• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United vs. Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 23. ágúst, 2012 | 3 ummæli

Á laugardaginn 25.ágúst leika United menn fyrsta heimaleik tímabilsins. Menn verða staðráðnir í því að sýna betri spilamennsku en á móti Everton. Búast má við því að Robin van Persie byrja sinn fyrsta heimaleik fyrir okkur, ekki veitir okkur af smá biti í sóknarleikinn. Vörnin verður líklega óbreytt frá því gegn Everton nema að Rafael fari í bakvörðinn og Valencia á hægri kantinn.

Fulham byrjaði tímabilið með stæl þegar rótburstuðu Norwich 5-0, þar sem Mladen Petric skoraði tvö og Damien Duff, Alexander Kacaniklic og Steve Sidwell gerðu eitt mark hver. Þessi úrslit er þó kannski ekki alveg lýsandi þar sem Norwich er eitt af slappari liðum deildarinnar og flestir búast við því að þeir falli í vor. En alls ekki vanmeta Fulham. Það er ekki ólíklegt að Martin Jol ,muni tefla fram óbreyttu liði gegn okkur á laugardaginn.

Fulham hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum liðanna á Old Trafford í úrvalsdeildinni, liðin hafa mæst 23.sinnum og hafa okkar menn unnið 20, Fulham 2 og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.

Þeir leikmenn sem  geta reynst okkur erfiðir í þessum leik eru Mladen Petric,  Brede Hangeland og Moussa Dembele.

Vona innilega að okkar menn bregðist almennilega við tapinu gegn Everton og taki 3 stig.

Leikurinn hefst kl. 14.00

Efnisorð: Fulham Upphitun 3
Leikmenn Slúður

Henríquez fær atvinnuleyfi og slúður

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Ángelo Henríquez er genginn í raðir Man Utd.

United hefur staðfest að Ángelo Henríquez er kominn með atvinnuleyfi og mun ganga til liðs við United eftir að leika sinn síðasta leik með Universidad de Chile í dag.

Henríques er 18 ára sóknarmaður sem United hefur haft forkaupsrétt á i 3 ár og hefur komið reglulega til æfinga í Manchester. Hann hefur síðasta árið slegið í gegn með La U eins og Universidad er kallað og verið lykilsóknarmaður þeirra síðasta ár sem hefur verið gjöfult. La U eru ‘Apertura’ meistarar þessa árs, en það er fyrri hluti sílensku deildarinnar. Nú er seinni hlutinn í gangi og eru La U næst efstir með leiki til góða. Einnig komust þeir í undanúrslit Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildarinnar í vor. Liðið þykir spila einhverja skemmtilegustu knattspyrnuna þar í álfu. Henríquez er búinn að skora 11 mörk í 17 deildarleikjum. Það er því ekki annað hægt að búast við öðru en góðu af pilti, en enn er óljóst hvort hann verður sendur í lán eitthvert. Það er ekki eins og við séum alveg á flæðiskeri staddir með framherja eins og stendur.

Slúður dagsins víkur hins vegar að miðjunni, Liverpool og United eiga að vera að berjast um Héctor Herrera frá Mexíkó, 22 ára prímus mótor á miðjunni hjá Mexíkó sem urðu Ólympíumeistarar nú um daginn. Gríðarlega óáreiðanlegar fréttir af twitter herma að David Gill hafi sett sig í samband við umba Herrera um daginn. Daily Mail heldur líka að við séum að skoða að taka Philippe Mexès að láni frá Milan. Það væri í sjálfu sér ekki vitlaust að fá haffsent til að púkka aðeins uppá þessa almeiddu vörn okkar.

Viðbót: Já og Danny Welbeck var rétt í þessu að skrifa undir fjögurra ára samning!

Efnisorð: Angelo Henriquez 0
Enska úrvalsdeildin

Everton 1:0 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 21. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Menn þungir á brún á Goodison Park í gærkvöldi. © Getty Images.

Nú er fyrsta leik okkar manna á þessu tímabili lokið og ekki voru úrslitin neitt til að hrópa húrra yfir. Það var óþolandi að sjá að okkar menn höfðu engin ráð við Fellaini sem virðist alltaf eiga sína bestu leiki gegn okkur, það kom því ekki á óvart að hann skyldi skora gegn okkur. Everton áttu hættulegri færi en við vorum meira með boltann en virtumst alltaf eiga erfitt með að koma honum framhjá fyrsta manni hjá þeim. Nokkrir af okkar mönnum voru ekki uppá sitt besta í þessum leik, Nani sem er frábær oft á köflum en svo koma leikir þar sem hann tekur alltof margar rangar ákvarðanir með boltann, vantar meiri stöðugleika. Wayne Rooney átti ekki góðan leik, virkaði þreyttur og úr æfingu, reyndar man ég ekki eftir því að hann hafi átt góðan leik á Goodison Park og þessi leikur var svo sannarlega engin undantekning. Þessir tveir leikmenn ollu mér vonbrigðum í þessum leik þó svo að aðrir hafi líka verið undir getu. Michael Carrick sem að meðtöldum Antonio Valencia sem voru að spila úr stöðu voru ekki jafn beittir og á síðustu leiktíð.

En það var ekki allt ómögulegt og margir ljósir punktar. David de Gea var algjörlega frábær og virðist tilbúinn í slaginn. Shinji Kagawa var sprækur og átti auðvelt með finna samherja. Nemanja Vidic er kominn aftur. United er farið að spila 4-3-3 aftur og mun kannski taka tíma að venjast kerfinu aftur og vonandi munum við fá að sjá Manchester Utd spila skemmtilegan sóknarbolta aftur sem einkenndi okkur áður fyrr.

Það er alltaf ömurlegt að tapa og sem stuðningsmenn Manchester United þá er það sem betur fer ekki eitthvað sem við erum vön. Robin van Persie og Wayne Rooney munu skora mörk vonandi byrja þeir á því á laugardaginn þegar við tökum á móti Fulham á Old Trafford. Þetta er bara byrjunin.

Efnisorð: Everton Leikskýrslur 1
Enska úrvalsdeildin

Byrjunarliðið gegn Everton

Sigurjón skrifaði þann 20. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Jæja, fyrsti leikur tímabilsins, gegn Everton, að fara í gang eftir rúman klukkutíma og liðið er auðvitað klárt. Kíkjum á:

De Gea

Valencia Carrick Vidic Evra

Scholes Cleverley

Nani Kagawa Welbeck

Rooney

Stærstu fréttirnar eru þær að Ferguson velur Welbeck framyfir Van Persie. Það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart, það er ekki óvenjulegt að glænýir menn byrji á bekknum. Hinsvegar, þegar við erum að tala um menn af þeirri stærðargráðu sem Van Persie er þá bjóst maður nú við því að sjá hann frammi með Rooney. Eins og flestir vita er varnarlínan hjá okkur frekar lömuð þessa dagana þannig að Valencia er í hægri bakverði og Carrick frontar svo vörnina með Vidic (sem er frábært að sjá aftur í liðinu!). Þar sem Carrick er dottinn í vörn þá falla Shcoles og Cleverley aðeins aftar á völlinn, og síðan eru Nani, Kagawa og Welbeck þar sem við könnumst við þá.

Þetta verður erfiður leikur. Við munum vel eftir rimmu liðanna á Old Trafford í vor, sú reyndist afskaplega afdrifarík en það má segja að Man Utd hafi tapað titlinum þann daginn. Ég er hinsvegar bjartsýnn á þennan leik, það þýðir ekkert annað!

Koma svo drengir!

Efnisorð: Everton Liðsuppstilling 0
Leikmenn

Alexander Büttner á leiðinni til Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 20. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Alexander Buttner í leik með Vitesse. © EPA

Öllum að óvörum dúkkuðu allt í upp fréttir í gær frá Hollandi að United væri við það að kaupa 23ja ára gamlan leikmann frá Vitesse Arnhem. Enn hefur ekkert heyrst frá United um málið en svo virðist sem fréttirnar hafi verið staðfestar af bæði Büttner og Vitesse. Óhætt er að segja að alla hafi rekið í rogastans, bæði þau okkar sem ekkert þekkja til pilts og hinna líka, viðbrögðin frá Hollandi virðast flestöll á þann veg að hann sé alls ekki af United klassa. Büttner virtist á leið til Southampton fyrr í sumar en ágreiningur um greiðslur til þriðja aðila stöðvuðu það. Nú hafa United og Sir Alex ekki talað fallega um umboðsmenn og slíkar greiðslur, en það er alla vega ekki að stöðva þetta núna.

Büttner var í úrtakshóp Hollands fyrir EM, en unglingurinn Jetro Willems frá Ajax var tekinn framfyrir. Í viðtali við Büttner frá 2010 kemur fram að hann sé alinn upp í fátæku hjólhýsahverfi og fótboltinn á götunni hafi hert hann þannig að hann ætti alveg að geta varist vel. Fram hefur komið að hann þyki líka frekar framsækinn.

En aftur komum við að því að í Hollandi þykir sem þessi leikmaður eigi frekar heima í Southampton en Manchester United. Kaupverð ku vera 3,9m punda og af þessu öllu er ljóst að þarna er verið að kaupa ódýra lausn á hugsanlegum vanda ef Evra lendir í meiðslum, án þess að vera að eyða pening í menn á borð við Leighton Baines. Unglingastarfið mun vonandi gefa af sér framtíðarlausn í þessa stöðu, Tyler Blackett er efnilegur vinstri bakvörður og þarf ekki að hafa áhyggjur að þessi kaup loki á framtiðarmöguleika hans.

Ágæt tímabundin lausn ef af verður.

Efnisorð: Alexander Büttner 0
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 404
  • Go to page 405
  • Go to page 406
  • Go to page 407
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress