• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:0 Brentford

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 5. apríl, 2023 | 1 ummæli

Í kvöld tók Manchester United á móti Brentford á Old Trafford en það var einmitt eftir 4-0 ósigur gegn þeim í 2. umferð deildarinnar sem Erik ten Hag lét menn hlaupa 13,4km eins og frægt er orðið. Erik ten Hag stillti loks upp liðinu án Wout Weghorst en Martial var þó ekki í byrjunarliðinu.

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
39
McTominay
15
Sabitzer
25
Sancho
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

Leikurinn var gífurlega mikilvægur sérstaklega í ljósi þess að Newcastle United fór með sigur af hólmi um helgina og jafnaði okkur að stigum en þeir eru með talsvert betri markatölu en við. Newcastle gerði sér lítið fyrir og slátraði West Ham á sama tíma og United marði Brentford. Góðu fréttirnar eru þær að Martial er að verða leikfær og liðið spilar margfalt betur með hann í fremstu línu og Rashford á vinstri kantinum en slæmu fréttirnar eru þær að Luke Shaw fór meiddur af velli eftir hálftíma leik.

Leikurinn var talsvert betri en leikurinn gegn Newcastle um helgina en fyrstu 15-20 mínúturnar áttu heimamenn með húð og hári. Brentford komst varla yfir miðju og yfirburði United voru gríðarlegir en þó gekk illa að skapa hættuleg færi. United tók þó loksins forystuna eftir 27 mínútna leik eftir eina af fjölmörgum hornspyrnum United í fyrri hálfleik. Brentford, sem eru nú þekktir fyrir að vera sterkir í föstum leikatriðum, náðu ekki að hreinsa langt út úr teignum en ýttu línunni hátt upp á sama tíma og boltanum var vippað yfir varnarlínuna.

Embed from Getty Images

Marcel Sabitzer var fljótur að átta sig á aðstæðum og gerði árás á markið og tókst að vera fyrstur á boltann og skallaði hann þægilega fyrir fætur Rashford sem hafði orðið eftir í rangstöðunni en tókst að komast fyrir aftan Austurríkismanninn áður en hann kom við boltann. Rashford kontraði boltann auðveldlega framhjá David Raya í markinu og skoraði eina mark leiksins.

Allan leikinn virkaði United hafa ágætis tök á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Það var ekki fyrr en eftir klukkustundarleik að Brentford fóru að sækja af einhverjum krafti og féll þeirra besta færi í skaut Þjóðverjans Shade sem kom inn á sem varamaður. Ivan Toney átti þá fallega hælsendingu og Shade potaði boltanum inn fyrir varnarlínuna í fyrsta, framhjá Varane og komst einn á móti markmanni en David de Gea var vel á verðinum, kom fljótt út á móti og lokaði á hann. Raunar fór skotið beint í de Gea sem svo lenti í samstuði við sóknarmanninn og lá óvígur eftir en gat þó haldið leik áfram.

Embed from Getty Images

Eftir að Fred og Martial komu inn á virtist flæðið í sókninni verða mun betra. United skapaði sér helling af hálffærum en náði þó ekki að nýta sér þau og því urðu síðustu mínúturnar óþægilega taugaveiklaðar en Brentford virtust ekki vera á þeim buxunum að leggja mikið á sig til að jafna svo 1-0 sigur var þægileg staðreynd.

United á næst hádegisleik við Everton á laugardaginn en Everton gerðu okkur einmitt greiða með því að stela stigum af Tottenham á mánudaginn. En United verður að sækja þrjú stig úr þeim leik því Tottenham mætir Brighton og Brentford tekur á móti Newcastle í sömu umferð og því bókað mál að einhver lið í kringum okkur í töflunni tapi stigum.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Einar says

    5. apríl, 2023 at 22:56

    Þrjú stig en ekki var liðið sannfærandi.

    0

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Einar um Chelsea mætir á Old Trafford í miðri viku
  • Elis um Newcastle 1:0 Manchester United
  • Tómas um Newcastle á morgun
  • Dór um Newcastle á morgun
  • Tòmas um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress