• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

West Brom á útivelli

Magnús Þór skrifaði þann 7. mars, 2014 | 5 ummæli

West Bromwich Albion - Manchester UnitedÞökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.

En að leik morgundagsins. West Brom eru í 17. sæti deildarinnar einungis stigi á undan Sunderland sem á leik til góða. Þetta hefur ekki verið gott tímabil hjá þeim þótt þeir hafi undanfarið tekið stig frá Chelsea og Liverpool. Svo má ekki gleyma að þeir unnu United á Old Trafford fyrr í vetur (who hasn’t?). Billy Jones og  Diego Lugano verða fjarri góðu gamni á morgun sem og Nicolas Anelka, en hann er náttúrulega í banni og óvíst hvort hann leiki aftur fyrir liðið. Stephane Sessegnon og Claudio Yacob eru tæpir fyrir morgundaginn en gætu mögulega komið við sögu.

Rauðu djöflarnir verða án Javier Hernandez sem meiddist í landsleik með Mexíko og Phil Jones verður líka frá. Rafael er tæpur en gæti mögulega verið í hóp. Sem fyrr er Nani frá vegna meiðsla og Jonny Evans einnig.

Liðið sem ég myndi stilla upp á morgun:

De Gea

Rafael Smalling Vidic Evra

Fellaini Carrick

Mata Rooney Januzaj

van Persie

Efnisorð: Upphitun West Bromwich Albion 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Elías Kristjánsson says

    7. mars, 2014 at 17:05

    Nú eru 11 leikir eftir af tímabilinu hjá okkur í deild og hugsanlega bara 1 í meistaradeild. Liðið og uppstillinginn sem sett er upp hér að ofan er líklegast það besta sem völ er á hjá okkur þessa stundina. Vil þó sjá Kagawa frekar en Carric og Jones frekar en Smalling (ég veit Jones meiddur). Þetta byrjunar lið vil ég svo sjá að mestu það sem eftir lifir vertíðar. Gefa leikmönnunum tækifæri á að stilla saman sína strengi, leika sínar stöður, ekki alltaf þessi stöðuga tilraunastarfssemi með leikmenn. Leika boltanum svo meira inn frá miðjunni ekki kanta- jöðrunum, þessar stöðugu sendingar inn frá köntunum sem enda svo hjá mótherja. Áfram ManUtd.

    0
  2. 2

    Sæmundur says

    7. mars, 2014 at 19:41

    Eftir langt og leiðinlegt landsleikjafrí er ég bara ekkert spenntur fyrir þessum leik í fyrsta sinn í mörg ár.

    Er bara hræddur um að leikurinn fari eins og sá fyrri og stórlið West Brom yfirspili okkar menn.

    PPFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFF

    0
  3. 3

    Már Ingólfur Másson says

    7. mars, 2014 at 22:19

    Eftir gríska harmleikinn er ég endanlega búinn að hoppa af Moyes vagninum. Ef leikurinn á morgun tapast þá er hlýtur hann að fjúka.
    Liðið er allan tímann að fara að spila 4-4-1-1 með Mata á vinstir kant, Valencia hægra megin og Rooney fyrir aftan RVP.

    0
  4. 4

    Sigurbjörn says

    8. mars, 2014 at 00:00

    DDG
    Rafael – Smalling – Vidic – Evra
    Fellaini – Carrick
    Mata – Kagawa – Januzaj
    RVP/Rooney

    Ég vill ekki sjá Rooney og RVP saman.
    Sóknarleikurinn síðustu leiki hefur verið hrikalegur, og það má alveg skoða að prófa að spila bara öðrum þeirra sem fremsta manni, og þrjá skapandi/spennandi menn fyrir aftan.

    Kagawa á að fá tækifæri með Mata og Januzaj. Hans leikur byggir á stuttu spili, og að bjóða sig. Hann hefur ekki fengið þetta tækifæri hingað til á tímabilinu. Ef hann hefur verið að spila, er hann settur á kantinn.

    0
  5. 5

    Tumi says

    8. mars, 2014 at 11:19

    Ég veit ekki með ykkur en sama hversu lélegt gengi okkar manna er þá er ég alltaf jafn spenntur fyrir næsta leik hjá United.

    3 stig í dag.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress