• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Adnan Januzaj

Djöflavarpið

Djöflavarpið 39. þáttur – Victor Lindelöf, Cristiano Ronaldo og enginn kvennabolti

Magnús Þór skrifaði þann 22. júní, 2017 | 2 ummæli

Maggi, Halldór, og Björn Friðgeir settust niður og ræddu kaupin á Victor Lindelöf, söluna á Adnan Januzaj, mögulega brottför Chris Smalling ásamt uppgjöri á Ronaldo slúðrinu sem lifði ekki heila viku og af hverju ósköpunum Manchester United er ekki með kvennalið.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Alvaro Morata Chris Smalling Cristiano Ronaldo Ivan Perisic Kvennaboltinn Slúður Victor Lindelöf 2
Enska úrvalsdeildin

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins: Vor uppgjör

Runólfur Trausti skrifaði þann 22. mars, 2017 | 2 ummæli

Það hefur margt átt sér stað síðan í byrjun janúar þegar við skoðuðum síðast hvað væri í gangi í yngri liðum félagsins. Rennum yfir það helsta í leikmannamálum fyrst.

    • Miðjumaðurinn Sean Goss var seldur til Q.P.R. á 500 þúsund pund.
    • Bakvörðurinn Joe Riley gekk til liðs við Sheffield United á láni en liðið situr í fyrsta sæti í þriðju efstu deild á Englandi. Riley sem var hugsaður sem byrjunarliðsmaður lenti hins vegar í því að fara úr axlarlið á æfingu og hefur því aðeins leikið tvö leiki með liðinu. Hvort hann nái fleiri leikjum með liðinu verður að koma í ljós.
    • Sam Johnstone fékk að fara á lán eftir að Joel Pereira kom til baka úr láni. Hefur Johnstone staðið vaktina hjá Aston Villa síðan og staðið sig með prýði. Eftir erfiða byrjun á árinu hefur liðið rétt úr kútnum og hefur Johnstone haldið hreinu í 5 af síðustu 6 leikjum.
    Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'xDlCQ9WtQtNJIsUHtC_Vzw',sig:'ta36nXROFInjf2GLlQfJxJV57FntZsMSffqQNxWGqdM=',w:'500px',h:'336px',items:'653175406',caption: false ,tld:'com',is360: false })});
      • Cameron Borthwick-Jackson virðist loksins kominn úr misheppnuðu láni hjá Wolves. Hann hefur ekki spilað mínútu með Wolves og var engan veginn í myndinni. Lambert hafði svo litla trú á honum að samkvæmt mjög undarlegu ákvæði í lánssamningnum mátti hann spila með U23 ára liði United gegn Porto í einhverskonar B-liða Evrópukeppni. United neitaði víst að borga Wolves það sem þeir höfðu borgað fyrir lánið í upphafi og því neitaði Wolves að rifta samningnum. Afleiðingar þess voru til að mynda þær að Wolves fékk Sam Johnstone ekki á láni og má reikna með að United muni ekki selja né lána leikmenn til Wolves á næstunni.
      • Adnan Januzaj er inn og út úr liðinu hjá Sunderland. Hann hefur því ekki heillað mikið en hann átti ágætis spretti í þeim fáu sigurleikjum sem Sunderland hefur landað undanfarið. Því miður virðist Sunderland dauðadæmt til að falla og lítið um það að segja. Framtíð hans hjá United er líklega ráðin en undirritaður er þó viss um að strákurinn gæti átt góðan feril í úrvalsdeildinni.
      Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'_bu2BrKWQKVdhz6BYpBNsg',sig:'GKUs84SK5m9AT1aTEPY9GWo8WJB6vjNr62N6shzX79Y=',w:'500px',h:'335px',items:'654874722',caption: false ,tld:'com',is360: false })});
      • Andreas Pereira er þriðji lánsmaður United með íslenskan samherja en Sverrir Ingi var keyptur til Granada í janúar. Því miður virðist það ekki ætla að bjarga liðinu frá falli. Það jákvæða við þetta lán er að Pereira byrjar alla leiki Granada og svo virðist sem José Mourinho hafi mikla trú á honum og er í stöðugu sambandi við hann og umboðsmann hans. Spurning hvað strákurinn gerir á næstu leiktíð. Að lokum verðum við að taka fram að Pereira lagði upp fyrsta mark Sverris í La Liga nú á dögunum.

      https://twitter.com/BeingRedDevil/status/843639483333402625

      U23 ára liðið

      Áður en Sean Goss gekk til liðs við Q.P.R þá skoraði hann meðal annars eina mark U23 ára liðsins í 3-1 tapi gegn Manchester City þar sem Regan Poole lét reka sig útaf snemma leiks. Sömuleiðis lét hann verja frá sér vítaspyrnu í 1-0 sigri gegn Liverpool í næstu umferð. Var sigurinn kærkominn enda liðinu gengið illa og kom sigurmarkið í lok uppbótartíma. Leikurinn svipaði mjög til beggja leikja aðalliðanna í vetur en það var lítið um færi og bæði lið mjög varfærin. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Andreas Pereira Sam Johnstone u18 u23 Yngri liðin 2
Enska úrvalsdeildin

Norwich 0:1 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 7. maí, 2016 | 10 ummæli

Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Juan Mata Leikskýrslur Matteo Darmian Memphis Depay Norwich City Wayne Rooney 10
Enska úrvalsdeildin

Sunderland 1:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 5. október, 2013 | 24 ummæli

Þegar haldið er á útivöll gegn neðsta liðinu er eðllegt að stilla upp til sóknar og það gerði Moyes í dag. Mest á óvart kom þó að Adnan Januzaj fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði

De Gea

Rafael Vidic Jones Evra

Nani Carrick Cleverley Januzaj

Rooney Van Persie

Bekkurinn: Lindegaard, Smalling, Giggs, Valencia, Kagawa, Welbeck, Hernandez.

Það byrjaði ekki glæsilega leikurinn hjá United. Sunderland var þegar búið að eiga 2-3 sóknir þegar Giaccherini stakk sér framhjá Evra á hægri kantinum, gaf inn á teiginn þar sem Phil Jones hreinsaði beint í fæturnar á Vidic sem gjörsamlega klúðraði að taka á móti boltanum, missti hann frá sér og Craig Gardner var fyrstur til og skoraði örugglega. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Leikskýrslur Sunderland 24
Æfingaleikir Opin umræða Slúður

Ef það er sunnudagsmorgun þá hlýtur þetta að vera fréttapakki

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. júlí, 2013 | 5 ummæli

Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.

Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Australian A-Stars Cesc Fabregas Danny Welbeck Jesse Lingard Leikskýrslur Ryan Giggs Tour 2013 Wayne Rooney Wilfried Zaha Yohan Cabaye 5
  • Page 1
  • Page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress