Enska úrvalsdeildin

Norwich 0:1 Manchester United

Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Sunderland 1:2 Manchester United

Þegar haldið er á útivöll gegn neðsta liðinu er eðllegt að stilla upp til sóknar og það gerði Moyes í dag. Mest á óvart kom þó að Adnan Januzaj fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði

De Gea

Rafael Vidic Jones Evra

Nani Carrick Cleverley Januzaj

Rooney Van Persie

Bekkurinn: Lindegaard, Smalling, Giggs, Valencia, Kagawa, Welbeck, Hernandez.

Það byrjaði ekki glæsilega leikurinn hjá United. Sunderland var þegar búið að eiga 2-3 sóknir þegar Giaccherini stakk sér framhjá Evra á hægri kantinum, gaf inn á teiginn þar sem Phil Jones hreinsaði beint í fæturnar á Vidic sem gjörsamlega klúðraði að taka á móti boltanum, missti hann frá sér og Craig Gardner var fyrstur til og skoraði örugglega. Lesa meira

Æfingaleikir Opin umræða Slúður

Ef það er sunnudagsmorgun þá hlýtur þetta að vera fréttapakki

Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.

Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár. Lesa meira