Djöflavarpið

Podkast Rauðu djöflanna – 29. þáttur

Maggi, Runólfur, Björn Friðgeir og Sigurjón settust niður ræddu málefni líðandi stundar, til dæmis leikinn gegn Arsenal, leikmenn eins og Rooney, Carrick og Memphis, og þau orð sem Mourinho hefur látið falla undanfarið um hugarfar ákveðinna leikmanna.

Smávægileg mistök urðu í upptöku á þessu podkasti sem gerir það að verkum að hljóðgæði eru örlítið lakari en gengur og gerist. Við biðjumst velvirðingar á því! Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Norwich 0:1 Manchester United

Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást. Lesa meira

Félagaskipti Leikmenn Staðfest

Memphis Depay er leikmaður Manchester United

Memphis Depay er opinberlega orðinn leikmaður Manchester United. Þetta var tilkynnt rétt í þessu:

Eins og allir vita var gengið frá þessum kaupum snemma í maí-mánuði en nú er allir lausir endar hnýttir og þessi gríðarlega efnilegi leikmaður getur farið að leika listir sínar fyrir Manchester United. Lesa meira

Félagaskipti Opin umræða

Memphis Depay er á leiðinni til Manchester United

Louis van Gaal og Ed Woodward ætla greinilega að klára sín viðskipti snemma. Einhverjir voru hræddir um að United myndi vera svo upptekið af Bale-eltingarleik að Memphis myndi einfaldlega gleymast eða jafnvel enda hjá Liverpool, PSG eða öðrum liðum. Kaupverðið er sagt vera um 22 milljónir punda. Lesa meira