• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Mánudagspælingar

Ef og hefði?

Zunderman skrifaði þann 4. desember, 2020 | 4 ummæli

Ef Martial hefði nýtt annað tveggja dauðafæranna? Hefði Fred ekki hent sér í tæklingu á gulu spjaldi eða Solskjær gripið í taumana og skipt honum út af. Þá væru sögurnar aðrar og bjartara yfir.

Embed from Getty Images

Í hvert skipti sem Manchester United tapar leik fara sögurnar á kreik um vankunnáttu Ole Gunnar Solskjær. Að þessu sinni kunnuglegt stef um reynsluleysiog einfeldningsskap eftir tapið gegn Paris St. Germain. Röksemdir gagnrýninnar snúast um tvennt. Annars vegar einfaldlega að umræðan eftir leik snýst um hver vann og hver tapaði, hins vegar að viðvörunarljós voru á lofti um að Fred myndi fá rautt spjald.

Ein sókn getur dimmu í dagsljós breytt.

Fótbolti er leikur þar sem úrslitin velta á smáatriðum. Samanborið við aðrar boltaíþróttir, svo sem körfubolta eða handbolta þar sem skorað er svo að segja í hverri sókn og þar með fátíðara að úrslit ráðist á einni þeirra, ræðst fótbolti oft á einu marki, einni sókn.

Því þessi eina sókn ræður svo miklu er erfitt að meta frammistöðuna í köldu hlutlægu ljósi. Það er kannski nú fyrst á síðustu árum með aukinni tölfræði sem hægt er að mæla undirliggjandi atriði sem benda til þess hvort liðið hafi staðið sig betur. Það er líka svo að af því þessi eina sókn ræður svo miklu að áhættan sem er tekinverður stór og skilar því annað hvort háum vinningi eða miklu tapi. Allt þetta var að verkum á miðvikudagskvöld.

United yfirspilaði PSG

Eftir að United lenti undir strax í byrjun vann liðið sig inn í leikinn. Svo að segja frá 20. – 65. mínútu, ígildi hálfleiks, var það United sem réði ferðinni í leiknum. Á þessum tíma skoraði liðið verðskuldað mark og klúðraði minnst tveimur algjörum dauðafærum.Vissulega var Fred stálheppinn að fá ekki rautt spjald fyrir að nudda hausnum upp við Paredes (betri dómarar en ég verða að útskýra hvers vegna hann slapp)
og eftir það hægði hann ekki mikið á sér í tæklingunum.

Embed from Getty Images

En orka hans og McTominay gerði United kleift að pressa PSG framarlega og í raun ráða miðjunni. Hæpið er að þessi orka hefði komið með Pogba eða Matic, sem voru til vara.Solskjær tók áhættu með að halda Fred inn á í hálfleik. Í rúmar 20 mínútur gekk það upp. Og það er kannski hæpið að segja að sú áhætta hafi kostað United mikið, annað mark PSG var komið þegar hann var rekinn út af og United spilaði ekki illa síðustu 20 mínúturnar en vissulega var erfiðra að reyna að snúa leiknum aftur.

Þarna hafði reyndar Thomas Tuchel brugðist við yfirburðum United og eiginlega snúið leiknum við með að tefla fram Ander Herrera til að fá ferska fætur inn á miðjuna. En hann var ekki nema rétt búinn að því.

Lokaatlagan

Önnur áhætta sem Solskjær tók var undir lokin þegar hann skipti Odion Ighalo inn á. Það var fullkomlega réttlætanlegt. Þrátt fyrir að PSG væri einum færri virtist United enn eiga séns á að skapa sér færi, einkum með að koma boltanum fram og vinna skallaeinvígi sem Ighalo hefði getað gert. Eftir allt hefði jöfnunarmark tryggt United áfram svo það var þess virði að reyna. Niðurstaðan var hins vegar að boltinn tapaðist og mark skapaðist eftir sókn í gegnum svæðið sem Wan-Bissaka hefði trúlega annars valdað

.En það er kannski þegar allt þetta er skoðað þegar gagnrýnin um reynsluleysi og mistök Solskjær verður súr. Ef Martial hefði nýtt annað færanna, jafnvel bæði, hefði United verið í kjörstöðu og Solskjær verið hrósað fyrir að snúa enn einu sinniá Parísarliðið. Þá hefði Fred kannski tollað inn á. Eða ef Ighalo hefði unnið einn skallabolta og komið Greenwood eða Bruno í færi?

Boltinn er hnöttóttur

Þetta gekk ekki upp. En það eru eftiráskýringar að hegna stjóranum fyrir þær. Réttara væri að hrósa honum fyrir að láta vaða.Það má kannski sjá á þessu tímabili að breidd United er að aukast. Á bekknum eru leikmenn sem líklegri eru en áður til að snúa leikjum sem fara illa af stað. Solskjær virðist líka sýna þor til að taka þær ákvarðanir, bæði að henda Cavani inn á í hálfleik gegn Southampton, en líka til að standa með Fred í að yfirspila miðju PSG.

„Boltinn er hnöttóttur,“ sagði Sepp Herberger, þjálfarinn sem gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1954. Með því meinti hann að þrátt fyrir allt er boltinn hnöttóttur og þegar hann lendir er stundum engin leið að segja hvert hann spýtist, sama hversu viðbúnir þeir eru.

Embed from Getty Images

Var rétt að halda Fred inni? Var ekki barnaskapur, heldur miklu frekar áhætta sem gat skilað stórum vinningi en gekk ekki upp. Hver er lærdómurinn af því? Að þora ekki aftur eða þora aftur og treysta á að það vegni betur? Að skríða inn í skelina og pakka í vörn? Er það sem við viljum? Viljum við ekki akkúrat láta vaða og henda einum sóknarmanni inn í viðbót í von um að jafna þótt það geti kostað eitt mark í viðbót fari allt á versta veg?

Efnisorð: Anthony Martial Fred Ole Gunnar Solskjær 4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Thorleifur says

    4. desember, 2020 at 20:50

    Algjörlega sammála áhættunni sem Ole tók,vil frekar taka séns til að jafna eða sigra heldur en að verjast til að tapa ekki stærra 💪👍👍

    4
  2. 2

    Cantona7 says

    4. desember, 2020 at 21:21

    Akkúrat. Mjög góður pistil. Oft stutt á milli hláturs og gráturs og vogum vinnur – vogum tapar. Ef við viljum hafa mann í brúnni sem tekur sjénsa þegar þarf þá er arfavitlaust að garga hann niður uppfullir af 100% eftirávisku (allir vita betur eftir á) þegar gamblið gengur ekki upp.

    2
  3. 3

    Konni says

    4. desember, 2020 at 23:19

    Fannst Ole gera allt til þess að vilja vinna leikinn

    4
  4. 4

    Valdi says

    5. desember, 2020 at 05:25

    Mér fannst einmitt við vera betri en PSG allan leikinn. En svona er boltinn stundum. Vinnum bara Leipzig

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress