• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Tilvonandi Englandsmeistarar á Old Trafford á morgun?

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. október, 2014 | 7 ummæli

Manchester United - ChelseaFyrsti stórleikur vetrarins er á morgun. Nú lýkur endanlega „auðvelda“ leikjaprógramminu sem talað hefur verið um og hefur fært okkur heil 12 stig í átta leikjum. Það þarf ekkert að kalla það afsakanir þó að hægt sé að færa fram ýmsar ástæður fyrir að gengið hefur ekki verið með besta móti, en það fer að verða nauðsynlegt að leikmenn, og þjálfari, fari að sýna hvað í þeim býr.

Eftir leik morgunsins þar sem annað spútniklið haustsins, West Ham, sá um Manchester City mun ekkert vanta upp á að Chelsea verði krýndir meistarar á morgun í blöðunum ef svo fer að þeir fari með þrjú stig frá Old Trafford á morgun. Það yrði auðvitað blaðabull af bestu gerð, en eitt væri nokkuð víst: Ef leikurinn á morgun tapast þá verður það ekki Manchester United sem skákar Chelsea í þeirri baráttu.

Fyrir leikinn á morgun áttu margir að vera orðnir frískir á pappírnum en það er minna um það í raun. Michael Carrick lék 60 mínútur í U21 leik í gær og verður eflaust á bekknum eftir langa fjarveru. Blackett lék allan leikinn og verður augljóslega ekki í byrjunarliði á morgun. Jonny Evans, Antonio Valencia og Paddy McNair verða frá enn um tíma. Di María og Herrera eru þó orðnir góðir og spila.

Fyrir vikið er liðsuppstillingarspáin ekki alveg eins flókin og ella.

1
De Gea
3
Shaw
5
Rojo
4
Jones
2
Rafael
21
Herrera
17
Blind
11
Januzaj
31
Fellaini
7
Di María
20
Van Persie

Eftir óreiðuna gegn West Brom þar sem greinilega átti að æfa aðeins meira afturliggjandi sókn hljóta að verða einhverjar breytingar. Ég efast þó um að leikaðferðin breytist. Ummæli Van Gaal á fréttamannafundinum í gær virðast þó alveg gefa til kynna að Robin fái enn að byrja þó þolinmæði mín, og fleiri, sé alveg að verða á þrotum. Juan Mata verður ekki fyrir aftan hann, það ætla ég alveg að fullyrða og spái því að stóri maðurinn fái að fylgja eftir frábæru marki á mánudaginn með því að fá leik í uppáhaldsstöðunni sinni. Ég myndi heldur ekkert gráta það þó olnbogarnir á honum fyndu einn eða tvo Chelsea leikmenn fyrir, á meðan það er ekki spjaldavert.

Fyrir þann sem heldur að ungir leikmenn eigi að spila eins og þrítugir reynsluboltar í öllum leikjum var leikur Adnan Januzaj á mánudag mikil vonbrigði. Ég á hinn boginn vona að hann fái annað tækifæri ekki síst þar sem helstu möguleikar aðrir þarna á kantinum væru Mata, Falcao og Young.

Já, ég er í alvöru að spá því að einn eitraðisti framherji Evrópu byrji á bekknum. Ég get ekki lýst því hvað ég vona að ég hafi ég hafi rangt fyrir mér.  Mér finnst eins og vonir okkar í leiknum á morgun séu bundnar við þetta.

Chelsea

Andstæðingarnir já?

Courtois
Luis
Terry
Cahill
Ivanovic
Fàbregas
Matic
Hazard
Oscar
Schürrle
Diego Costa

Besta liðið í deildinni í vetur, besti markvörðurinn, besta vörnin (fyrir utan Southampton!?!), besta miðjan og besti framherjinn… nema Mourinho sé bara í alvöru að segja satt og Diego Costa sé meiddur. Ef svo ólíklega vill til þá er það líklega Drogba frammi. Loïc Rémy er örugglega meiddur og einhver efi um Drogba. Ef allir þessir klikka þá eru möguleikarnir Schürrle, sem er ekki nærri eins effektívur fremst, nú eða Fàbregas sem fölsk-nía.

Azpiliicueta er í banni og Mikel og Ramires eru að koma til baka úr meiðslum

Svo er bara spurningin hvort Mourinho kemur til að vinna eða til að tapa ekki. Ef hann velur hið síðarnefnda er ekki spurning um að Chelsea vinnur.

Mótsögn? Nei. Ef Chelsea lætur United um að sækja, þá munu skyndisóknir þeirra skila mörkum. United gæti hins vegar átt séns ef Chelsea blæs til sóknar og þéttir þannig vörn okkar og miðju.

Að lokum

Þessi bið milli leikja er alveg að fara með mig. Nú er þó a.m.k. leikur á morgun og væntingarnar eru þannig að ef við vinnum þá verður það svo algerlega frábært. En það besta ég vonast eftir er markajafnteflli. Eigum við að segja svona þrjú – þrjú?

Leikurinn byrjar kl 4 á morgun

enda breytist klukkan í Evrópu í nótt

Efnisorð: Chelsea Upphitun 7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    DMS says

    25. október, 2014 at 16:27

    Mig grunar að Chelsea mæti til að verja stigið og mögulega svo taka sénsinn á skyndisóknum. Þeir eru komnir í nokkuð þægilega stöðu í deildinni. Við höfum séð Mourinho gera þetta áður á útivöllum. Við erum veikir fyrir varnarlega þannig að þeir munu án efa reyna að nýta sér það með því að keyra hratt á vörnina þegar færi gefst.

    Annars líst mér vel á þetta byrjunarlið. Fellaini er flottur fyrir aftan framherjann í svona leik. Sterkur í loftinu og getur alltaf laumað sér inn í teiginn. Hinsvegar vonast ég eftir að sjá Falcao í stað RvP en mig grunar sterklega að svo verði ekki.

    Það er hinsvegar ljóst að Chelsea eru líklegri aðilinn fyrirfram. Það væri hrikalega gott fyrir sjálfstraustið í liðinu að taka 3 stig úr þessum leik, en ég ætla að vera hóflega bjartsýnn og spá jafntefli.

    0
  2. 2

    Robbi Mich says

    25. október, 2014 at 16:51

    Það er ekki feitur séns að þessi vörn og þessi miðja okkar haldi aftur af sóknar-og miðjumönnum Chelsea.

    Man Utd verður að fara í þennan leik af varkárni og vera varnarsinnaðir, ég myndi vilja sjá Blind í vinstra bak í stað Shaw og Fellaini afturliggjandi miðjumaður því hann er besti maðurinn til að taka Roy Keane á þetta og vera harður á miðjunni.

    0
  3. 3

    Ingvar Björn says

    25. október, 2014 at 20:40

    Það er bara nákvæmlega ekkert sem réttlætir það að Januzaj byrji þennan leik.

    0
  4. 4

    elmar says

    25. október, 2014 at 22:52

    Vill alls ekki að Januzaj byrji þennan leik né Luke Shaw. Ég vill hafa Chris Smalling og Phil Jones í vörninni og Rojo í vinstri bak. Þurfum nauðsynlega á reynslumeiri leikmönnum og Shaw er svo ungur og búin að gera nokkur mistök, hef samt trú á þessum strák en þetta er svo gríðalega mikilvægur leikur. Januzaj sem sýndi flotta tilburði á síðustu leiktíð hefur ekkert sýnt á þessari þegar hann hefur fengið að spila. Vona svo innilega að Falcao fái að spila þarf að fara koma honum í gang hann hefur í raun ekki fengið að spila neitt að alvöru en samt búin að leggja upp 2 og skora 1. Persie á hinn bóginn er ekki svipur hjá sjón. Hann er ekki búin að vera í formi þrátt fyrir að hafa skorað 2 mörk.
    Annars er ég nokkuð bjartsýnn og trúi því og vona að okkar lið nái að stríða ógnarsterku liði Chelsea!

    0
  5. 5

    McNissi says

    25. október, 2014 at 23:04

    Þvílíkur unaður að lesa svona vel skrifaðan pistil. Þú verður betri penni með hverjum pistlinum Björn. Ég ætla að prufa að vera bjartsýnn fyrir þennan leik en það er langt síðan ég hef verið það fyrir stórleik hjá okkar mönnum. Ég veit ekki, kannski fékk maður von við að sjá underdogs vinna City í dag. Það eru óvænt úrslit í hverri umferð í enska boltanum og núna er kominn tími á að við verðum ein af þeim. 3-1 RVP, Di Maria og Falcao eitt í lokin. Costa með mark fyrir Chelsea, trúir einhver Mourinho að Costa muni ekki spila?

    0
  6. 6

    G. Neville says

    26. október, 2014 at 00:58

    Fínasta upphitun þó mér finnist höfundur sýna Chelsea of mikla virðingu. Chelsea er ekki ósigrandi lið. Þeir sem sáu þá spila gegn Swansea og Schalke um daginn vita að það er alveg hægt að dóminera þetta lið. Okkar menn þurfa hins vegar að vera skipulagðir, agaðir og gefa ekki of mikið færi á sér. Terry og Cahill er góðir miðverðir og virka vel saman, það er nú samt þannig að þeir eru ekkert alltof hraðir og þess vegna myndi ég vilja sjá 442 diamond kerfið aftur í notkun og skilja Di Maria eftir fremstan með vonandi Falcao (þó það verði líklega RVP). Þannig gætum við legið aftarlega og skilið Di Maria eftir fremstan til að brake-a hratt á Chelsea. Svipað og LVG gerði með Robben á HM með Hollandi. Ég er ekki sammála öllum hér varðandi varnarlínuna – ég vil halda þessari vörn sem spilaði síðasta og reyna spila hana í form, við þurfum stöðugleika ekki þetta hringl alltaf hreint.

    En sjáum til á morgun – það þarf ALLT að ganga upp hjá okkur og Chelsea þarf helst að eiga dapran dag, þá fyrst fáum við eitthvað út úr þessum leik.

    PS. Djöfull vona ég að þessi Diego Costa verði ekki með!

    0
  7. 7

    Björn Friðgeir says

    26. október, 2014 at 10:49

    Mér finnst nákvæmlega EKKERT að því að einhverjir séu bjartsýnni en ég :) Vona sannarlega að LvG hafi horft á þessa leiki Swansea og Schalke gegn Chelsea og læri af þeim.
    Sammála með varnarlínuna. Það er búið að vera skelfilegt hringl á henni og meðan ekkert afgerandi betra er til, þá er bara í góðu að halda henni.
    Að lokum með Januzaj, já hann var slakur síðast en aftur: Er einhver afgerandi betri sem á tilkall í þessa stöðu?

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress