með kampavíni. Það er alveg hægt en þú ert kannski ekki alveg að nýta kampavínið á réttan hátt. Þetta er eitthvað sem þjálfarateymið þarf að leysa úr og finna lausnir á. Væri svo vitlaust að leyfa Welbeck að spreyta sig á kostnað Robin van Persie í næstu leikjum. Hans mesti styrkleiki er einmmit hvað hann er góður í að tengja saman sókn og miðju.

4. sætið er líklega endanlega runnið okkur úr greipum eftir þennan leik og því lítið eftir til þess að keppa að nema Meistaradeildin. Framundan er 10 daga hlé og ferð til Dubai. Er ekki bara kjörið tækifæri að myndast fyrir leikmenn og þjálfara að finna og vinna ur nýjum hugmyndum inn á vellinum?

Ég held það.

Efnisorð: Arsenal Leikskýrslur 30

Reader Interactions

Comments

  1. Keane says

    12. febrúar, 2014 at 18:52

    *geisp*

  2. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    12. febrúar, 2014 at 18:53

    Vinn með of mörgum Arsenal mönnum, VERÐUM AÐ VINNA

  3. Keane says

    12. febrúar, 2014 at 19:10

    Allt getur gerst í fótbolta Hjörvar..ekki missa trúna. Okkar lið er meira að segja á þessu seasoni að bæta hvert metið á fætur öðru frá hinum og þessum áratugum..

  4. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    12. febrúar, 2014 at 19:13

    Ég er voðalega jákvæður fyrir þessum leik, en það segir lítið þar sem ég hef verið jákvæður fyrir ÖLLUM leikjunum á þessu tímabili. Virðist ekki vera komið í hausinn á mér hvernig við höfum verið að spila á þessu tímabili

  5. Ingi Rúnar says

    12. febrúar, 2014 at 19:42

    Fer allt að koma núna, Liv tapar og sigur nuna opnar baráttuna
    2-1 sigur

  6. Sævar says

    12. febrúar, 2014 at 20:32

    hvað heitir þetta aðstoðarþjálfara skoffín. ég er að meina þennan þroskahefta

  7. tomas says

    12. febrúar, 2014 at 21:00

    Æii mér finnst sóknartilburðir okkar vera svo ógeðslega leiðinlegar.. Ég reyndar verð að segja að þetta var svipað leiðinlegt í fyrra. Það vantar eitthvað drápseðli í okkur. Ég vil Fellaini inn.

    Já ég sagði það.

  8. Ingi Rúnar says

    12. febrúar, 2014 at 21:55

    Með smá grís hefðu bæði lið skorað, jafntefli sennilega sanngjarnt. Mjög daprir heilt yfir og fyrirsjáanlegir.

  9. Kristjans says

    12. febrúar, 2014 at 22:02

    2 töpuð stig, nú eru 11 stig i Liverpool í 4. sæti og 12 leikir eftir. Sé ekki Liverpool tapa svona mörgum stigum og hvað okkar menn að vinn upp þennan mun. Okkar menn enda í 6. eða 7. sæti.

    Fannst bæði lið spila þannig að hvorugt liðið vildi tapa og bæði lið hefðu getað „stolið“ sigrinum.

  10. Egill says

    12. febrúar, 2014 at 22:05

    jæja
    Ég hef varið Moyes fram í rauðan dauðann frá upphafi. En þetta fer að verða gott held ég. 11 stig í fokking Liverpool, af öllum liðum!! Sóknarleikurinn okkar í kvöld var svo tilviljunarkenndur og þá datt honum í hug að henda Young inná. Hver átti að taka á móti krossum frá honum?? Persie var einn frami og var nánast alveg týndur.
    Rooney barðist og virðist vera sá eini sem nennir þessu.
    Tap gegn Stoke, jafntefli á OT gegn Fulham og jafntefli á gegn Arsenal er bara ekki ásættanlegt. Því miður held ég að ég verði að kyngja stoltinu og segja að Moyes er ekki maður í þetta. Þó svo að hann væri rétti maðurinn til að stýra liðinu í upphafi leiktíðar, þá er hafa meiðsl sett strik í reikninginn og Moyes er ekki rétti maðurinn til að rétta skútuna af. Ég er gjörsamlega brjálaður núna.
    Svo auðvitað fær liverpool víti á silfurfati í uppbótartíma frá uppáhaldinu þeirra fokking Phil Dowd.

  11. Keane says

    12. febrúar, 2014 at 22:07

    7 sætið er sætið hans Moyes, það er ekkert nýtt. Hann mun færa og halda ManUtd á því leveli meðan hann stýrir.

  12. Hjörtur says

    12. febrúar, 2014 at 22:14

    En þarf ekki að reyna að skjóta á markið, til þess að gera mörk, í stað þess að vera að hnoðast með boltann á tánum inn í teig og missann þar, eða þá þessar háu fyrirgjafir sem bera engann árangur?

  13. Keane says

    12. febrúar, 2014 at 22:17

    Moyes færir ManUtd aðeins meðalmennsku og á endanum verða stuðningsmenn samdauna meðalmennskunni… það er hræðileg sýn fyrir klúbb eins og ManUtd.

  14. Kristjans says

    12. febrúar, 2014 at 22:19

    „Svona miðað mína heppni að undanförnu þá bjóst ég við því að Özil myndi skora úr aukaspyrnu undir lok leiksins en ég er annars ánægður með margt í leiknum.“

    Frábært að Moyes skyldi koma „heppni“ að aftur…

  15. Runólfur says

    12. febrúar, 2014 at 22:29

    Óþolandi hvað þessi Van Persie náungi er lélegur. Hann bara klúðrar og klúðrar :)

  16. ... says

    13. febrúar, 2014 at 00:22

    Hvenær ætlar Moyes að prumpa í hendina á sér og þefa af því eins og Hodgon

  17. runar says

    13. febrúar, 2014 at 04:11

    Ef menn eru óhressir núna með Moyes, hvernig líst ykkur á að hann ákveði hvað eigi að gera við innkaupapeningana í sumar? Er honum treystandi til að bæta liðið með fulla vasa fjár, eða eru menn að sjá fram á það að hann verði jafnvel rekinn á næsta ári og skilji eftir fullt lið af Fellaini-um og öðrum svipuðum leikmönnum?

  18. ellioman says

    13. febrúar, 2014 at 08:24

    runar skrifaði:

    Ef menn eru óhressir núna með Moyes, hvernig líst ykkur á að hann ákveði hvað eigi að gera við innkaupapeningana í sumar? Er honum treystandi til að bæta liðið með fulla vasa fjár, eða eru menn að sjá fram á það að hann verði jafnvel rekinn á næsta ári og skilji eftir fullt lið af Fellaini-um og öðrum svipuðum leikmönnum?

    Ætla að fá að vitna í sjálfan mig.

    ellioman skrifaði:

    Miðað við þá leikmenn sem hann hefur reynt við hingað til þá hefur hann svosem ekkert staðið sig illa.

    Fabregas (Barcelona)
    uuu já takk! Því miður gekk það ekki eftir.

    Herrera (Athletic Bilbao)
    Spennandi leikmaður, örugglega fín kaup.

    Fellaini (Everton)
    Fínn leikmaður sem mun að mínu mati reynast okkur vel þó það taki lengri tíma en maður hefði óskað.

    Kroos (Bayern)
    uuuu jáááá takk!

    Reus (Dortmund)
    uuuu jáááá takk!

    Fernando (Porto)
    Sagt að hann sé einn af þeim betri DM í heiminum. Sánds gúd tú mí.

    Só far só gúd. Moyes er ekki sá sem dílar við félögin og sér um samningana. Hann er sá sem bendir á leikmennina sem hann vill fá til liðsins og miðað við fréttirnar hingað til þá er hann að óska eftir leikmönnum sem myndu styrkja liðið töluvert.

  19. Pillinn says

    13. febrúar, 2014 at 11:11

    Ég er búinn að segja þetta í marga mánuði #MoyesOut Þetta bara gengur ekkert hjá honum og hefur ekkert gengið, hann tók lið sem valtaði yfir deildina í fyrra og svei mér þá ef þeir dragast ekki í botnbaráttuna þetta tímabil. Þvílík og önnur eins hneisa. Það er eins og þeir mættu í leik gegn Arsenal og höfðu engan áhuga á að vinna. Það hlýtur að tengjast þjálfaranum. Ég hélt að botninum væri náð í fyrra en þeir ákváðu að sanna sig þetta ár og vera enn lélegri. Ég bara get ekki beðið eftir að þeir sanni fyrir mér hvað Moyes er steingeldur þjálfari. Ég kann vel við hann, virðist fínn gaur og svona. Hann er ágætur að þjálfa klúbba sem gera þá kröfu að halda sér uppi um deild en meiri kröfur eru bara of mikið greinilega

    Eina sem ég vona núna er að einhvernveginn, fyrir algjöra slysni, nái Utd að vinna Meistaradeildina og Liverpool verða í fjórða og detta þá út úr meistaradeildinni. Menn segja að það sé óraunhæft og ég er sammála, en það var líka óraunhæft að Liverpool hafi unnið 2005, samt tókst það. Ekki misskilja mig, hef ekki trú á að gerist en vá hvað það væri sætt.

  20. Sigurður G says

    13. febrúar, 2014 at 11:24

    Ég er farinn að efast um David Moyes sé með þetta eins og hálfur heimurinn, og svo toppar hann daginn á að segja að við náum meistaradeildar sæti http://fotbolti.net/news/13-02-2014/moyes-hefur-enntha-tru-a-ad-man-utd-nai-meistaradeildarsaeti ….. Þessi maður, og það er farið að kalla hann Dream More sem kannski hæfir honum vel.

  21. TN says

    13. febrúar, 2014 at 12:16

    Moyes er með sex ára samnging og hann mun fá tíma til að sanna sig og ég trúi því að hann muni gera það #moyesin

  22. Siggi P says

    13. febrúar, 2014 at 16:49

    Moyes neitar að gefast upp á að ná 4. sæti, opinberlega alla vega. En það ætti öllum að vera ljóst nú að þetta er næsta vonlaust. Miðað við allt bullið sem komið hefur frá honum að undanförnu hefði kannski verið betra að segja að þetta væri ólíklegt. Það tæki pressuna af öllum. Sjá hvort það virki betur á sálfræði leikmanna.

    Staðreyndin er bara sú að liðið hefur ekki viljann til þess. Þó 4. sætinu hafi verið danglað fyrir framan þá og þeir aðeins þurft að rétta út litla putta til að taka það, gerðu þeir það ekki. Horfum framhjá öllu áður en Mata kom. En tap og tvö jafntefli í síðastu 3 leikjum þýðir að við erum 11 en ekki 4 stigum á eftir Liverpool, hefði getað verið 2 ef heppni Liverpool væri ekki svona mikil. Og í ljósi þess að þeir eiga eftir að koma í heimsókn á Old Trafford hefði allt getað gerst hjá liði sem hefur vilja og trú á sjálfum sér.

    En nei. Sást í gær á síðustu mínútunum að það var enginn vilji til að reyna að pressa fram sigur. Þetta var bara spilað út og jafnteflinu tekið. Helmingurinn af liðinu veit að þeir verða hvort eð er ekki í liðinu næsta ár, svo hverju ætti það að skipta þá. Hinir eru örugglega bara að bíða og sjá hvort nokkur vilji koma til liðsins þegar það er utan við CL, og engin trygging á að ná þangað inn næsta ár á eftir, 2015-16.

    Þetta veltur nefnilega allt á því hvernig lið Moyes byggir upp. Hann getur sett miðið á bestu menn í heimi, en ólíklegt að þeir komi. Sjáum bara hversu vel það tókst s.l. sumar og þá var hann ekki með glatað ár á bakinu. Það þarf því að finna aðra sem hafa ekki sama háa prófíl, óslípaða demanta svo að segja. Þá reynir á hvort Moyes sé kænn að nýta þá, ná úr þeim eitthvað sem aðrir ekki gátu. Þar hef ég nokkrar efasemdir. Sjáum bara Fellaini og Moyes og hvernig þeir hafa fittað inn í United. Ég er í hæsta máta hæfilega bjartsýnn á að þetta gangi upp hjá honum, en auðvitað vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.

  23. Viera says

    13. febrúar, 2014 at 23:57

    @ Siggi P:
    Heppni Liverpool, meinaru ekki hæfni?

  24. Siggi P says

    14. febrúar, 2014 at 00:05

    Viera skrifaði:

    @ Siggi P:
    Heppni Liverpool, meinaru ekki hæfni?

    Þegar varnarmaður straujar niður sóknarmann í vítateig algjörlega að óþarfa í uppbótartíma er það meira heppni en hæfni, þ.e. sóknarliðsins. Réttilega víti, en þurfti ekki að gerast.

  25. Viera says

    14. febrúar, 2014 at 00:16

    @ Siggi P:
    Í mínum kokkabókum kallast það ekki heppni að draga þrjà leikmenn að sér og gera þà það hrædda að þeir neyðast til að fara í risky tæklingu.
    annað màl, það er ekki þessi leikur sem skilur à milli Lpool og Manu.
    Það eru öll hin stigin sem nàst fram með gæðum og vilja til að vinna leiki.

  26. Siggi P says

    14. febrúar, 2014 at 09:47

    Nákvæmlega. Þessi 11 stiga munur er afleiðing þess, eins og færsla mín gekk út á að skýra. Ég var líka að benda á að þó það virðist erfitt að ná liði sem er talsvert á undan er það alltaf möguleiki. Til þess þarftu nr 1 að vinna þína leiki, og nr 2 treysta á að hin liðin tapi stigum. Ef horft er til baka bara 3 leiki sést að þetta hefur vel verið hægt. Við gerðum ekki okkar hlut, en hin liðin eru að tapa stigum, kannski óvænt, og hefðu getað tapað fleirum. Staðan gæti verið öll betri en hún er. En það er bara eins og liðið hafi ekki trú á því að þetta sé hægt. Þrátt fyrir að Moyes hamri endalaust á því þá er hann bara ekki að ná að sannfæra neinn, eða þá enginn er að hlusta, eða öllum er sama. Hvað veit ég. Ég hef alla vega enga trú á að Moyes nái að finna út úr því.

  27. Siggi P says

    14. febrúar, 2014 at 10:05

    Meira um hvernig stjórar tala. Moyes hefur alltaf reynt að tala upp liðið svo sumum þykir nóg um. Aðrir stjórar tala lið sitt niður opinberlega, en þú getur bölvað þér uppá að það er ekki það sama sagt í klefanum. Þetta er allt saman sálfræði og hvernig þú nærð að stýra væntingum bæði leikmanna, eigenda og aðdáanda. Hér er áhugaverð grein um þetta. Veltir ma fyrir sér af hverju Moyes gerir þetta á sinn hátt, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.

    http://espnfc.com/blog/_/name/espnfcunited/id/12362?cc=5739

  28. hann says

    14. febrúar, 2014 at 21:44

    http://www.youtube.com/watch?v=a9sFd3Ennhs
    Svona er þetta bara

  29. Ingvar says

    14. febrúar, 2014 at 21:58

    Bið stjórnendur þessarar síðu að finna upp „dislike“ hnappinn hið snarasta

  30. Magnús Þór Magnússon says

    15. febrúar, 2014 at 18:40

    Ingvar skrifaði:

    Bið stjórnendur þessarar síðu að finna upp “dislike” hnappinn hið snarasta

    Við setjum það á to-do listann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress