• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Mánudagspælingar

Mánudagspælingar

Ef og hefði?

Zunderman skrifaði þann 4. desember, 2020 | 4 ummæli

Ef Martial hefði nýtt annað tveggja dauðafæranna? Hefði Fred ekki hent sér í tæklingu á gulu spjaldi eða Solskjær gripið í taumana og skipt honum út af. Þá væru sögurnar aðrar og bjartara yfir.

Embed from Getty Images Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Fred Ole Gunnar Solskjær 4
Mánudagspælingar

Mánudagspælingar

Runólfur Trausti skrifaði þann 7. desember, 2015 | 2 ummæli

Jákvæðir mánudagar?

Nú hugsa margir; hvað í fjandanum er til að vera jákvæður yfir?
Mjög góð spurning. Eftir einhver átta 0-0 jafntefli í síðustu 20 leikjum er eðlilegt að menn séu orðnir pirraðir, guð einn veit að ég er orðinn það (hér er augljóslega átt við Eric „God“ Cantona en ekki faðir Jesú Krists).

Á morgun er mikilvægasti leikur tímabilsins hjá United, og þá fyrst sjáum við úr hverju liðið er gert. Það er bókstaflega, að duga eða drepast. Eða svona næstum. Sigur og liðið er áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Tap og endurkoma Manchester United í Meistaradeildina er jafn aumingjaleg og endurkoma Liverpool í fyrra. Lesa meira

Efnisorð: Louis van Gaal 2
Leikmenn Mánudagspælingar

Mánudagspælingar 2015:10

Runólfur Trausti skrifaði þann 26. október, 2015 | 9 ummæli

Mánudagspælingar vikunnar snúast að framherja málum liðsins og þá aðallega Wayne Rooney.

Wayne Rooney

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef ekki verið hrifinn af Wayne Rooney síðastliðin tvö ár, jafnvel þrjú. Ég skildi allavega ekki af hverju hann spilaði alltaf á bakvið Robin Van Persie á síðasta tímabilinu hans Sir Alex Ferguson. Á meðan var leikmaður á borð við Shinji Kagawa var geymdur á bekknum eða á vinstri vængnum. Ekki skánuðu hlutirnir undir stjórn David Moyes eða Louis Van Gaal. Þegar hann var svo kominn djúpur á miðjuna í fyrra var mér öllum lokið. Lesa meira

Efnisorð: Wayne Rooney 9
Mánudagspælingar

Mánudagspælingar 2015:09

Runólfur Trausti skrifaði þann 24. ágúst, 2015 | 4 ummæli

Góðan og blessaðan daginn dömur mínar og herrar.
Mánudagspælingarnar í dag eru í raun Mánudagspæling. Ég er einfaldlega að velta fyrir mér hvort Louis Van Gaal sé of varfærinn í leikaðferð sinni (þið, lesendur góðir, megið endilega segja hvað ykkur finnst í kommentakerfinu).

Nú geri ég mér fulla grein fyrir að Van Gaal er ekki Sir Alex Ferguson og hver stjóri er með sinn eigin leikstíl. Einnig skil ég að Van Gaal metur possession fótbolta og á meðan maður hefur boltann er ekki hægt að fá á sig mark. Það sem truflar mig óstjórnlega er samt hversu rosalega passífur hann er oft á tíðum. Eins og í leiknum á laugardaginn þegar hann tekur Bastian Schweinsteger af velli. Vissulega, til að halda sama formi á liðinu er eðlilegast að setja Michael Carrick inn á, EN þú ert að spila á Old Trafford, það eru 59 mínútur búnar og mótherjinn er Newcastle. Með fullri virðingu. Það er í góðu lagi að skella Ander Herrera inn á og fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn, sérstaklega ef miðað er við hversu vel Herrera og Mata náðu saman á síðari hluta síðasta tímabils. Lesa meira

Efnisorð: Louis van Gaal 4
Mánudagspælingar

Miðvikudagspælingar

Runólfur Trausti skrifaði þann 19. ágúst, 2015 | 6 ummæli

Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem Mánudagspælingarnar voru í fríi þessa vikuna sökum endurkomu liðsins í Meistaradeild Evrópu þá bjóðum við upp á Miðvikudagspælingar í staðinn. Pælingar vikunnar snúast að spilamennsku liðsins í byrjun tímabils og markmannsmálum liðsins, þá aðallega Sergio Romero.

Frammistaða liðsins

Frammistaða Manchester United hefur verið á milli tannana á fólki í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Spilamennskan þykir minna full mikið á leiki liðsins í fyrra sem voru ekki beint sú skemmtun sem United stuðningsmenn hafa átt að venjast undanfarin ár. Það á sér þó allt sínar skýringar, ný andlit ásamt því að menn eru ekki komnir í alveg nægilega gott leikform spilar hvað stærstan hluta. Í umræddum leikjum hafa allir nýliðarnir verið inn á einhverjum tímapunkti en það eru fimm ný andlit, það segir því sjálft að það mun taka tíma fyrir þá að slípa sig saman. Ef til vill sáum við byrjunina á því í gær en þar átti Memphis frábæran leik og hefði í raun átt að skora þrennu en hann klúðraði algjöru dauðafæri eftir frábæran undirbúning Luke Shaw og Wayne Rooney. Það verður þó að taka fram að liðið var að spila við vægast sagt vængbrotið Club Brugge lið en það á að hafa vantað 4-5 leikmenn í byrjunarlið þeirra. Nú bíður maður bara spenntur eftir næsta leik, sem er í hádeginu á laugardag gegn Newcastle. Lesa meira

6
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um 115. þáttur – Erum við of svartsýn?
  • Arni um Bayern Munich 4:3 Manchester United
  • Zorro um Bayern Munich 4:3 Manchester United
  • Hjöri um Bayern Munich 4:3 Manchester United
  • Egill um Bayern Munich 4:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress