• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Laskað United leikur í London

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 3. nóvember, 2023 | 6 ummæli

United heimsækir Fulham á Craven Cottage á morgun (laugardag) klukkan 12:30. United hefur tapað síðustu tveimur leikjum 0-3, nú síðast gegn Newcastle í Carabao cup. Það hefur ekki verið mikið gleðiefni að horfa á United leiki á þessu tímabili og bjartsýni, um að spilamennskan muni batna, fer dvínandi. Eftir tapið gegn Newcastle urðu orðrómar um óánægju með Ten Hag meðal leikmanna United sterkari, eitthvað sem United stuðningsmenn ættu að vera orðnir vanir. Á meðan United tapaði gegn Newcastle, vann Fulham þægilegan 3-1 sigur á sjóðheitum dráttarvélar drengjum í Ipswich. Það er nokkuð um meiðsli hjá Fulham en leikmenn líkt og Issa Diop, Adama Traore og Tete eru allir meiddir. Fulham hefur ekkert verið á fljúgandi siglingu undanfarið, liðið situ í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, unnið þrjá, tapað fjórum og gert þrjú jafntefli. Síðasti deildarleikur Lundúnarliðsins var gegn Brighton þar sem liðin skildu jöfn 1-1.

United heldur áfram í talsverðu meiðsla brasi en Casemiro meiddist aftur í leiknum gegn Newcastle en meiðslin þó ekki talin alvarleg. Þá eru Luke Shaw, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia enn þá meiddir. United kemst tímabundið upp í 6. sæti með sigri á Fulham en Fulham jafnar United að stigum vinni þeir leikinn á morgun. Þrátt fyrir dapra spilamennsku þá á United enn þá séns að blanda sér í einhvers konar evrópubaráttu, það gerist þó ekki nema að spilamennskan breytist talsvert til hins betra. Eins og vanalega er slæmt gengi United ein uppáhalds fæða fótbolta fréttamanna og eins og fram kom áðan virðist búningsklefi United leka meira og meira, þá er ekki átt við vatnsleka þó að það eigi sennilega líka við vegna margra ára viðhaldsleysis á Old Trafford. Sífellt fleiri fréttir snúast að því að leikmenn United séu óvissir með Ten Hag, leikmenn hafi verið ósáttir með álagið í æfingaferðinni til bandaríkjanna og samskipti Ten Hag við Sancho og Ronaldo t.a.m. hafi ferið í taugarnar á einhverjum leikmönnum.

Það er orðið mjög þreytandi hversu lítið þessir lekar koma manni á óvart og þrátt fyrir að töluverð ábyrgð liggi alltaf hjá þjálfara þá getur leikmannahópurinn og stjórnendur félagsins ekki skorast undan ábyrgðinni með því að benda bara á þjálfarann. Það væri sennilega hægt að skrifa þriggja binda viðhafnarútgáfu af vandamálum innan United í dag en þetta er upphitunar skýrsla og skulum við halda því þannig.

Það er mjög erfitt að segja til um hvernig Ten Hag stilli upp liðinu á morgun. Partur af mér segir að hann muni reyna eitthvað nýtt en hinn parturinn segir mér að hann breyti litlu frá tapinu gegn City. Ég held að hann byrji örugglega með Varane og Maguire í miðvörðum og Wan-Bissaka og Reguilon í bakvörðum. Ég spáði því fyrir Newcastle leikinn að Kobbie Mainoo myndi byrja en sama kvöld byrjaði hann leik hjá varaliðinu og varð því ekkert úr því. Hann stóð sig samt vel segja mér fróðir menn og þess vegna ætla ég bara að veðja aftur á að hann byrji. Amrabat og McTominay byrja sennilega sem og Bruno, Rashford og Højlund. Ætli Antony byrji samt ekki það væri mjög dæmigert, Mainoo er bara einn ljós punktur í myrkrinu sem mig langar til að troða þarna inn. Það er þó hættulegt að ætla að setja allt traust sitt á svona ungan óreyndan leikmann, en eitthvað verður maður að halda í á þessum dimmu döpru dögum.

 

Líkleg byrjunarlið

United:

 

Fulham:

 

Dómari: John Brooks

 

Að lokum

Sem bjartsýnismaður þá vona ég innilega að þessi leikur nái að snúa eitthvað gengi United við. Það er þó ekkert sem bendir til þess að hlutirnir séu að fara að skána. Það eru þó svona leikir sem eru tilvaldir til þess að snúa við gengi og koma með einhverja bjartsýni inn í klúbbinn. United eru að fara í tiltölulega þægilegt prógram í næstu leikjum: FCK (Ú), Luton (H), Everton (Ú) og Galatasaray (Ú). Sigur á morgun og sérstaklega ef hann er sannfærandi gæti verið mjög gott veganesti inn í næstu leiki. Þetta hljómar kannski eins og argasta bjartsýnis raus en einhvern veginn þarf að mótivera sig fyrir United leiki þessa stundina.

 

 

6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Helgi P says

    3. nóvember, 2023 at 18:26

    Það er ekki mikil trú á sigur í þessum leik

    4
  2. 2

    Egill says

    4. nóvember, 2023 at 12:21

    Hann velur Evans fram yfir Varane aftur, Mctominay fram yfir Mount og Dalot fram yfir Reguilon.
    Hann er ekki einu sinni að reyna að halda starfinu lengur.

    4
  3. 3

    Arni says

    4. nóvember, 2023 at 13:20

    Eftir alla þessa eyðslu þá er okkur boðið uppá þetta hvar eru allir leikmennirnir sem Ten Hag er búinn að fá í þetta lið

    5
  4. 4

    Elis says

    4. nóvember, 2023 at 14:04

    Þessi leikur getur unnist, tapast eða endað með jafntefli(ég veit ótrúlegt ekki satt) en hvernig sem fer þá er þessi framistaða ömurleg.

    4
  5. 5

    S says

    4. nóvember, 2023 at 14:09

    Til hvers er Antony? Hvað á hann að færa liði í efstu deild á Englandi?

    3
  6. 6

    Gummi says

    4. nóvember, 2023 at 14:40

    Antony er alveg skelfilega lélegur er ekki búinn að gera neitt síðan hann kom en startar alla leiki

    3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Gummi um Newcastle á morgun
  • Arni um Newcastle á morgun
  • Ólafur Kristjánsson um Newcastle á morgun
  • Elis um Newcastle á morgun
  • Pinkerton um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress