Viðtöl

Rokk, ról og Rauðir djöflar

Í október síðastliðnum birtum við hér á Rauðu djöflunum viðtal við fyrirliða A-landsliða Íslands í knattspyrnu. Aron Einar og Margrét Lára svöruðu þar nokkrum spurningum sem tengdust áhuga þeirra á besta knattspyrnufélagi heims, Manchester United. Nú er komið að næsta viðtali.

Í þetta skiptið færðum við okkur yfir í rokkheima. Rokk hefur oft verið tengt við djöfulinn og því ekki undarlegt að sá sem er góður í rokkinu geti fundið sterka tengingu við Rauðu djöflana frá Manchester. Lesa meira

Viðtöl

Fyrirliðarnir okkar sitja fyrir svörum

Ísland á tvö frábær A-landslið í knattspyrnu. Þessi lið hafa á síðustu mánuðum og árum náð gríðarlega góðum árangri og vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana. Kvennalandsliðið er nú nýbúið að tryggja sig inn á þriðja lokamót EM í röð og karlalandsliðið stóð sig framar vonum á sínu fyrsta lokamóti í sumar.

Bæði liðin státa af reynslumiklum kjarna góðra leikmanna með sterkum karakterum og miklum leiðtogum. Fremst þar í flokki eru Aron Einar Gunnarsson hjá körlunum og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá konunum. Bæði byrjuðu þau ung að spila fyrir A-landslið Íslands, þau fóru bæði ung í atvinnumennsku erlendis og bæði stefna á að leiða Ísland á fleiri stórmót í framtíðinni. Þau eru fyrirliðar Íslands. Lesa meira

Mótherji mælir Viðtöl

Mótherjinn mælir: Birgir formaður íslenska Tottenham klúbbsins

Þá er komið að annarri útgáfu af „Mótherjinn mælir“. Á laugardaginn fær United Tottenham Hotspurs í heimsókn á Old Trafford og því við hæfi að fá einhvern dyggan Spurs stuðningsmann í viðtal til okkar. Við höfðum samband við íslenska Tottenham klúbbinn og var formaðurinn, Birgir Ólafsson, tilbúinn til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og gefa okkur smá innsýn inn í hugarheim Tottenham stuðningsmanna og því sem við megum eiga von á. Lesa meira

Mótherji mælir Viðtöl

Mótherjinn mælir: Kristján af kop.is

Það verður vonandi reglulegur viðburður hér fyrir stórleiki að fá stuðningsmann mótherjanna til að segja okkur aðeins frá liðinu sínu frá sínum sjónarhóli svo við getum aðeins kynnst þeim betur. Stórleikirnir gerast ekki stærri en leikurinn á sunnudaginn og það er við hæfi að fá fótboltabloggara sem er hokinn af reynslu sem fyrsta gest okkar hér.

Við bjóðum velkominn í heimsókn Kristján Atla Ragnarsson frá kop.is Lesa meira