• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:1 Crystal Palace

Björn Friðgeir skrifaði þann 30. september, 2023 | 16 ummæli

Liðið var eins og upphitunin spáði fyrir.

24
Onana
4
Amrabat
2
Lindelöf
19
Varane
20
Dalot
7
Mount
16
Casemiro
10
Rashford
8
Bruno
28
Pellistri
11
Højlund

Varamenn: Bayındır, Evans, Maguire, Eriksen, Hannibal, McTominay, Van de Beek, Garnacho, Martial

United tók völdin í leiknum frá upphafi en fyrsta fína færið kom þegar Guéhi átti skalla rétt framhjá og United fór beint í sókn, Höjlund komst inn fyrir en þó hann kæmi boltanum framhjá Johnsone, en Tyrick Mitchell var réttur maður á réttum stað og hreinsaði áður en boltinn gat lekið í netið.

Nokkuð hægðist svo á leiknum, United hélt boltanum mikið aftarlega á vellinum og síðan gáfu þeir aðeins eftir, Palace átti tveggja mínútna góðan kafla sem endaði á aukaspyrnu Eze frá vinstri, boltinn fór gegnum allan teigin og Joachim Andersen var óvaldaður fjær í teignum og smellhitti boltann alveg uppvið slá. 1-0 fyrir Palace.

Strax í næstu sókn United kom boltinn fyrir Casemiro utan teigs, og hann tók viðstöðulaustu skot, en rétt framhjá. Ákefð United jókst mjög eftir markið, hefðu betur ekki gefið eftir þarna um miðjan hálfleikinn. Samt tókst Palace einhvern veginn að vera meira ógnandi þegar þeir komu upp og vörn United hafði heilmikið fyrir hlutunum.

Slakur fyrri hálfleikur, United átti erfitt með að skapa og komu varla boltanum á samherja þannig að máli skipti.

United byrjaði seinni hálfleikinn svipað og þann fyrri, réði lögum of lofm, en komst hins vegar ekkert áfram gegn stífri vörn. Loksins kom skot Bruno Fernandes utan teigs sem Sam Johnstone arði prýðilega í horn, fyrsta ógn við markið í hálfleiknum á 56. mínútu. United hélt uppi pressu og rétt á eftir varði Johnstone aftur mjög vel, í þetta skiptið skalla frá Rasmus Höjlund.

Fyrsta skiptingin kom eftir klukkutíma leik, Alejandro Garnacho inná fyrir Pellistri. Rashford færðist þá yfir hægra megin.

Palace komst í fyrsta skipti eitthvað áfram rétt á eftir, en það endaði með skoti beint á Onana.

En United hélt áfram sömu pressu, og alla jafna sama bitleysið. Loksins þegar skapaðist hætta við mark Palace var það þegar Garnacho óð upp að endamörkum, gaf fyrir og boltinn fór af tveimur varnarmönnum og rétt framhjá. Enginn sóknarmaður þar.

Ten Hag reyndi að hrista upp í þessu á 77. mínútu og setti Martial og Eriksen inn á fyrir Rashford og Eriksen. Það breytti litlu, sama streðið hélt áfram. Loksins á 88. mí´nutu fóru báðir miðverðirnir útar, Donny van de Beek og Harry Maguire komu inná fyrir Varane og Lindelöf.

En þrátt fyrir enn meiri sóknir og pressu gat United ekki búið til mark og enn eitt tapið er staðreynd. Meiðslalistinn er vissulega langur en það alveg ljóst að þetta lið er ekki að virka sem skyldi. Hvað hægt er að gera er eki gott að segja. Eflaust kalla einhver sem kalla eftir brottrekstri Ten Hag, en þá þarf að svara hver á að taka við liðinu, og þá líka hvað í ósköpunum sá á að gera við þetta lið sem er vissulega komið á þann stað að vera að langmestu sett saman af Ten Hag.

Næsti leikur er á Old Traffor gegn Galatasaray og þá verður að vera búið að finna einhver svör.

16

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Helgi P says

    30. september, 2023 at 14:52

    Við getum bara nákvæmlega ekki neitt það verður bara fara setja spurningamerki við Ten Hag

    10
  2. 2

    Dór says

    30. september, 2023 at 15:50

    Það er bara möguleiki að við förum niður við erum það glataðir

    4
  3. 3

    Tenfraud says

    30. september, 2023 at 16:02

    Mögulega mesta dross safn af leikmönnum frá upphafi nánast jafn glataðir og chelsea.

    11
  4. 4

    Hlöðver says

    30. september, 2023 at 16:07

    Alltaf sama sagan, eiga góðan sprett í 20 mín., fá svo á sig mark og eiga engin svör.

    5
  5. 5

    Elís says

    30. september, 2023 at 16:23

    7 leiki búnir 3 sigrar og 4 töp.
    Sigrar gegn
    Forest 3-2 á heimavelli eftir að hafa lent 0-2 undir
    Wolves 1-0 á heimavelli en Wolves miklu betri
    Burnley 0-1 á útivelli en þeir eru skelfilegir.

    Það fyndna er að liðið er stálheppið að vera búnir að ná í 9 stig

    7
  6. 6

    Dór says

    30. september, 2023 at 16:24

    Ömurlegur stjóri við þurfum að losa okkur við hann og það strax hann er bara búinn að fylla þetta lið af miðlungs leikmönnum

    5
  7. 7

    Þorsteinn says

    30. september, 2023 at 16:28

    Ævintýralega léleg frammistaða og því miður hefur Ten Haag engin svör í þessum leik eins og öðrum á tímabilinu. Það virðist ekki vera plan A, B eða C frá honum sem leikmenn nenna að taka þátt í. Stemmningin í liðinu er síðan slök, viljinn og trúin er engin á sigur og staðreyndin er að þeir sigrar sem eru komnir eru heppni gegn hörmungar liðum. Verð bara að viðurkenna að það er mjög erfitt að horfa á þetta og ég er er ekki bjartsýnn á framhaldið.

    6
  8. 8

    Egill says

    30. september, 2023 at 16:41

    Sama ruglið og áður. Engin lausn hjá þjálfaranum nema að loksins þorði hann að taka ruslið hann Rashford. Það þarf að láta hann æfa með Sancho og hinum í u-23 í smá tíma og vonandi lærir hann eitthvað þar.
    Nýr stjóri mun ekki gera hlutina fullkomna, en ég er kominn með nóg af svona frammistöðu. Það er ekki vandamálið að við séum að tapa leikjum, heldur er það hvernig við erum að tapa.
    Svo þarf að fara að rannsaka þessa dómgæslu sem verið er að bjóða uppá þessa leiktíðina, þetta er hætt að vera tilviljun.

    5
  9. 9

    Zorro says

    30. september, 2023 at 16:54

    Úff hvað þetta er vont að horfa á þetta…helgi eftir helgi

    6
  10. 10

    Gummi says

    30. september, 2023 at 16:57

    Við erum bara orðið miðlungs lið með miðlungs stjóra

    8
  11. 11

    Kjartan says

    30. september, 2023 at 17:51

    Ten hag er ekki lélegur stjóri buið að vera mikið um meiðsli hefur ekki fengið leikmenn sem hann vill fá gráðuguir eigendur Gleizer fjölskyldan allt í niðurníðslu hjá klúbbnum alveg sama hvaða
    Stjóri kæmi sagan endalausa mun halda áfram meðan Glazer bræður eiga klúbbinn ætla ekki að horfa á leiki meðan þessir eigendur eiga klúbbinn Glory glory manchester united

    4
  12. 12

    Dór says

    1. október, 2023 at 10:53

    Hversu langan tíma á Ten Hag að fá til að reyna snúa þessu við mín skoðun er þetta verður bara verra með hverjum leik

    3
  13. 13

    Stefnir says

    1. október, 2023 at 12:46

    Einmitt Kjartan það er kjarni málsins.
    Ekki hefur E.T.H fengið mörg pund til leikmannakaupa? Eða hvað? Hverjir hafa komið inn á hans stjóratíð og hvað hafa þeir kostað?
    Hvað er M.U. búið að eyða í leikmenn á síðustu árum?
    En hitt er reyndar rétt að meiðslin eru mikil og það hefur ekki hjálpað. En það hafa mörg lið lent í miklum meiðsla vandræðum og er það first og fremst þjálfarans að motivera hina leikmennina og finna lausnir, eitthvað sem E.T.H. hefur ekki gert

    3
  14. 14

    Arni says

    1. október, 2023 at 14:06

    Ten Hag er búinn að koma okkur á veri stað en þegar solskjær var með liðið

    4
  15. 15

    Dór says

    2. október, 2023 at 11:56

    Ten Hag er búinn að missa klefann og það sést á spilamennskunni
    Við erum heppnir að vera komnir með 9 stig við erum búnir að vera slakara liðið í öllum leikjunum

    3
  16. 16

    Helgi P says

    2. október, 2023 at 15:22

    Maður er ekkert alltof bjartsýnn fyrir leikinn á morgun

    2

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Einar um Chelsea mætir á Old Trafford í miðri viku
  • Elis um Newcastle 1:0 Manchester United
  • Tómas um Newcastle á morgun
  • Dór um Newcastle á morgun
  • Tòmas um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress