• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Pistlar Taktík

Besta byrjunarliðið – Maggi

Magnús Þór skrifaði þann 23. janúar, 2015 | 1 ummæli

Minnum á upphitunina fyrir bikarleikinn gegn Cambridge United.

Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!

Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu á mánudaginn. Á þriðjudaginn kom Bjössi með sitt álit, á miðvikudaginn lét Spaki maðurinn ljós sitt skína og í gær birti Sigurjóni sitt óskabyrjunarlið. Nú er komið að Magga:

Hver kannast ekki við að horfa á fótboltaleik og kvarta yfir liðsvalinu. Af hverju er A alltaf að spila og af hverju B alltaf á bekknum. Svo held ég að allir stuðningsmenn (og konur) séu búnir að fá nóg af 3-5-2, 3-4-1-2, 5-3-2 eða hvað sem þetta heitir. Ég setti mig því í hlutverk knattspyrnustjórans og valdi sterkasta liðið að mínu mati. Afraksturinn ætti ekki að koma mjög á óvart.

View image | gettyimages.com

Fyrra liðsvalið er lið sem ætti með sóknarþunga sínum að kaffæra flestöll minni liðin í deildinni. Þvílíkt úrval af sóknarmönnum sem van Gaal hefur úr að moða.

Taktíkin sem ég myndi velja fyrir þetta tilefni er nokkurs konar útgáfa af 4-3-3.

1
De Gea
3
Shaw
5
Rojo
12
Smalling
2
Rafael
7
Di Maria
16
Carrick
21
Herrera
10
Rooney
8
Mata
9
Falcao

Miðvarðarparið myndi vera Marcos Rojo og Chris Smalling sem hafa verið jafnskástir varnarmenn liðsins í vetur. Bakverðir yrðu Rafael da Silva sem er miklu betri kostur en Antonio Valencia alla daga vikunnar og tvisvar á sunnudögum og Luke Shaw sem hefur sýnt hvað hann getur þegar hann spilar.

View image | gettyimages.com

Þriggja mann miðjan yrði skipuð Angel Di Maria, Michael Carrick og Ander Herrera. Þeir ættu að gefa nægjulegt jafnvægi milli varnar og sóknar. Michael Carrick myndi jafnvel vera aðeins fyrir aftan hina tvo.

View image | gettyimages.com

Í holunni myndi ég vilja sjá Wayne Rooney og Juan Mata. Rooney hefur margsýnt það hversu mikilvægur hann er fyrir liðið og Mata leikur yfirleitt prýðilega gegn veikari andstæðingum.

View image | gettyimages.com

Á toppnum leikur Radamel ‘El Tigre’ Falcao. Hann hefur leikið betur en Robin van Persie á tímabilinu að mínu mati. Jújú van Persie er búinn að skora meira en hann hefur líka fengið að spila út í hið endalausa. Falcao þykir mér líka vera duglegri í að vinna fyrir liðið.

View image | gettyimages.com

Gegn sterkari liðunum (Chelsea, Man City t.d.) myndi ég nota sömu taktík með örlitlum áherslubreytingum.

1
De Gea
3
Shaw
5
Rojo
12
Smalling
2
Rafael
21
Herrera
16
Carrick
31
Fellaini
7
Di Maria
10
Rooney
9
Falcao

Vörnin yrði óbreytt enda er ekki að ástæðulausu talað um að stilla eigi upp óbreyttri varnarlínu.

Miðjan myndi breytast aðeins. Marouane Fellaini myndi koma inn fyrir Mata og leika við hlið Carrick. Ander Herrera yrði áfram á sínum stað. Með tilkomu Fellaini kemur aðeins meira ‘stál’ á miðjuna og hver man ekki eftir því hvernig hann át Cesc Fabregas þegar United mætti Chelsea fyrr í vetur. Angel Di Maria myndi leika við hlið Wayne Rooney og yrði hraði hans mikilvægur þegar kæmi að skyndisóknum.

View image | gettyimages.com

Radamel Falcao myndi áfram vera á toppnum enda er hann Radamel f*cking Falcao.

View image | gettyimages.com

Leikmenn eins og Ashley Young og Daley Blind hafa leikið vel að mestu leyti í vetur en ég tel þá ekki eiga að vera fyrsta kost í Manchester United. Blind samt mögulega síðar. Einnig vilja einhverjir sjá Robin van Persie þarna en ég tel mig hafa útskýrt ágætlega hvers vegna hann varð ekki fyrir valinu.

View image | gettyimages.com

Svo vil ég líka benda á að aðrir leikmenn myndu samt fá töluvert af leikjum enda sleppa engin lið við meiðsli. Sérstaklega ekki Manchester United.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Sigurjón Arthur Friðjónsson says

    23. janúar, 2015 at 09:03

    Þið erum svo miklir spekingar allir saman að það er yndislegt að lesa þetta allt saman ! Þegar hlutirnir eru settir fram á svona fagmannlegan hátt þá skiptir engu hvort að maður sé 100 % sammála eður ei….þetta er umfram allt uppbyggilegt og skemmtilegt :-)

    Takk fyrir mig !
    kv,
    SAF

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress