• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Danny Welbeck

Enska úrvalsdeildin

Botnlið Watford heimsótt á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. desember, 2019 | 4 ummæli

Það fer að líða að jólum og eins og alltaf er góð törn í ensku knattspyrnunni þá og hefst á morgun þegar botnlið Watford kemur í heimsókn á Old Trafford tekur á móti okkar mönnum. Eins og svo oft áður kom slæmur leikur í kjölfar góðra og jafnteflið gegn Everton þýddi að liði er ekki eins nálægt fjórða sætinu og ella. Á morgun mætast Tottenham og Chelsea þannig að sigur United á Watford kemur liðinu algjörlega í baráttuna, ekki síst ef Chelsea vinnur ekki

En það er orðið langt síðan að við fórum inn í leik gegn botnliðinu á Old Trafford algerlega fullviss um að sigurinn væri formsatriði. United á að vinna þennan leik á morgun en það er stórhættulegt að gera ráð fyrir að sú verði raunin Lesa meira

Efnisorð: Brandon Williams Danny Welbeck Ismaïla Sarr 4
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:2 Tottenham Hotspur

Sigurjón skrifaði þann 1. janúar, 2014 | 26 ummæli

Úfff, þetta voru svo sannarlega svekkjandi úrslit svo ekki sé meira sagt. Tottenham sækir annan sigur sinn í röð á Old Trafford, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 1989. Förum aðeins yfir þetta, byrjum á liðinu:

De Gea

Smalling Vidic Evans Evra

Carrick Cleverley

Valencia Rooney Januzaj

Welbeck

Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Fletcher, Kagawa, Young, Hernandez.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti af hálfu United, liðið spilaði að manni fannst 4-4-1-1, mjög hátt á vellinum, voru grimmir í pressunni og héldu boltanum vel. Welbeck var sprækur frammi og miðjan öll að gera bara fína hluti. Valencia var sérstaklega sprækur, með Rose gjörsamlega í vasanum og krossaði boltanum trekk í trekk, eitthvað sem hefur varla sést í allan vetur. Þrátt fyrir alla þessa krossa þá náði United ekki að skapa sér nein hættuleg færi, maður var alltaf að bíða eftir því að boltinn rataði á einhvern United mann sem myndi hamra honum í netið, en í staðinn fóru allir boltar í lappirnar á varnarmönnum Tottenham. Þetta tíst segir í raun allt sem segja þarf: Lesa meira

Efnisorð: Danny Welbeck Leikskýrslur Tottenham Hotspur 26
Æfingaleikir Opin umræða Slúður

Ef það er sunnudagsmorgun þá hlýtur þetta að vera fréttapakki

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. júlí, 2013 | 5 ummæli

Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.

Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Australian A-Stars Cesc Fabregas Danny Welbeck Jesse Lingard Leikskýrslur Ryan Giggs Tour 2013 Wayne Rooney Wilfried Zaha Yohan Cabaye 5
Æfingaleikir Slúður

Með sunnudagssteikinni

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. júlí, 2013 | 6 ummæli

Fyrsti leikur United undir stjórn David Moyes fór fram í gær. Liðið keppti við úrvalslið tælensku deildarinnar sem kenndi sig við ódáinsmjöðinn Singha.

Liðið stillti upp í 4-5-1, eða 4-2-3-1 svo:

Amos

Fabio Ferdinand Evans Büttner

Carrick Cleverley

Januzaj Anderson Giggs

Welbeck

Büttner meiddist í fyrri hálfleik þannig að Rafael kom inn á og tvíburarnir spiluðu síðan í síðum stöðum. Í seinni hálfleik komu Jones, Lingard og Zaha inn á fyrir Giggs, Cleverley og Anderson og loks Evra fyrir Fabio. Lesa meira

Efnisorð: Adnan Januzaj Ben Amos Danny Welbeck David Moyes Fabio Leikskýrslur Singha XI Tour 2013 Wilfried Zaha 6
Leikmenn Ritstjóraálit Sagan

Þetta er það sem félagið snýst um

Tryggvi Páll skrifaði þann 27. september, 2012 | 5 ummæli

Manchester United er stórt félag með gríðarlegar tekjur og auglýsingastarfsemi. Oft hefur maður heyrt stuðningsmenn annarra liða gagnrýna liðið okkar fyrir hvað mikið virðist snúast um um auglýsingasamninga og fjármál. Glazerarnir eru svo auðvitað óþolandi byrði á félaginu með sínar skuldir og fáranlega hátt miðaverð. Maður er farinn að eyða ótæpilegum tíma í að lesa um fjármál félaga og mikill tími þess sem fer í að lesa um United og enska boltann fer í að lesa um eitthvað annað en það sem gerist inná vellinum. Stundum fær maður alveg nóg af þessu. Lesa meira

Efnisorð: Danny Welbeck Tom Cleverley 5

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Steve Bruce um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress