• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

QPR 0:2 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 17. janúar, 2015 | 19 ummæli

Fyrri hálfleikur

Þessi leikur fór ekkert sérstaklega af stað. Og greinilegt að það hentaði QPR bara ágætlega að spila gegn þessari 3-5-2 taktík. En þegar aðeins var liðið á hálfleikinn átti Falcao gott færi eftir fína sendingu frá Mata en Green í marki QPR varði vel.

View image | gettyimages.com

En fyrir utan þetta þá var sóknaruppbygging hæg og fyrirsjáanleg. Fyrir utan ótalmörg skipti þar sem boltanum var hreinlega leikið til andstæðinga. Rooney var slakur á miðjunni og Di Maria augljóslega ekki framherji og óskiljanleg tilraun til að spila honum sem slíkum hélt áfram í dag. Markalaus fyrri hálfleikur staðreynd.

View image | gettyimages.com

Seinni hálfleikur

Ein breyting var gerð á liði United í hálfleik en þá var Mata tekinn af velli og í hans stað kom Fellaini. Kom kannski einhverjum á óvart en Mata hafði verið sæmilegur í fyrri hálfleik en hafði þó nælt sér í gult spjald fyrir brot á Barton. Eftir um 13 mínútna leik hafði Fellaini sett mark sitt á leikinn þegar hann kláraði vel úr dauðafæri í vítateig QPR. Gaman var að sjá hann hlaupa til Januzaj til að fagna markinu.

View image | gettyimages.com

Á 57. mínútu var Evans tekinn af velli og Wilson kom í hans stað. Framherji fyrir miðvörð. Þetta gat aðeins þýtt að van Gaal væri loksins að breyta um kerfi. Di Maria var færður á miðjuna og Wilson fór upp á topp Falcao til samlætis. Sú breyting lífgaði töluvert upp á liðið en liðið var samt meira og minna í vörn það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það átti United nokkrar liprar skyndisóknir og t.d. þessi hefði alveg mátt enda með marki.

http://www.raududjoflarnir.is/wp-content/uploads/2015/01/B7kY5HDIQAAujoU.mp4

Það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma að annað mark United leit dagsins ljós. Wilson átti ágætt skot sem Green varði vel en náði frákastinu og afgreiddi það snyrtilega í netið.

http://www.raududjoflarnir.is/wp-content/uploads/2015/01/wilson-skorar-gegn-qpr.webm

2-0 sigur eftir mjög slaka frammistöðu staðreynd.

View image | gettyimages.com

Maður leiksins

Það stóð sig enginn framúrskarandi vel í þessum leik en Fellaini fannst mér fínn og átti fínan leik eftir að hann kom inná.

Byrjunarlið

1
De Gea
17
Blind
5
Rojo
6
Evans
4
Jones
25
Valencia
10
Rooney
16
Carrick
8
Mata
7
Di Maria
9
Falcao

Bekkur

Valdes, Smalling, McNair, Januzaj, Herrera, Fellaini, Wilson

Efnisorð: Leikskýrslur QPR 19

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    DMS says

    17. janúar, 2015 at 15:28

    Fjandinn hafi það. Hvenær fáum við að sjá Van Gaal taka þetta?
    https://www.youtube.com/watch?v=v7hEqCdAwjs

    0
  2. 2

    Bósi says

    17. janúar, 2015 at 15:32

    Rooney upp Di Maria niður a miðjuna ! plz Loui !

    0
  3. 3

    Ingvar says

    17. janúar, 2015 at 15:48

    Sama hörmungin, langar að hrista hollenska þrjósku apann !!!

    0
  4. 4

    Hjörtur says

    17. janúar, 2015 at 16:34

    Alveg hörmung að horfa á þetta. Jú vissulega búnir að drulla á einu marki og það gerði sá hárprúði. En meiga þakka fyrir að hafa ekki fengið á sig mark þegar þetta er skrifað, en þökk sé klaufaskapar QPR. HÖRMUNG.

    0
  5. 5

    Keane says

    17. janúar, 2015 at 17:02

    Ánægður með Wilson, sýndi vilja og dugnað allan tímann sem hann fékk. Skilaði sér í flottu marki. En Þessi 3 hafsenta misþyrming gengur ekki mikið lengur….

    0
  6. 6

    DMS says

    17. janúar, 2015 at 17:52

    Jæja vonum að Van Gaal átt sig á að þetta kerfi er ekki að ganga upp. Fannst ég strax sjá breytingu eftir að hann tók Evans út og setti Wilson upp á topp með Falcao. Hefði viljað sjá Falcao klára allavega eitt af þessum 2 dauðafærum sem hann fékk, hann þarf sjálfstraust. Ég er samt á því að hann gæti verið of hægur fyrir okkur, en hann hefur nokkra mánuði til að sannfæra okkur um varanleg kaup.

    Það er oft sem að stjórar bíta eitthvað í sig og halda því endalaust til streitu til að reyna að afsanna kenningar blaðamanna og annarra. Finnst Van Gaal vera svolítið kominn í þann pakkann með þetta kerfi sitt.

    En 3 stig eru 3 stig. Þegar maður skoðar tölfræðina eftir leikinn þá sést að við vorum mun meira með boltann en við virðumst aldrei gera neitt úr því. Rooney var slakur í dag, Di Maria ekki að finna sig frammi. Ég held að bestu leikmennirnir hafi verið varamennirnir Wilson og Fellaini.

    0
  7. 7

    Sigurjón Arthur says

    17. janúar, 2015 at 17:54

    Carrick og DDG menn leiksins, engin vafi í mínum huga ! Hefðum fengið á okkur 2-3 mörk ef þessir snillingar hefðu ekki verið með í dag.

    0
  8. 8

    Valdi Á. says

    17. janúar, 2015 at 18:07

    Það er einn leikmaður sem stendur sig alltaf og hann spilar alla leiki. DE GEA! Gott að liðið sé með hann rammanum. Var stundum bara eins leikmenn væru að reyna að senda á QPR leikmann. Fyrri hálfleikur var eins og að horfa á málningu þorna, ekkert að gerast. Næstu 5 leikir eiga að vera sigurleikir. Vil bara sjá 4-4-2 í næstu leikjum svo liðið geti farið spila eins og það á að gera. 3 stig í dag á erfiðum útivelli ljós punktur og núna er það bara að halda áfram að hala inn stigum svo 3-4 sæti verði niðurstaðan í maí.

    0
  9. 9

    Jón Þór Baldvinsson says

    17. janúar, 2015 at 18:47

    Eftir a[ Wilson kom inná breyttist leikurinn all verulega. Mér finnst Falcao og Wilson saman frammi allveg frábær blanda. Greyið fálkinn var bara óheppinn í dag að setjva ekki 2-3 mörk. En þessir tveir virðast ná rosalega vel samann.

    0
  10. 10

    Heiðar says

    17. janúar, 2015 at 18:49

    Þarf nú hreinlega að fara að gefa van Gaal gula spjaldið fyrir þetta 3-5-2 rugl. Væri þá ekki allavegana hægt að prófa að hafa Rooney frammi og Di Maria á miðjunni en ekki öfugt? Hvorugur að fúnkuera í núverandi hlutverki.

    0
  11. 11

    Karl Garðars says

    17. janúar, 2015 at 20:27

    1. Maður sá strax að það vantaði allar krullur í þetta lið á móti QPR!
    2. Rooney á miðju og Di Maria frammi….?? Góði Gaal, farðu og leggðu þig!!
    3. Er skýrsluhöfundur að klikka á highlightum?? Það var tekin fremur óhefðbundin hornspyrna í leiknum… #philjones

    0
  12. 12

    Stefan says

    17. janúar, 2015 at 21:39

    Wilson og Fellaini voru bestir, frábærar skiptingar

    0
  13. 13

    Stefan says

    17. janúar, 2015 at 21:40

    og De Gea að sjálfsögðu

    0
  14. 14

    Magnús Þór says

    18. janúar, 2015 at 01:44

    @Karl Garðars
    Það var svo óvenjulegt að undirritaður steingleymdi því. Phil Jones tók í alvörunni tvær hornspyrnur í leiknum.

    0
  15. 15

    Hannes says

    18. janúar, 2015 at 01:52

    Gaman að fá 3 stig en hvernig væri nú að fara drullast til að vinna leiki sannfærandi og þar sem David De Gea er ekki alltaf maður leiksins ?? Vona að van gaal hætti þessu 5-3-2 bulli enda tók það ekki nema 2 mínótur að skora eftir að hann breytti um taktík. Hefðum verið að ræða um janftefli eða tap ef hann hefði ekki skipt um taktík.

    0
  16. 16

    Rúnar Þór says

    18. janúar, 2015 at 03:19

    getur einhver útskýrt fyrir mér hver taktíkin er á bakvið það að láta góðann skallamann (phil jones) taka hornspyrnur? Hann er ekkert það góður spyrnumaður. Falcao óheppinn að skora ekki, í fyrra færinu í seinni hálfleik kom smá snerting frá varnarmanni og þess vegna skoraði hann ekki. Svo vantaði örlítið uppá sendinguna frá Wilson í skallafærinu. Þetta dettur inn fyrir Falcao, hef litlar áhyggjur af því svo lengi sem hann helst heill. Las einhvers staðar að við ættum ekki að bjóða rvp nýjan samning heldur kaupa Falcao, er sammála því eins og staðan er núna. Falcao er líka yngri :) Hann djöflast líka meira fyrir liðið finnst mér þó hann missi stundum boltann.

    0
  17. 17

    Kjartan Jónsson says

    18. janúar, 2015 at 16:12

    Við verðum að fara spila demantinn, með 4 menn aftast.

    ——-Rooney—-Wilson/Falcao
    —————Mata
    ——-DiMaria–Herrera
    ———Blind/Carrick
    Shaw, Rojo, Jones, Valencia
    ————De Gea

    0
  18. 18

    Tryggvi Páll says

    18. janúar, 2015 at 21:44

    @Rúnar Þór

    Ég er aðeins búinn að pæla í þessu með Phil Jones og hornin og eina skýringin sem ég sé er þessi: Það hefur verið lagt upp með að fá snúning inn að markinu úr hornspyrnunum. Hornið var tekið vinstra megin frá og því þurfti hægri fótar mann til þess að ná snúning inn að markinu. Velflestir leikmenn United inn á í þessum leik voru vinstri fótar menn og því var ekki úr miklu að velja fyrir hornin vinstra megin frá. Flestir hefðu bent á Rooney en eina skýringin hlýtur að vera að LvG vilji hafa hann inn í teig í hornspyrnum. Valencia myndi bara negla boltanum fast meðfram jörðinni og því sjálfkjörinn út úr þessum aðstæðum. Carrick hefur yfirleitt það hlutverk að hlaupa á nærstöngina og skalla boltann áfram. Valið stendur því á milli Jones og Smalling og af þeim er Jones eflaust betri spyrnumaður. Þetta var samt mjög sérstakt og rúmlega það.

    @Kjartan Jónsson

    Við erum einmitt að fara að spá aðeins í þessi leikkerfi og fyrsta greinin um það birtist á morgun. Stay tuned.

    0
  19. 19

    Rauðhaus says

    19. janúar, 2015 at 14:46

    Sennilega er þetta rétt hjá Tryggva með Jones og hornin.
    Ég hefði þó fyrirfram talið eðlilegast að Rooney tæki hornin vinstra megin en LvG hefur talið þetta betra, þ.e. betra að Jones taki spyrnuna og Rooney sé í teignum heldur en öfugt. Svosem bæði rök með og á móti því.
    Að því sögðu þá finnst mér þessi umræða alger stormur í vatnsglasi. Þó Phil Jones sé enginn David Beckham varðandi spyrnutækni þá er þetta samt atvinnumaður í fótbolta og landsliðsmaður Englands. SAF spilaði honum gjarnan á miðjunni og það kom m.a.s. fyrir að hann var ekki „dýpstur“ á miðjunni í þeim tilvikum. Margfaldir landsliðsmenn og atvinnumenn í fótbolta geta langflestir spyrnt boltanum ágætlega fyrir úr hornpyrnum (Valencia er einn fárra sem getur það mögulega ekki).

    Svo má nú alveg benda á að mönnum finnst ekkert óeðlilegt þegar sumir leikmenn skokka aftur og aftur til að taka hornspyrnur, sama hversu ömurlegar þær eru trekk í trekk. Í þeim tilvikum eru það nefnilega leikmenn sem menn hafa bitið í sig að séu svo góðir í fótbolta og hljóti því bara að taka æðislegar hornspyrnur. Nefni Di Maria sem dæmi um þetta, hann tekur stundum hornspyrnur hægra megin frá sem eru iðulega stoppaðar af fyrsta varnarmanni. Samt kvarta voða fáir yfir því en grípa umsvifalaust fyrir andlitið þegar Phil Jones tekur tvær hornspyrnur! Annað dæmi er Eden Hazard. Ég minnist þess að hafa lesið tölfræði (frá síðasta eða þarsíðasta tímabili) þar sem hann var með lélegustu tölfræðina yfir hornspyrnur í deildinni (af þeim sem höfðu tekið margar).

    Ég tek samt alveg undir að það er skrítið að sjá Jones taka hornspyrnur og sennilegast er hann ekki best til þess fallinn. Hins vegar er þetta ekkert eitthvað atriði sem bara út fyrir hans getu að framkvæma! Það sýndi sig líka að hann tók tvær hornspyrnur, sú fyrri var í meðallagi en seinni skölluð burt af fremsta manni. Bara svona á pari við það sem okkar dýrustu og bestu sóknarmenn hafa verið að skila í sömu hlutverkum.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress