• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Aston Villa á Villa Park á laugardag

Tryggvi Páll skrifaði þann 19. desember, 2014 | 6 ummæli

Nú er jólatörnin að hefjast. Það eru fjórir leikir á dagskránni á næstu dögum. Á nýársdag heimsækjum við Stoke, 28. kemur Tottenham í heimsókn og á annan í jólum skella Newcastle-menn sér á Old Trafford. Áður en þetta hefst þurfa þó okkar menn að ferðast til Birmingham þar sem heimsókn á Villa Park er á döfinni.

Villa Park er einn af mínum uppáhaldsvöllum og þaðan koma nokkrar af mínum bestu minningum sem stuðningsmaður Manchester United. Hver getur t.d. gleymt þessu marki:

Það eina sem Martin Tyler gat sagt var: „HOW?“

Svo var það auðvitað þessi frábæra þrenna frá Javier Hernandez þar sem hann tryggði okkur enn einn comeback sigurinn. United lenti 2-0 undir gegn Aston Villa þann 10. nóvember 2012. Hernandez kom inn á í hálfleik og kláraði dæmið.

Svo er það auðvitað MARKIÐ. Framlenging. Einum færri gegn erkifjendunum. Töfrar.

Giggs verður á hliðarlínunni í þetta skiptið en hefur vonandi bent okkar mönnum á hvar mörkin á Villa Park eru staðsett.

Leikurinn á morgun

Áður en að við fórum á þessa yndislegu 6 leikja sigurhrinu var staðan í deildinni svona:

Screen Shot 2014-12-19 at 12.03.14

Núna er staðan í deildinni svona:

Screen Shot 2014-12-19 at 12.05.08

Þetta er hin þokkalegasta sjón og inn í þessari 6 leikja sigurhrinu eru sigrar gegn Arsenal, Southampton og Liverpool. Allt lið sem maður reiknar með að verði þarna einhverstaðar í kringum 4. sætið þegar tímabilið verði flautað af í maí. Við mætum svo tveimur liðum um jólin sem vilja vera þarna á þessu svæði, Newcastle og Tottenham og því kjörið tækifæri til þess að halda áfram að slá tvær flugur í einu höggi: Safna stigum og skemma fyrir andstæðingunum.

Fyrir tímabilið var maður nokkuð kokhraustur en maður vissi samt ekki alveg við hverju maður ætti að búast. Ef einhver hefði komið upp að mér í ágúst og boðið mér að United myndi enda í 4. sæti í maí hefði ég samþykkt það á staðnum. Í dag myndi ég ekki taka slíku tilboði. Við sitjum í þriðja sæti og erum að ná að skilja ‘baráttanumfjórðasæti-pakkann’ frá okkur og því er næsta rökrétta skref einfaldlega að fara að berjast við City og Chelsea um efsta sætið.

Spilamennska liðsins er þokkaleg um þessar mundir. Við áttum sigurinn skilið í að minnsta kosti 4/6 af leikjunum í þessari sigurhrinu og náðum í öll stigin í leikjunum þar sem við spiluðum illa. Við sigrum þegar við spilum illa, við sigrum þegar við spilum vel. Hljómar eins og win-win situation í mínum eyrum. Maður er farinn að sjá greinilegt handbragð Louis van Gaal á liðinu. Leikmennirnir eru oft á ná verulega flottum spilaköflum í leikjum liðsins og baráttan er fyrirmyndar. Það er þó nóg pláss fyrir framfarir en meðan við erum að sigra leiki er erfitt fyrir okkur stuðningsmennina að vera óánægðir.

Louis van Gaal hefur þó fullan rétt á því og hann er ekki alveg fyllilega sáttur með spilamennsku okkar manna. Eftir Liverpool-leikinn hafði hann þetta að segja:

We have scored wonderful goals and we kept the shape very good, but in spite of the goals we gave a lot of chances away, and that was every time we gave unnecessary balls away. It’s very important that we win the games, because then they [leikmennirnir] believe in the philosophy, but we have to improve.

Hann er ekkert að plata sjálfan sig og þessir sigrar eru ekkert að stíga honum til höfuðs. Það er afskaplega traustvekjandi. Óneitanlega spyr maður sig þó að þessari spurningu: Ef við getum sigrað Liverpool 3-0 án þess að spila á fullri getu, hvað gerist þá þegar liðið fer að spila á fullri getu?

Aston Villa

Frá því að Martin O’Neill fór frá Villa hefur liðið verið fast í miðjumoðinu og það hefur ekki verið nein breyting frá því á þessu tímabili. Liðið er í 13. sæti, 6 stigum frá fallsæti, 7 stigum frá Evrópusæti. Liðið byrjaði þetta tímabil reyndar afskaplega vel og var með 10 stig eftir 4 leiki en síðan þá hefur liðið bara náð í 9 stig í leikjunum 12 eftir þessa fínu byrjun. Í þessum 12 leikjum hefur liðið skorað 6 mörk. Á öllu tímabilinu hefur liðið aðeins náð að koma boltanum 10 sinnum í markið og það þrátt fyrir að hafa fengið Tom Cleverley til liðs við sig. Benteke og Agbonlahor og fleiri félagar eru því ekkert að stressa sig við það að skora mörk þó það muni án efa breytast gegn vörninni okkar á morgun.

Gengi liðsins hefur þó aðeins skánað undanfarnar vikur og í síðustu 6 leikjum hefur liðið bara tapað einum, gegn WBA um síðustu helgi. Þar á undan unnu Villa-menn baráttu sigra gegn Leicester og Palace og á undan því komu þrjú jafntefli gegn Southampton, Burnley og West Ham.

United ætti að vinna þetta Aston Villa lið en þrátt fyrir ekkert sérstakt gengi á þessu tímabili geta drengirnir hans Paul Lambert leynt á sér. Þetta er vinnusamt lið þar sem menn vinna fyrir heildina enda er liðið algjörlega laust við einhverja stjörnu eða lúxus-leikmann. Frá því að Lambert tók við árið 2012 hafa Villa-menn átt það til að stríða stóru liðunum og hafa þeir m.a. sigrað Liverpool, Arsenal, City og Chelsea undir stjórn Lambert. Þessi leikur verður því ekkert gefins og okkar menn gætu þurft að hafa fyrir hlutunum eins og í nóvember 2012 þegar Hernandez þurfti að redda málunum eins og sjá má hér fyrir ofan.

Kieran Richardson er í banni. Joe Cole, Senderos, Westwood, Baker og Kozak eru allir frá vegna meiðsla og ég geri ráð fyrir að Tom Cleverley megi ekki spila gegn United enda á lánssamningi. Hann væri líklega hvort sem er ekki með enda að jafna sig eftir heimsókn Roy Keane á dögunum.

Líklegt byrjunarlið:

Guzan
Cissokho
Clark
Okore
Hutton
Delph
Sanchez
Bacuna
Weimann
Agbonlahor
Benteke

United

Louis van Gaal hélt blaðamannafund í dag og þar kom ýmislegt fram. Luke Shaw er byrjaður að æfa. Angel di Maria verður líklega á bekknum og Falcao gæti mögulega kannski byrjað leikinn eftir fínar frammistöður á æfingum í vikunni:

He has shown fitness in the training sessions so maybe I shall select him. Wait and see.

Burtséð frá því hvort að hann byrji á morgun er allavega afskaplega fínt að geta átt mann eins og Falcao inni núna í jólatörninni þegar það er mikilvægt að geta róterað mönnum án þess að það bitni á frammistöðu liðsins. Van Gaal minntist ekkert á Rojo og því gerum við ráð fyrir því að hann sé heill. Smalling og Blind eru enn meiddir og verða það eitthvað áfram.  Van Gaal minntist einnig á að Fellaini væru veikur og hann verður ekki með á morgun.

Eftir að hafa slaufað 3-4-1-2 í upphafi tímabils er kerfið að koma með comeback og hefur verið notað í síðustu tveimur útileikjum og gegn Liverpool. Það sneri á ný gegn Arsenal en fram að því hafði liðið ekki unnið útileik á tímabilinu. Við sáum það svo aftur gegn Southampton á útivelli og því höfum við náð í einu útisigra okkar á þessu tímabili með þessu kerfi. Það kæmi mér því ekkert gríðarlega á óvart ef við sjáum það aftur á morgun.

1
De Gea
5
Rojo
6
Evans
4
Jones
18
Young
16
Carrick
8
Mata
21
Herrera
25
Valencia
10
Rooney
20
Van Persie

Það er þó ýmislegt í þessu. Carrick gæti dottið í miðvörðinn ef einhver varnarmannana okkar er tæpur sem verður að teljast líklegt en í fjarveru Fellaini mun Carrick þó án efa byrja á miðjunni. Rooney gæti einnig dottið niður á miðjuna eða í holuna, Mata farið niður á miðjuna eða bekkinn og Wilson eða Falcao byrjað frammi.

Það er þétt dagskrá framundan og einhver lið munu misstíga sig í þessari jólatörn. Það er mikilvægt að við séum ekki eitt af þeim liðum sem misstígur sig og ég geri kröfu um 10+ stig í þessum fjórum leikjum. Ég vil sjá okkur setja pressu á toppliðin tvo og fyrsta skrefið er þessi leikur gegn Aston Villa.

Við sjáum hvað setur og þetta kemur allt í ljós á morgun stundvíslega klukkan 15.00.

Efnisorð: Aston Villa Upphitun 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi says

    19. desember, 2014 at 17:30

    Gæða upphitun :)

    Ég vil sjá svipað lið og í seinustu viku nema Falcao fremstan frekar en Wilson

    0
  2. 2

    Keane says

    19. desember, 2014 at 21:50

    Mata, rvp, rooney.

    0
  3. 3

    Betri Árangur says

    19. desember, 2014 at 23:16

    Klára svo 7 í röð.
    Aston Villa nafnið hefur frá barnsaldri alltaf minnt mig á borðtenniskúlu, skrítið.

    0
  4. 4

    Andri H. Oddsson says

    20. desember, 2014 at 01:50

    Frábær upphitun! Ég vill núna sjá Falcoa starta þennan leik. Hann á skilið að sýna okkur afhverju hann á skilið samning hjá United.

    0
  5. 5

    Hjörvar Ingi says

    20. desember, 2014 at 10:03

    Hvað er fólk að hafa útskriftarveislur á sama tíma og United leikur er

    0
  6. 6

    Egill G says

    20. desember, 2014 at 11:41

    Flott upphitun, gaman að geta fengið lesa svona fyrir leik. Ekkert minna en 0-2 sigur!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress