Klukkan 14:00 á morgun mætir United á King Power Stadium í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Leicester. Eftir fjóra heimaleiki í röð er komið að útileik hjá okkar mönnum. Spennandi verður að sjá hvernig liðið mætir til leiks eftir “langt” landsleikjahlé, mörgum til mikillar ama. Eins og fyrr segir mætum við Leicester sem hafa ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabils þrátt fyrir að vera búnir að landa fyrsta titlinum sem var í boði á tímabilinu í hús, Samfélagsskildinum.
Leicester City
99. þáttur – Nýr risasamningur í höfn
Maggi og Steini settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu viku.
- Góður sigur gegn AC Milan á San Siro
- Sanngjarnt 1:3 tap gegn spræku Leicester liði
- Team Viewer nýr treyju spons – 47 milljónir punda á leiktíð í 5 ár
- Treyju leki – blá og hvít vara treyja
- Mætum Granada í 8-liða úrslitum í UEL – næsti mögulegi mótherji er Ajax eða Roma
- Garner að springa út í Championship
- Kvennaliðið tapaði 2-0 gegn Arsenal
- Nicky Butt hættir
- 14 leikmenn aðalliðshóps United eru í landsliðs verkefnum
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
94. þáttur – Fær Donny van de Beek tækifærið í fjarveru Paul Pogba?
Maggi, Bjössi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki vikunnar.
- Kvennaliðið tapaði gegn Reading og er í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti
- Paul Pogba er meiddur á læri og verður frá í nokkrar vikur
- United mætir Leicester í næstu umferð ensku bikarkeppnarinnar
- United hefur ekki enn framlengt við Edinson Cavani og Juan Mata
- U-23 liðið er stórskemmtilegt
- United gerði 3:3 jafntefli gegn Everton
- United vann West Ham í bikarnum 1:0 með marki Scott McTominay í framlengingu
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
88. þáttur – Er United að fara í titilbaráttu?
Maggi, Halldór og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Everton, Leicester og Wolves. Einnig ræddum við mögulega titilbaráttu United og Covid-19.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Leicester kemur í heimsókn. Meiðslavandræði hjá United enn eina ferðina
Manchester United tekur á móti Leicester City í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Gestirnir hafa byrjað tímabilið vel og eru í 3.sæti fyrir leik morgundagsins. United geta jafnað Leicester að stigum með sigri á morgun en okkar menn sitja í 8.sæti deildarinnar. Þetta er alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir United en verður mun erfiðari en búist var við eftir fréttir dagsins. Paul Pogba, Anthony Martial, Luke Shaw, Diogo Dalot og Bailly eru frá en Wan-Bissaka og Jesse Lingard eru tæpir sem getur þýtt ansi skrautlegt byrjunarlið hjá heimamönnum. Byrjunarliðið sem ég vildi helst fá er: