• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Bayern München!

Tryggvi Páll skrifaði þann 21. mars, 2014 | 12 ummæli

Úff, þetta verður ekki mikið erfiðara. Manchester United var dregið gegn Bayern München í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn verður á Old Trafford. Bayern er auðvitað ríkjandi meistarar í þessari keppni og eru svoleiðis að labba í gegnum þýsku deildinni um þessar mundir. Þetta verður ekki mikið erfiðara próf fyrir David Moyes. Alvöru leikir framundan en þeir verða spilaðir 1/2. apríl og 8/9. apríl nk. Þessi lið mættust síðast árið 2010, einmitt í fjórðungsúrslitum þessarar keppni þar sem Þjóðverjarnir komust áfram með minnsta mun, samanlagt 4-4 en útivallarmörkin kostuðu okkur í þessari viðureign þar sem United-menn voru algjörir klaufar að klára ekki dæmið.

Hér er það sem við skrifuðum um Bayern München frá því í gær:

FC Bayern München

Logo_FC_Bayern_München.svgRíkjandi meistarar Meistaradeildarinnar stóðu uppi sem sigurvegarar D-riðils eftir harða baráttu við Manchester City en bæði lið enduðu með 15 stig. Hin liðin í riðlinum voru CSKA Moskow og Viktoria Plzen. Pep Guardiola hefur tekið sterkasta lið heimsins og gert það enn sterkara. Liðið er gjörsamlega að rúlla yfir þýsku deildinni með 23 stiga forystu þegar 9 leikir eru eftir. Leikmenn liðsins hafa semsagt alveg keypt fótboltaheimspeki Guardiola og ljóst að Bayern München er liðið sem þarf að sigra ætli einhver sér að vinna Meistaradeildina í ár. Arséne Wenger og Arsenal-lið hans voru fórnarlömbin í 16-liða úrslitum eftir hetjulega baráttu en það er bara svo erfitt að vinna lið sem Guardiola er að stýra, það þekkjum við, stuðningsmenn Manchester United. Það er erfitt að velja einn lykilmann í þessu liði enda liðið afskaplega jafnt og með afskaplega mikla breidd, Franck Ribéry, Arjen Robben, Philipp Lahm, Thomas Müller, allt frábærir leikmenn.

—-

Aðrar viðureignir eru:

Barcelona – Atlético Madrid

Real Madrid –  Dortmund

PSG – Chelsea

Efnisorð: Bayern Munchen Upphitun 12

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Siggi says

    21. mars, 2014 at 11:55

    Gat ekki verið verra og þetta verður ekki fallegt, þeir eru klárlega besta liðið í Evrópu um þessar mundir. Góðan markvörð, þétta vörn, gríðarlega sterka miðjum og frábært sóknarlið á móti. Góðum markverði, lélegri vörn, engri miðju og jójó sókn og ekki láta mig bera saman þjálfarana.

    0
  2. 2

    Danni says

    21. mars, 2014 at 13:20

    De Gea verður maður leiksins í báðum viðureignum og við vinnum samtals 1-0

    0
  3. 3

    Keane says

    21. mars, 2014 at 16:01

    Sjáum úr hverju þeir eru gerðir á móti Bayern. Ekki veit ég hver stefnan er hjá ManUtd með Moyes í fararbroddi en Evrópa hlýtur að vera toppurinn.

    0
  4. 4

    lampamaður says

    21. mars, 2014 at 16:35

    þetta verður skítlétt höfum bara Fellaini þarna inná og látum hann tefja í 210 mínútur og freistm þess að vinna í vítaspyrnu keppni.

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    21. mars, 2014 at 17:45

    Van Persie frá í 4-6 vikur. Rooney fram og Mata í holuna. Einfalt?

    0
  6. 6

    Siggi says

    21. mars, 2014 at 18:15

    Mata má ekki spila í meistaradeildinni.

    0
  7. 7

    Björn Friðgeir says

    21. mars, 2014 at 18:44

    Þetta er í þriðja skipti sem ég gleymi því. Ekki vandamál. Kagawa. Eða Januzaj.

    0
  8. 8

    Magnús Þór Magnússon says

    21. mars, 2014 at 19:14

    @ Björn Friðgeir:
    Hvað með að hafa Fellaini í holunni þar sem hann var effektívastur fyrir Everton. Þá getum við gefið fyrir af hjartans lyst.

    0
  9. 9

    úlli says

    21. mars, 2014 at 19:54

    Haha… þetta er nú hálfkómískt eiginlega. Fáum Bayern og Van Persie frá í mánuð. Hefur félagið einhvern tímann farið í Evrópueinvígi sem svona mikill undirhundur?

    0
  10. 10

    Björn Friðgeir says

    22. mars, 2014 at 04:08

    undirhundur schmundirhundur.

    Mér sýnist þessi meiðsli Van Persie bjóði upp á fleiri möguleika en vandamál.

    Og svo er Evra í banni þannig að veikasti hlekkur varnarinnar er frá.

    Win-Win.

    0
  11. 11

    N says

    22. mars, 2014 at 10:26

    @ Björn Friðgeir:

    Ég veit ekki með þig en mér finnst Robben vs. Buttner ekkert sérstaklega heillandi tilhugsun.

    0
  12. 12

    Björn Friðgeir says

    22. mars, 2014 at 10:46

    @ N:

    Ekkert svo mikið minna heillandi en Evra vs Robben. Það verða hvort sem er að vera 2 á honum, einn til að láta hann kötta inn og haffsentinn til að stoppa hann þar. Robben er fyrirséðasti leikmaður ever… verst að hann gerir það svo vel að það skiptir yfirleitt ekki máli.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress