• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Wolves

Enska úrvalsdeildin

Úlfarnir hans Lage mæta á Old Trafford

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 2. janúar, 2022 | 1 ummæli

Þá er komið að fyrsta leik Manchester United á árinu 2022. Við eigum fjóra leiki í janúar og þrír þeirra eru heimaleikir sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að útivallargengi liðsins er ekki það sama og það var í fyrra. Á morgun mæta Úlfarnir hans Bruno Lage í heimsókn á Old Trafford en þessi 45 ára gamli portúgali tók við af Nuno Espirito Santo í júní á síðasta ári. Lesa meira

Efnisorð: Bruno Lage Cristiano Ronaldo Edinson Cavani Jaden Sancho José Sá Ralf Rangnick Wolves 1
Enska úrvalsdeildin

Þrjú stig og útivallarmet!

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 29. ágúst, 2021 | 11 ummæli

Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik. Lesa meira

Efnisorð: Fred Mason Greenwood Raphaël Varane Wolves 11
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn á Molineux á morgun

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 28. ágúst, 2021 | Engin ummæli

Á morgun kl. 15:30 mæta okkar menn liði Wolves. Fellur þessi leikur í algjörann skugga tíðinda gærdagsins þar sem staðfest var að sjálfur Cristiano Ronaldo væri að mæta aftur á Old Trafford sem leikmaður Manchester United. Ótrúleg félagsskipti sem virðast einungis hafa gengið í gegn á örfáum klukkustundum. Farið var yfir hvað gekk á í gær og þá nýju tíma sem framundann eru hjá United með Ronaldo innanborðs í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar. Lesa meira

Efnisorð: Cristiano Ronaldo Wolves 0
Djöflavarpið

88. þáttur – Er United að fara í titilbaráttu?

Magnús Þór skrifaði þann 30. desember, 2020 | Engin ummæli

Maggi, Halldór og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Everton, Leicester og Wolves. Einnig ræddum við mögulega titilbaráttu United og  Covid-19.

Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:

Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: Lesa meira

Efnisorð: Adidas Bruno Fernandes Covid-19 Edinson Cavani Everton Leicester City Marcus Rashford Wolves 0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:0 Wolverhampton Wanderers

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 29. desember, 2020 | 10 ummæli

Nokkrir óvæntir pukntar voru í liðsuppstillingu gestana. Wolves fór í sitt 3-4-3 kerfi með tvo unga leikmenn sem voru að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni, þá Ki-Jana Hoever (18) og Vitinha (20). Einnig byrjuðu þeir ekki með neinn eiginlegan framherja þar sem Fabio Silva byrjaði á bekknum og Jimenez frá vegna höfuðkúpubrots. Einnig kom á óvart þegar leikurinn hófst að Saiss spilaði í miðri vörn úlfana í stað Coady sem iðulega hefur leikið þar. Sennilega ræðst það af því að Nuno Santo vildi spila með vinstri fóta mann vinstra meginn og hægri fótarmann hægra meginn. Coady var eini tiltæki réttfætti miðvörður úlfana í kvöld.  Lesa meira

Efnisorð: Marcus Rashford Wolves 10
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Birgir um Liðið gegn Palace
  • Helgi P um Liðið gegn Palace
  • Jóhann Pétur um Liðið gegn Palace
  • EgillG um Liðið gegn Palace
  • Helgi P um Liðið gegn Palace

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress