• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Galatasaray á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. nóvember, 2012 | 12 ummæli

Galatasaray - Manchester UnitedÁ morgun ferðast Manchester United til Istanbúl í fimmta sinn til leiks í Evrópukeppni meistaraliða, eða Meistaradeildinni. Með fullri virðingu fyrir fyrri leikjum gegn Fenerbahçe og Beşiktaş, þá eru það leikirnir gegn Galatasaray sem lifa í minningunni og þá fyrst og fremst leikur liðanna 3. nóvember 1993, eða fyrir rúmum 19 árum.

Haustið 1993 var stór stund hjá United áhangendum. Þá var Evrópukeppni meistaraliða var að breytast í Meistaradeild Evrópu og bar samt enn nafn með rentu, einungis fyrir meistara og eftir brjálæðislega sigurgleði vorsins áður fengu fékk Manchester United í fyrsta skipti í 24 ár farmiða sem gæti endað í fyrirheitna landinu með Evrópumeistaratigninni. Fyrstu mótherjarnir voru Ungverjarnir í Honved sem voru auðveldlega lagðir að velli heima og heiman en síðan kom að Galatasaray. Vanmat og mistök leiddu til þess að fyrri leikur liðanna á Old Trafford fór 3-3 og framundan var ferðin til Istanbúl.

Óhætt er að segja að fátt jafnist á við þær móttökur sem liðið og stuðningsmenn fengu þar. Borðinn sem allir muna eftir bar áritunina „Welcome to Hell“ og allt avar reynt til að koma liðinu og stuðningsmönnum úr jafnvægi. Stemmingin á gamla Ali Sami Yen vellinum var ógnvænleg.

Leikurinn sjálfur var jafn erfiður og stemmingin og Tyrkjunum tókst ætlunarverkið og slógu United út með 0-0 jafntefli. Eric Cantona var rekinn af velli og eftir leikinn laminn af lögregluþjóni, sem og Bryan Robson. Það var óhætt að segja að þetta var enginn vináttuleikur.

Stór orð voru höfð uppi um að snúa aldrei aftur til Tyrklands, en þau urðu að engu árið eftir þegar Galatasaray og United lentu í riðli saman með Barcelona og IFK Göteborg. Aftur gerði United jafntefli í Istanbúl í eilítið rólegri aðstæðum, og í lokaleiknum í riðlinum þegar United var úr leik eftir töp gegn Gautaborg og Barcelona notaði Ferguson unglingana og Simon Davies og David Beckham skoruðu báðir í 4-0 sigri eins og við minntumst á í upphitun fyrir fyrri leikinn

En nú er kominn tími til að heimsækja Galatasaray á ný. United er búið að tryggja sér farseðilinn í næstu umferð og getur tekið lífinu með ró. Galatasaray er í hörkubaráttu við Cluj og Braga um að komast áfram og þarf stigin öll. Þeir unnu Cluj í síðasta leik, en töpuðu í deildinni á föstudaginn, 1-3 á heimavelli. Líklega þar með hugann við leikinn á morgun. Þeir sitja samt á toppi deildarinnar. Burak Yılmaz og Umut Bulut hafa verið markaskorarar Galatasaray í vetur, annar hvor eða báðir skorað í öllum leikjum sem Galatasaray hefur yfirhöfuð skorað í. Miðað við úrslitin undanfarið býst ég fastlega við að annar hvor þeirra skori á morgun.

Eftir ömurlegan leik á laugardaginn mátti búast við nokkuð breyttu liði á morgun, bæði til að hrista upp í mönnum og einnig til að hvíla. Enda kom á daginn að Evra, Ferdinand, Giggs, Scholes, Valencia Van Persie, Rooney og de Gea voru allir skildir eftir heima. Rooney og de Gea misstu af leiknum á laugardag, en æfðu í dag þannig þeir hefðu líklega getað spilað

Lindegaard

Rafael Smalling Carrick Büttner

Cole Powell Fletcher Young

King Chicharito

Þetta er þvílíkt skot út í bláinn að hálfa væri nóg. Erum bara með þessa tvo kantmann og ég sé ekki alveg hvernig við ættum að stilla upp tíglinum. Miðjan gæti eins verið Anderson og Cleverly, og reyndar býst ég frekar við að Anderson fari þarna inn fyrir King, en mig langar bara svo mikið að sjá King byrja.

Aðrir í hóp: Sam Johnstone; Tom Thorpe, Marnick Vermijl, Scott Wootton; Davide Petrucci, Anderson, Tom Cleverly, Ryan Tunnicliffe; Danny Welbeck, Federico Macheda

Ég er ekki bjartsýnn á úrslit í þessum leik. Hann skiptir okkur engu máli og Tyrkina öllu og hópurinn er eins og hann er. 1-1 og Joshua King setur kvikindið!

Leikurinn fer fram á nýjum velli, Türk Telekom Arena, sem er mun stærri en gamli völlurinn, tekur 52 þúsund manns í sæti. Það er víst lítil von til þess að þar verði eitthvað rólegri stemming en fyrir 19 árum. Fyrir leik taka þeir útgáfu af stríðsöskri Florida State University sem virkar alveg ágætlega til að stressa gestina.

Efnisorð: Galatasaray Upphitun 12

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Birkir says

    19. nóvember, 2012 at 18:14

    Gæti verið að Powell verði fremstur í tígulmiðju? Einhvern veginn svona : Lindegaard-Vermijl, Carrick, Jones, Büttner-Fletcher, Cleverley, Anderson, Powell-Hernandez, Welbeck. Langar mest að sjá Cole, King, Petrucci & Thorpe. Hef samt enga trú á að þeir spili, nema kannski helst King.

    0
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    19. nóvember, 2012 at 18:20

    Birkir: Jú það væri alveg eitthvað að sjá Powell þar. Og já, rétt athugað, Vermijl tekur líklega bakvörðinn og Rafael hvílir.
    Ekki væri ég of stressaður við að sjá þetta lið ef ég væri Galatasaray stuðningsmaður…

    0
  3. 3

    Egill Guðjohnsen says

    19. nóvember, 2012 at 18:24

    Veit ekki alveg af hverju þú ert með Smalling þarna því hann ferðaðist ekki með liðinu bara svona smá tips :)

    0
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    19. nóvember, 2012 at 18:34

    Egill: Af því ég setti upp original liðið í gær og skoðaði ekki hópinn ALVEG nógu vel.
    DOH!
    Jones og Wooton? Nei, annars ætla að skjóta á Carrick svona til að hafa smá reynslu. Breytti því í greininni.

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    19. nóvember, 2012 at 18:35

    Svo á ég að kunna að skrifa Wootton. Uss maður, þessir síðuhaldarar…

    0
  6. 6

    Stefan says

    19. nóvember, 2012 at 19:17

    Eg held að Jones og Wooton byrji leikinn, en annars flott umfjöllun :)

    0
  7. 7

    Friðrik says

    19. nóvember, 2012 at 19:21

    Hvað heitir leikmaðurinn sem við fengum frá City í Janúar ??

    0
  8. 8

    Runólfur says

    19. nóvember, 2012 at 22:41

    Lindegaard. ? ? ? ? Anderson-Fletcher. Young-Powell-Welbeck. Hernandez. Grunar að þetta sé kjarninn af byrjunarliðinu á morgun. Held allavega að allir þessir leikmenn fái að spila. Guð (Sir Alex Ferguson) einn veit hvernig varnarlínan verður. Hún verður eitthvað bíó.

    0
  9. 9

    Egill Guðjohnsen says

    19. nóvember, 2012 at 23:18

    Friðrik: Hann heitir Veseli(varnarmaður)

    0
  10. 10

    Ingi Rúnar says

    20. nóvember, 2012 at 07:15

    Frá mínum bæjardyrum er mér slétt sama hvernig tessi leikur fer, enda búnir ad tryggja efsta sætid. Verdur gaman ad sjá ungu strákana.

    0
  11. 11

    Björn Friðgeir says

    20. nóvember, 2012 at 12:10

    Krapp. Setti Carrick inn fyrir Jones í liðsuppstillingunni. Kennir manni að vera ekki að breyta bloggfærslum eftirá.
    Þetta verður fín reynsla fyrir strákana, ekki oft sem þeir fá að spila í svona grimmri stemmingu. En ég efast um að við förum með stig heim…

    0
  12. 12

    Birkir says

    20. nóvember, 2012 at 18:52

    Ég virðist hafa tippað á rétt lið, fyrir utan það að ég var viss um að Rafael myndi hvíla. Spenntur fyrir Powell fremstum á miðjunni. Svo er vonandi að King komi eitthvað við sögu.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress