• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Leikmenn Slúður

Henríquez fær atvinnuleyfi og slúður

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Ángelo Henríquez er genginn í raðir Man Utd.

United hefur staðfest að Ángelo Henríquez er kominn með atvinnuleyfi og mun ganga til liðs við United eftir að leika sinn síðasta leik með Universidad de Chile í dag.

Henríques er 18 ára sóknarmaður sem United hefur haft forkaupsrétt á i 3 ár og hefur komið reglulega til æfinga í Manchester. Hann hefur síðasta árið slegið í gegn með La U eins og Universidad er kallað og verið lykilsóknarmaður þeirra síðasta ár sem hefur verið gjöfult. La U eru ‘Apertura’ meistarar þessa árs, en það er fyrri hluti sílensku deildarinnar. Nú er seinni hlutinn í gangi og eru La U næst efstir með leiki til góða. Einnig komust þeir í undanúrslit Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildarinnar í vor. Liðið þykir spila einhverja skemmtilegustu knattspyrnuna þar í álfu. Henríquez er búinn að skora 11 mörk í 17 deildarleikjum. Það er því ekki annað hægt að búast við öðru en góðu af pilti, en enn er óljóst hvort hann verður sendur í lán eitthvert. Það er ekki eins og við séum alveg á flæðiskeri staddir með framherja eins og stendur.

Slúður dagsins víkur hins vegar að miðjunni, Liverpool og United eiga að vera að berjast um Héctor Herrera frá Mexíkó, 22 ára prímus mótor á miðjunni hjá Mexíkó sem urðu Ólympíumeistarar nú um daginn. Gríðarlega óáreiðanlegar fréttir af twitter herma að David Gill hafi sett sig í samband við umba Herrera um daginn. Daily Mail heldur líka að við séum að skoða að taka Philippe Mexès að láni frá Milan. Það væri í sjálfu sér ekki vitlaust að fá haffsent til að púkka aðeins uppá þessa almeiddu vörn okkar.

Viðbót: Já og Danny Welbeck var rétt í þessu að skrifa undir fjögurra ára samning!

Efnisorð: Angelo Henriquez 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress