• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Pistlar Sagan

Tímavélin: Bikarmeistarar 1985

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. nóvember, 2014 | 1 ummæli

deloreanRauðu djöflunum áskotnaðist á dögunum ný bifreið sem við nánari skoðun hafði leynda eiginleika. Við bjóðum ykkur því sæti við hliðina á okkur og förum með ykkur á tímaflakk.

Stillingarnar eru tiltölulega einfaldar en við ákveðum fljótlega að gera þetta ekki of flókið til að byrja með, heiðrum upprunaár tryllitækisins og sláum inn:

 18. maí 1985

Það voru 17 ár frá Evrópumeistaratitlinum, 10 ár frá árinu í annarri deildinni, 4 ár frá því Dave Sexton var rekinn fyrir of leiðinlegan fótbolta og United var komið í sinn annan bikarúrslitaleik á þrem árum. Völdin í enska boltanum voru þó kyrfilega í höndum Liverpoolbúa. Liverpool voru Englands- og vrópumeistarar frá árinu áður og Everton handhafar bikarsins og hinir síðarnefndu voru rétt nýbúnir að rúlla upp deildinni með einhverju besta liði sem enski boltinn hafði séð, á þeim árum þegar ekkert lið varð meistari nema að vita besta 11 manna liðið… og eiga svona nokkra til vara.

Hópurinn 1985
Efri röð: Mike Duxbury, Alan Brazil, Stephen Pears, Arthur Graham, Gary Bailey, John gidman, Kevin Moran, Gordon McQueen, Norman Qhiteside, Paul McGrath, Arnoldus Johannus Hyacynthus Mühren, Mark Hughes. Neðri röð: Jesper Olsen, Arthur Albiston, Bryan Robson, Gordon Strachan, Frank Stapleton, Graeme Hogg.

Ron Atkinson var búinn að finna leiðina að skemmtilegum bolta þó að það skilaði ekki nema fjórða sætinu, en í bikarnum gekk betur og Liverpool var slegið út í undanúrslitum í aukaleik (munið þið eftir svoleiðis?). Mark Hughes og Bryan Robson skoruðu frábær mörk í aukaleiknum til að tryggja sætið í bikarúrslitunum.

Nýkrýndir meistarar og Evrópumeistarar bikarhafa Everton biðu þar og í annað skiptið á sjö árum var það undir United komið að hindra að þrenna færi til Liverpoolborgar.

Fyrir leikinn var vissulega ljóst að leikurinn yrði erfiður, en það var engin ástæða til að óttast of mikið. Allir leikmenn United höfðu leikið með landsliði og áttu að eiga í fullu tré við meistarana.

 

1
Bailey
3
Albiston
5
Moran
6
McGrath
2
Gidman
11
Olsen
4
Whiteside
7
Robson ©
8
Strachan
10
Hughes
9
Stapleton

Varamaður var hægri bakvörðurinn Mike Duxbury.

Meistarar Everton stilltu upp sínu besta liði:

1
Southall
3
van den Hauwe
5
Mountfield
4
Ratcliffe ©
2
Stevens
11
Sheedy
10
Bracewell
6
Reid
7
Steven
9
Gray
8
Sharp

Líklega var leikurinn sjálfur líðið fyrir augað en fimm af leikmönnum United voru búnir að leika fimmtíu leiki eða fleiri á tímabilinu og líklega eitthvað svipað hjá Everton. En umtalaðasta atvik bikarúrslitaleikja fram að þessum átti sér síðan stað á 77. mínútu þegar Kevin Moran dúndraði niður Peter Reid sem var um það bil að sleppa í gegn og var rekinn útaf. Í dag myndi umræðan um svona atvik aðallega snúast um lengd leikbannsins, en þetta var á þeim árum þegar rétt nýbyrjað var að taka á svona brotum og það vantaði ekkert uppá að óháðum rýnendum þætti brottreksturinn firra hin mesta. Moran greyið fékk ekki einu sinni medalíuna sína eftir leikinn enda brottrekstur skelfilegt afbrot. Síðar í vikunni fékk hann hana þó eftir að áfrýjunarnefnd miskunnaði sig yfir hann.

1985 Robson lyftir bikarnumEn Everton tókst ekki að brjóta 10 manna múr United á bak aftur og í framlengingunni skoraði Norman Whiteside eitt glæsilegasta mark sem Wembley hefur séð og United fór heim með bikarinn.

Tímabillið á eftir byrjaði stórkostlega á 10 sigrum en endaði í algerum vonbrigðum, Endalaus meiðsli Bryan Robson og algjör uppgjöf Mark Hughes sem vissi hann var á leið til Barcelona án þess í raun að vilja það sáu til þess og Alex Ferguson beið handan við hornið.

En það er óþarfi að hafa of mörg orð um leikinn þegar við getum eytt þessum ágæta landsleikjadegi í að horfa á allan bikarúrslitaleikinn 1985 á YouTube. Okkur sem munum þetta lið þykir gaman að rifja upp þessar gömlu hetjur, og þið hin hafið tækifæri til að kynna ykkur leikmenn sem í besta falli hafa verið nöfn á blaði.

Og ef tíminn er af skornum skammti þá er hér fimmtán mínútna útdráttur

Nú eða þið látið nægja að horfa bara á helstu atvikin, eða öllu heldur bæði atvikin úr leiknum

Efnisorð: Everton Kevin Moran Norman Whiteside 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Azu says

    16. nóvember, 2014 at 14:18

    Gaman að svona pistlum. Meira svona takk!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress