• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir

Club América 0:1 Manchester United

Tryggvi Páll skrifaði þann 18. júlí, 2015 | 9 ummæli

Manchester United vann fyrsta æfingaleik tímabilsins þegar liðið mætti Club America í Seattle. Fyrir leikinn voru helstu spurningarmerkin hvaða leikkerfi yrði fyrir valinu og hvar Memphis Depay og Adnan Januzaj myndi spila. Við fengum svör við þessu öllu saman í nótt.

Liðið sem spilaði fyrri hálfleik var svona, í einhverskonar 4-2-3-1/4-4-1-1

Johnstone
Shaw
Blind
Jones
Darmian
Schneiderlin
Carrick
Young
Depay
Mata
Rooney

David de Gea og Antonio Valencia voru ekki með vegna smávægilegra meiðsla. Memphis var í holunni rétt fyrir aftan Rooney en annað var tiltölulega hefðbundið.

Leikurinn var ekki nema 5 mínútna gamall þegar Morgan Schneiderlin stimplaði sig inn hjá Manchester United. Eftir hornspyrnu frá hægri barst boltinn til Juan Mata sem kom boltanum á fjærstöng. Þar var Schneiderlin mættur og hann skallaði boltann yfir markmann Club América og inn í markið.

http://www.raududjoflarnir.is/wp-content/uploads/2015/07/530EFAACA11234026739324628992_30d738511a5.4.3.7610753576830623839.mp4

 

Það var við hæfi að Schneiderlin skyldi skora markið því að fyrri hálfleikurinn snerist alfarið um hann. Hann var allstaðar á vellinum að tækla og komast inn í sendingar og ég veit ekki hvað og hvað. Varnarlína United var hátt uppi á vellinum og það var erfitt fyrir leikmenn Club að komast í gegnum hana. Þeim tókst nokkrum sinnum að stinga boltanum inn fyrir hana en þá var Sam Johnstone alltaf mættur í úthlaupin en hann átti einnig verulega fínan hálfleik.

Darmian átti góðan hálfleik, studdi vel við Mata á hægri kantinum og var öruggur í öllum sínum varnaraðgerðum. Það er erfitt að benda á nákvæmlega hvað það er en hann passar bara einhvernveginn mun betur þarna í hægri bakvörðinn en Valencia.

View image | gettyimages.com

 

Young var sprækur á vinstri kantinum ásamt Shaw. Daley Blind var heppinn að gefa ekki víti en hann og Jones unnu annars vel saman. Rooney átti nokkuð hljóðlátan leik og fyrir aftan hann var Memphis nokkuð sprækur. Ákvarðanataka hans var á köflum kannski ekki alveg nógu góð, í eitt skipti hefði hann getað sent Ashley Young inn fyrir en ákvað að taka skot. Það kemur allt saman. Það vakti þó athygli mína að hann vildi ALLTAF fá boltann þegar United var í sókn. Hann er greinilega ekki kominn til United til þess að vera einhver áhorfandi.

Spilamennskan í fyrri hálfleik var heilt yfir ágæt. Menn náðu oft góðum og hröðum spilköflum sem opnuðu Club America. Vörnin vann vel en það var Schneiderlin sem átti þennan fyrri hálfleik.

Liðið sem hóf seinni hálfleik var svona:

Lindegaard
Blackett
Evans
Smalling
McNair
Bastian
Herrera
Pereira
Januzaj
Lingard
Wilson

Það var góð keyrsla í upphafi seinni hálfleiks hjá United. Januzaj og Pereira fengu báðir góð færi en skot þeirra láku rétt framhjá stönginni. Pereira virkaði alveg sérstaklega frískur og var mjög sprækur á vinstri kantinum. Bastian Schweinsteiger kom auðvitað inn á í og menn tóku strax eftir því að hann var farinn að segja mönnum til:

Schweinsteiger already looks like an established senior player. Coaching Pereira, telling Lindegaard to be more vocal.

— Rob Dawson (@RobDawsonMEN) July 18, 2015

Það voru óreyndir menn í bakvarðarstöðum United og í fremstu víglínu og eftir öfluga byrjun gekk þeim illa að halda boltanum. Herrera og Schweinsteiger reyndu að róa hlutina en ungu strákarnir voru æstir og vildu helst alltaf ná úrslitasendingum í fyrstu tilraun. Blackett gerði sig sekan um að missa boltann allt of oft frá sér og Lingaard, Januzaj og Wilson ætluðu sér alltaf að skora um leið og þeir fengu boltann.

Þegar þeir sýndu smá þolinmæði komu flottar sóknir frá United. Januzaj var nálægt því að skora er markmaður Club varði bylmingsskot hans eftir flotta sókn upp hægri kantinn. Herrera skallaði rétt framhjá eftir aukaspyrnu Schweinsteiger og Paddy McNair skaut í varnarmann úr mjög góðu færi eftir flott spil frá Pereira og Lingaard.

View image | gettyimages.com

 

United átti að vinna þennan leik stærra en heilt yfir gekk þetta ágætlega. Schneiderlin og Pereira voru bestu mennirnir í sitthvorum hálfleik. Markmennirnir stóðu sig jafnframt vel þegar á þurfti að halda. Schweinsteiger spilaði af sínum klassa, Darmian virðist koma með öryggi í bakvarðarstöðuna og Memphis lofar góðu.

Liðið spilaði mjög vel á köflum og nýju mennirnir líta mjög vel út og því varla hægt að kvarta yfir neinu.

Nokkur tíst

Van Gaal on MUTV: 'I wanted to see our defensive organisation, that was the main aspect. I am satisfied about that [how they played].' #mufc

— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 18, 2015

LVG not impressed with pitch. "In England we use them only for football. Not One Direction entertainment."

— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2015

https://twitter.com/doronsalomon/status/622269182516834304

Van Gaal will be particularly delighted with Schneiderlin's goal. Bemoaned #mufc's lack of height and threat at set-pieces last season.

— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 18, 2015

A new look Manchester United beginning to take shape. pic.twitter.com/uSWtjQWMzY

— The Peoples Person (@PeoplesPerson_) July 18, 2015

Menn keppast um að stýra leikmannalestunum

Búinn að vera að bíða með yfirlýsingar, en núna er þetta ákveðið. Ég sé um Pereiralestarstjórnina í vetur. #djöflarnir

— Bjorn Bjornsson (@bjornfr) July 18, 2015

Ég verð lestarstjóri á Schneiderlin vagninum í vetur. Stóriðja.

— Birkir Vilhjálmsson (@birkirhrafn) July 18, 2015

Það voru 46857 áhorfendur á þessum glæsilega velli í nótt:

PIC: CenturyLink Field in Seattle for United vs Club America. #MUtour pic.twitter.com/6R5OoXJOzr

— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2015

Næsti leikur er svo á miðnætti þann 22. júlí gegn San Jose Earthquakes.

*uppfært* Eins og bent hefur verið á er leikurinn ekki á miðnætti heldur kl. 03.00 um nóttina.

Efnisorð: Club America Leikskýrslur Tour 2015 9

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    18. júlí, 2015 at 08:43

    Takk fyrir góða skýrslu svona fljótt eftir leik á svona skrýtnum tíma :)

    En hvað halda menn, verður pláss fyrir Pereira í liðinu eða fer hann á láni?

    0
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    18. júlí, 2015 at 09:48

    Mér finnst að hann ætti að fá sénsinn í vetur.

    Er ekkert hrifinn af því að við séum að eltast við Pedro, hann kemur ekki með neitt sem Pereira, Janusaj og Wilson geta ekki komið með.

    Ef keyptur er topp senter ætti Wilson líklega að fara á lán og fá spilatíma

    0
  3. 3

    Einar says

    18. júlí, 2015 at 09:50

    Þvílíkt snilld að vakna og detta beint í frábæra umfjöllun.
    Vel gert Rauðu djöflarnir!

    0
  4. 4

    Arnar says

    18. júlí, 2015 at 10:07

    Eru leikirnir ekki sýndir á mutv? Eina sem ég gat séð var heimildarmynd um forlan

    0
  5. 5

    Karl Gardars says

    18. júlí, 2015 at 11:02

    Ég er nú staddur í tuskuhúsinu á einhverju tjaldsvæði og straumurinn sem ég horfði á í æpöddunni var alla vega með MUTV merkinu í horninu.
    Að leiknum: þessi kaup eru meiriháttar! schneiderlin var alveg hreint magnaður um allan völl. Hinir voru mjög flottir auk þess sem Pereira var ferskastur í seinni. Johnstone fannst mér vera öruggur í markinu.
    Við áttum að mér sýndist að fá á okkur víti en það slapp.
    Ég verð að segja að ég er búinn að bíða eftir þessum 2 háklassa miðjumannskaupum síðan Keano fór. Þó Carrick sé flottur þá er hann of mikið séntilmenni á köflum. Ég vil sjá tæklingareltihrelli sem gefur allt í leikinn alltaf þannig að spil andstæðingsins fái ekki sekúndufrið. Þetta sá ég í Schneiderlin í nótt og varð svo innilega glaður!!! Àn þess að maður sé neitt að missa sig yfir einum leik sko….. :-)

    0
  6. 6

    Björn Friðgeir says

    18. júlí, 2015 at 12:34

    MUTV var með þetta beint, en bara í UK og Írlandi, lokað fyrir það í öðrum löndum

    United býður uppá að kaupa aðgang að einstökum leikjum á netinu
    http://unitedlive.manutd.com/

    ansi mikið dýrara en í fyrra!

    0
  7. 7

    Arnar Már Ármannsson says

    18. júlí, 2015 at 13:45

    Skemmtileg grein og er virkilega ánægður með hvað þið eruð virkir (greinar, podcöst, fréttir o.fl.). Takk fyrir mig!
    Þú talar um að næsti leikur sé á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta er einmitt það sem ég hélt líka fyrst og er enn að vona svona innilega að sé rétt því þá gæti maður alveg vakað eftir honum. En hef síðustu daga verið að sjá dagskrá hjá t.d. Sky sem segir leikinn á sama tíma og leikurinn nú í nótt. Fór svo á official síðuna og sé þá að það er líklega rétt, því miður.

    http://www.manutd.com/en/Fixtures-And-Results.aspx

    0
  8. 8

    Björn Friðgeir says

    18. júlí, 2015 at 15:09

    Ætli tímanum hafi ekki verið breytt þegar leikurinn var færður. Þeir sem sjá um leikdagatalið hér á síðunni hafa ekki uppfært enn.

    0
  9. 9

    Einar T says

    18. júlí, 2015 at 17:29

    Takk fyrir frábæra umfjöllun… spennandi tímar finnst manni allt í einu eftir að þessir fínu nýju leikmenn komu í hópinn.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress