Lesefni Pistlar Ritstjóraálit Stjórinn

Louis Van Gaal: Uppgjör

Louie Louie, oh no
Sayin’ we gotta go, yeah yeah, yeah yeah yeah
Said Louie Louie, oh baby
Said we gotta go

Þó brottför Louis Van Gaal hafi ekki alveg verið háttað eins og fyrsta versið í laginu Louie Louie eftir The Kingsmen er háttað þá hefur Hollendingurinn yfirgefið Manchester United eftir tvö ár við stjórnvölin.

Þó svo að margir hafi viljað sjá hann klára síðasta árið af samningnum sínum þá eru enn fleiri sem telja að samband Manchester United við Van Gaal hafi staðið of lengi. Hvað þá fyrst Portúgali að nafni José Mourinho sé á lausu í dag. Samkvæmt könnun sem var gerð nýlega meðal þeirra stuðningsmanna félagsins sem mæta á leiki þá vildu 80% sjá stjórann fara í sumar. Lesa meira

Staðfest Stjórinn

Louis van Gaal sagt upp störfum *staðfest*

Louis van Gaal hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Manchester United, aðstoðarmenn hans, þeir Albert Stuivenberg, Frans Hoek og Max Reckers fylgja Van Gaal út um dyrnar. Manchester United hefur staðfest þetta.

Ed Woodward segir

I would like to thank Louis and his staff for their excellent work in the past two years culminating in winning a record-equalling 12th FA Cup for the club (and securing him a title in four different countries). He has behaved with great professionalism and dignity throughout his time here. He leaves us with a legacy of having given several young players the confidence to show their ability on the highest stage. Everyone at the club wishes him all the best in the future.“ Lesa meira

Stjórinn

José Mourinho á leiðinni

Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var ekki byrjaður þegar fréttir bárust frá öllum helstu miðlum: José Mourinho verður nýr framkvæmdastjóri Manchester United í næstu viku. Það sem var ólíkt fyrri fréttum af sama efni var að miðlar á borð við Daily Telegraph og BBC birtu þetta eftir eigin heimildum, án þess að vitna í aðra sem er venjan með slúður.

Þegar bikarinn var unninn voru þessar fréttir orðnar á alla vitorði og það er vel skiljanlegt að Louis van Gaal hafi svarað þessu með að taka bikarinn inn með sér á blaðamannafundinn eftir leikinn og notað hann til að svara fyrir sig Lesa meira