• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti Leikmenn Slúður Staðfest

Daley Blind til Manchester United (staðfest)

Björn Friðgeir skrifaði þann 30. ágúst, 2014 | 14 ummæli

Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun

BREAKING: #mufc has reached agreement with Ajax to sign Daley Blind, subject to a medical and personal terms. pic.twitter.com/2l1l7I2Aow

— Manchester United (@ManUtd) August 30, 2014

De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.

Van Gaal hefur því virkjað varaáætlunina sem orðrómur hefur verið um í allt sumar, Blind hefur undanfarið ár verið besti miðjumaðurinn í Hollandi þó hann sé vinstri bakvörður að upplagi og getur einnig leyst miðvarðarstöðuna. Miðað við meiðslavesen United fyrr og nú má hann búast við að eiga fast sæti í liðinu ef hann sjálfur helst meiðslalaus. Eina spurningin er hvar. Einnig má líta á það sem svo að hann hafi 4 mánuði til að sanna fyrir Van Gaal að hinn síðarnefndi þurfi ekki að renna augum til Kevin Strootman í janúar.

Við sem erum eldri en þrítug þurfum hins vegar fyrst um sinn að kyrja möntruna reglulega:

Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.

Efnisorð: Daley Blind 14

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Björn Friðgeir says

    30. ágúst, 2014 at 07:48

    Og nú staðfestir Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund að félögin eru í viðræðum um Kagawa. Talað um 6,3m punda verð. Frekar ódýrt fyrir Dortmund, en var alveg viðbúið. Tími Kagawa er liðinn.

    Þannig að hringekjan er að byrja, þetta gætu verið frekar annasamir dagar fram á mánudagskvöld.

    0
  2. 2

    Robbi Mich says

    30. ágúst, 2014 at 08:27

    Frábærar fréttir! Blind verður góð viðbót við United liðið. Hvað með t.d. Bruno Martins Indi, var hann aldrei orðaður við okkur í sumar? Hann spilaði frábært HM.

    0
  3. 3

    DMS says

    30. ágúst, 2014 at 09:23

    Þetta er gott mál. Blind var valinn leikmaður ársins í hollensku deildinni á síðasta tímabili, var mjög góður fyrir Ajax. Þeir sem segja hið klassíska „Af hverju er United að kaupa enn einn vinstri bakvörðinn?“ hafa greinilega bara séð hann á HM. Þetta er flottur sópari á miðjuna hjá okkur með gott auga fyrir spili og frábærar sendingar. Einnig stór plús að hann geti leyst aðrar stöður. Þetta er uppfærð útgáfa af John O’Shea, helsti munurinn er að Blind er með boltatækni, vision og sendingargetu.

    0
  4. 4

    Heiðar says

    30. ágúst, 2014 at 09:25

    @ Björn Friðgeir:

    Hvað kostaði Kagawa okkur? Þó þetta séu ekki beint „mínir peningar“ þá svíður mér hvað United kaupir menn ávallt á uppsprengdu verði og selur þá svo ódýrt. En það er hinsvegar satt að Kagawa fittaði einhvern veginn aldrei inn í enska boltann. Hann byrjaði ágætlega, skoraði mörk og við stuðningsmenn töluðum um að um leið og hann fengi að spila sína uppáhaldsstöðu yrði hann rosalegur. Það gerðist hinsvegar alltof sjaldan og í þeim tilfellum þar sem hann hefur spilað í holunni undanfarið ár hefur mér ekki þótt hann standa undir væntingum. Því miður!

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    30. ágúst, 2014 at 09:38

    Kagawa kostaði 12m. Veit ekki hvort einhverjir bónusar kikkuðu inn. Ég hélt þá og held enn að planið hafi verið að selja Rooney og Kagawa átti að koma í staðinn.

    0
  6. 6

    Ísak Agnarsson says

    30. ágúst, 2014 at 09:43

    Ja kagawa var ekkert loss en eg set spurninamerki vid fellaini haha

    0
  7. 7

    Folinn says

    30. ágúst, 2014 at 10:11

    Flott kaup. Spurning hvort menn láti staðar numið við Blind eða hvort von er á fleirri leikmönnum.

    0
  8. 8

    Ægir says

    30. ágúst, 2014 at 10:55

    Manchester United may not ever be able to play Marcos Rojo due to issues with third-party ownership still not being resolved. The Argentine has also not yet had his work permit approved.

    Er einhvað til í þessu hjá The sun ?

    0
  9. 9

    DMS says

    30. ágúst, 2014 at 11:42

    Voðalega eru þessi kaupverð alltaf rokkandi í fjölmiðlum. Í morgun las ég að Daley Blind væri á leið til okkar, búið að samþykkja 14 milljón punda tilboð United. Svo núna les ég á 433.is (veit ekkert hvaðan þeir taka sína heimild) að United séu að klára kaup á Daley Blind og talið að kaupverð sé 24 milljónir punda. Er þetta bara svona gisk út í loftið þá?

    http://www.433.is/enski-boltinn/manchester-united-stadfestir-samkomulag-vegna-blind/

    0
  10. 10

    DMS says

    30. ágúst, 2014 at 11:55

    Sé reyndar hér að BBC segir 13,8m punda fyrir Daley Blind. Þá er spurning hvaðan 433.is fá þessar 10 auka millur.
    http://www.bbc.com/sport/0/football/28994387

    0
  11. 11

    Robbi Mich says

    30. ágúst, 2014 at 12:13

    @DMS: Eina líklega skýringin, svona miðað við mína reynslu af 433, er sú að gæjarnir sem þar skrifa kunna ekki almennilega að nota lyklaborð.

    0
  12. 12

    Robbi Mich says

    30. ágúst, 2014 at 12:14

    Og annað, prófarkalestur hefur aldrei verið þeirra sterka hlið.

    0
  13. 13

    Kristjans says

    30. ágúst, 2014 at 18:09

    Frábærar fréttir! Hef mikla trú á þessum leikmanni og efast ekki um að þetta verði góð kaup.

    Áhugavert það sem Björn Friðgeir varpar fram hér að ofan með Kagawa. Tek undir þetta með honum. Synd að Kagawa skuli vera á leið burt, fékk í raun aldrei tækifæri í sinni stöðu.
    Var einhvern tímann reynt að spila með Van Perise fremstan, Kagawa í holunni og Rooney á miðjunni?

    0
  14. 14

    Hjörtur says

    31. ágúst, 2014 at 23:22

    Jæja er þá leikmannakaupum lokið? Einn dagur eftir, og enginn miðvörður verið keyptur, sem ég tel að sé það nauðsinlegasta sem þyrfti að kaupa, þar sem vörnin er enganvegin að standa sig. En flott að fá þennan Blind, var mjög hrifinn af honum á HM í sumar.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress