• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United heimsækir Moyes

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 6. maí, 2023 | 1 ummæli

United mætir í heimsókn á London Stadium til West Ham á sunnudaginn, 7. maí, klukkan 18:00. West Ham berst núna við falldrauginn en fyrir umferðina sitja þeir í 15. sæti fjórum stigum frá fallsæti. Á meðan situr United í fjórða sæti, fjórum stigum á undan Liverpool en eiga þó leik til góða á bítlaborgarfélagið. Það er ótrúlega mikilvægt að United vinni þennan leik eftir vonbrigðin gegn Brighton í miðri viku. Það eru ekkert sérstakar fréttir fyrir United að leikurinn sé á útivelli enda hefur liðið verið talsvert sterkara á heimavelli en á útivelli á leiktíðinni. United hefur fengið 24 stig úr 17 útileikjum á tímabilinu en 39 stig úr 16 leikjum á heimavelli. Svipaða sögu má segja með West Ham en þeir hafa fengið 22 stig úr 16 heimaleikjum en aðeins 12 úr 17 útileikjum.

Það er alltaf erfitt að mæta liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu og leikurinn gegn West Ham allt annað en gefins 3 stig. Þá gæti kalt vatn runnið milli skins og hörunds United stuðningsmanna að mæta West Ham með lávaxna vörn og markmann sem er oft límdur við línuna, þar sem þeir vita að David Moyes hatar ekkert að láta lið sín dúndra fyrirgjöfum inn í box andstæðinga sinna. United liðið hefur virkað frekar lúið í lok síðustu leikja, óskandi að lið nái aðeins að hrista af sér slenið, þrátt fyrir leik á fimmtudaginn og sæki þrjú stig til Lundúna.

Ég myndi telja að flestir stuðningsmenn United átti sig á meiðslavandræðunum sem klúbburinn er í, sérstaklega í hafsenta stöðunni, Luke Shaw hefur þó verið að standa sig prýðilega sem hafsent með Victor Lindelöf (ef frá er talið vítið sem hann gaf í síðasta leik). Það eru þrír á meiðsla lista West Ham og helst bera nefna Kurt Zouma sem meiddist um daginn og verður líklegast ekki með um helgina, það gengur þá vonandi betur fyrir United að skora.

Líkleg byrjunarlið

United

1
De Gea
20
Dalot
23
Shaw
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
25
Sancho
8
Fernandes
21
Antony
10
Rashford

West Ham

1
Fabianski
3
Cresswell
21
Ogbonna
27
Aguerd
24
Kehrer
41
Rice
28
Soucek
8
Fornals
11
Paquetá
20
Bowen
9
Antonio

 

Ég ætla að skjóta á það að Erik Ten Hag geri tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Brighton. Ég myndi halda að Eriksen komi aftur inn í stað Fred, brasilíumaðurinn var þó ágætlega sprækur gegn Brighton en ég held að Ten Hag hafi stillt honum upp gegn Brighton til þess að „matcha“ hlaupagetu og snerpu Brighton liðsins. United mun að öllum líkindum halda meira í boltann gegn West Ham og því Eriksen talsvert betri kostur. Þá held ég að Sancho geti byrjað í stað Martial og Rashford fari upp á topp, Martial var ekkert sérstakur gegn Brighton svo sem eins og allt United liðið. Það kæmi mér samt svo sem ekkert á óvart ef Martial byrjar fram yfir Sancho.

Frá því 2010 haf þessi lið mæst 32 sinnum í öllum keppnum og hefur United unnið 19 sinnum og West Ham fimm sinnum. Peter Bankes verður dæmir leikinn, hann hefur dæmt 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, gefið 79 gul spjöld, ekkert rautt og ekki eina vítaspyrnu. Þetta verður fyrsti United leikurinn sem hann dæmir á tímabilinu en fjórði West Ham leikurinn.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    s says

    7. maí, 2023 at 12:09

    Must win leikur

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress