Enska bikarkeppnin

Chelsea 1:0 Manchester United

Chelsea fara í undanúrslitaleikinn þar sem þeir mæta Tottenham. Svekkjandi leikur í kvöld þar sem Michael Oliver dómari var í aðalhlutverki. Ander Herrera fékk eitt ósanngjarnasta rauða spjald leiktíðarinnar vegna þess að Oliver var búinn að skipa sig sérstakan verjanda Eden Hazard sem gerði tilkall til Edduverðlauna í fyrri hálfleiknum.

Embed from Getty Images

Það er ekki hægt að segja að liðið hafi verið að leika eitthvað sérstaklega illa í þessum leik. Miðað byrjunarliðið átti United að verjast á mörgum mönnum og sækja svo hratt með Henrikh Mkhitaryan og Marcus Rashford. Liðið byrjaði leikinn frekar vel og pressuðu Chelsea stíft framarlega á vellinum með ágætum árangri.  Það tók Chelsea alveg 15-20 mínútur að byrja þennan leik en þegar það gerðist varð Eden Hazard mjög áberandi á vellinum. Á fimmtán mínútna kafla fiskaði hann Herrera af velli með leikrænum tilburðum þegar þeir mættust á vellinum. Rauða spjaldið drap okkar menn töluvert niður og ekki hjálpaði Fellaini > Mkhitaryan skipting til. En staðan var þrátt fyrir allt 0:0 í hálfleik. Lesa meira

Enska bikarkeppnin

United heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í FA bikarnum

Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð. Lesa meira

Leikmaður mánaðarins

Zlatan Ibrahimovic er leikmaður febrúarmánaðar 2017

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hinn magnaði og ótrúlegi Zlatan sé leikmaður mánaðarins. United liðið er búið að vera á blússandi siglingu í mánuðinum. Deildarbikarúrslitaleikurinn gegn Southampton var slakasti leikur liðsins í mánuðinum en þökk sé Zlatan þá vannst sá leikur og bikar kominn í hús.

Leikir Manchester United í febrúar

Manchester United 0:0 Hull City

Leicester City 0:3 Manchester United Lesa meira