• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Suðurstrandargæjarnir á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. nóvember, 2019 | Engin ummæli

United fer á suðurströndina á morgun og hittir þar fyrir Bournemouth í hádegisleiknum.

Fyrir tveim vikum síðan hefði útileikur haft í för með sér grátur og gnístran tanna og líklegast hefði upphitarinn alfarið komið sér framhjá því að minnast á gengi liðsins á útivöllum. En síðan þá hafa komið þrír útisigrar í röð og nú þarf sá fjórði að koma til að viðhalda góðu gengi liðsins.

Það er líklega engin tilviljun að það er koma til eftir endurkomu Anthony Martial í liðið, og líka Daniel James. Liðið er ólíkt beittara framávið núna og Marcus Rashford hefur blómstrað. En ákvörðunin að spila með sterkt líð á móti Chelsea er að bíta aðeins núna og Rashford, Harry Maguire og Victor Lindelöf voru allir í sérstakri skoðun í dag vegna meiðsla og efi um þeir geti leikið á morgun.

Þó að vel hafi gengið undanfarið vitum við að hópur þeirra leikmanna sem treystandi er á er ekki stór og þar sem Axel Tuanzebe er líka frá framyfir landsleikjahlé er ekki laust við að við horfum örlítið skelkuð á haffsentaparið sem gæti byrjað í þessari uppstillingu á morgun

1
De Gea
53
Williams
16
Rojo
4
Jones
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
21
James
15
Pereira
14
Lingard
9
Martial

Það má nokkuð víst telja að ef Maguire og Lindelöf eru báðir frá þá verður ekki um þriggja miðvarða uppstillingu að ræða, og eins að Martial verður einn frammi ef Rashford er meiddur.

En þrátt fyrir allt þetta þá eiga þessir leikmenn engu að síður að geta unnið þennan leik eins og þá síðustu.

Bournemouth

Lið Bournemouth situr í 10. sæti deildarinnar, þremur sætum á eftir United, en með jafnmörg stig. Það segir ýmislegt um það hvar United er í baráttunni og ekki síður hversu mikilvægt er að vinna þennan leik til að þokast nær efstu liðum.

Bournemouth byrjuðu ágætlega í deildinni með sigrum móti Aston Villa, Everton og Southampton, sem eru reyndar ekki sterkustu liðin, og í síðustu fjórum leikjum hafa þeir gert jafntefli við West Ham, Norwich og Watford og tapað fyrir Arsenal. Það verður ekki sagt að þessi úrslit eigi að hræða of mikið jafnvel þó að gengi United hafi verið jafn brösugt og raun ber vitni.

Eddie Howe er ekkert að flækja hlutina og stillir upp í 4-4-2

Ramsdale
Rico
Aké
Cook
Smith
H Wilson
Billing
Lerma
Fraser
King
C Wilson

Það flækir eilítið málin að þeir Fraser og Harry Wilson virðast eiga það til að skipta um kanta en skjótum svona á þetta. Liðið skoraði ekki mark í október en tvö af fyrrnefndum jafnteflum voru einmitt markalaus. Við skjótum því á að United taki upp siðinn frá því fyrir landsleikjahlé og taki tvíundarkerfið á þetta og vinni 1-0 á morgun

Leikurinn er sem fyrr segir hádegisleikur og hefst kl 12:30

 

Efnisorð: Harry Maguire Marcus Rashford Upphitun 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress