Sennilega sanngjarnt 1-1 jafntefli í fjörugum leik í dag þar sem United komst yfir. En ekki góð úrslit fyrir okkar menn þar sem töpuð stig gegn minni liðum eru dýrkeypt í þeirri baráttu sem er framundan á tímabilinu á toppi deildarinnar.
Það má segja að Ole Gunnar hafi stillt upp óvæntu liði fram á við í dag. Ronaldo og Pogba fóru á bekkinn. Cavani kom inn í framlínuna og mjög svo óvæntur Martial fékk að byrja. Shaw hefur náð sér af meiðslunum og var settur strax inn í liðið á kostnað Telles. Öryggisteppið var svo mætt á miðjuna, McFred.