• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Heimsækjum Sunderland á Stadium of Light

Magnús Þór skrifaði þann 29. mars, 2013 | 8 ummæli

Á morgun fara Rauðu djöflarnir á Stadium of Light og mæta þar heimamönnum í Sunderland. Undanfarin ár hafa margir fyrrverandi leikmenn farið til Sunderland, Roy Keane byrjaði knattspyrnustjóraferil sinn þar og kom þeim upp í Úrvalsdeildina, þá var Dwight Yorke á síðustu metrunum sem leikmaður. Síðan þá hafa Kieran Richardson, Philip Bardsley að ógleymdum Wes Brown og John O’Shea. Louis Saha lék með þeim í haust en var leystur undan samningi í janúar.

Ég held að ég sé ekki einn um það að hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsmenn Sunderland eftir lokaleik tímabilsins þegar þeir fagna þó svo að liðið þeirra hafði tapað leiknum. Ástæðan var sú að City hafði komið tilbaka og unnið QPR. Eftir þetta vonast ég alltaf til að við tökum þetta lið í bakaríið. Lee Cattermole og Steven Fletcher eru meiddir og verða ekki meira með á tímabilinu og munar um minna fyrir lið Sunderland.

Þetta tímabil hefur verið ansi sérstakt og ég held að enginn hefði þorað að spá þessum yfirburðum okkar manna í deildinni. Kaupin á Robin van Persie er stór hluti af velgengninni og hann var svo oft munurinn á jafntefli eða tapi í svo mörgum leikjum í vetur. Van Persie hefur átt við svolitla markaþurrð að stríða undanfarið og hefur einungis skorað 1 mark í 9 leikjum, þreyta gæti spilað þar inní enda hefur hann nánast spilað alla leiki á tímabilinu.

Ungu strákarnir í liðinu eru nokkrir spennandi, Nick Powell sem kom í sumar frá Crewe hefur litið vel út þegar hann hefur fengið mínútur. Danny Welbeck er hörkuduglegur þó svo að hann sé ekki að skora mikið þá má ekki gleyma því að hann hefur allt tímabilið verið að spila úr stöðu. Tom Cleverley hefur átt góða spretti en á það til að detta niður í meðalmennsku en það ætti að lagast með meiri reynslu. Phil Jones sem segist sjálfur vera miðvörður hefur verið mjög öflugur sem hálfgerður miðjusweeper svo ég nota slæma íslensku og einnig í bakverði. Önnur góð kaup voru Alexander Büttner þá helst fyrir að færa okkur aftur Patrice Evra eins og hann á að vera.

Eftir hagstæð úrslit síðustu umferðar þá erum við með 15 stiga forystu með 9 umferðir óleiknar. Eftir síðasta tímabil er erfitt fyrir okkur United stuðningsfólk að slaka á. Liðið hefur verið mjög einbeitt í síðustu leikjum og hefur verið að vinna þessa leiki sem gætu tapast ef ekki væri fyrir einbeitingu þá á ég sérstaklega við Norwich, QPR og Reading. Svo má bæta við að til að þetta klúðrist þá þarf svo margt að ganga upp hjá City sem verða helst að vinna rest og treysta á að við töpum 6 leikjum.

Ég er sannfærður um að liðsvalið á morgun muni litast af því að við erum að fara að spila bikarleik gegn Chelsea á mánudaginn. Chelsea sem munu líklega hvíla menn á mánudaginn enda eiga þeir Evrópudeildarleik á fimmtudaginn.  Það hefur sannast að það er ómögulegt að spá fyrir liðsvali Ferguson á tímabilinu en ég ætla að láta reyna á það, svona býst ég við liðinu á morgun:

De Gea

Rafael Smalling Vidic Büttner

Carrick Cleverley

Valencia Rooney Giggs

van Persie

Leikurinn hefst klukkan 12:45

PS: Munið eftir #Djöflarnir ef þið notið twitter.

Efnisorð: Sunderland Upphitun 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Egill Guðjohnsen says

    29. mars, 2013 at 16:46

    Er alls ekki sammála þessu liði. Carrick,RVP og Valencia munu ekki spila og held að Young komi inn fyrir Valencia. Anderson fyrir Carrick og Kagawa fyrir RVP annars er ég sammála þessu

    0
  2. 2

    Magnús Þór says

    29. mars, 2013 at 16:54

    Ég held að það verði nokkuð sterkt lið á morgun og miðjan hjá okkur fúnkerar varla án þess að Carrick sé með. Grunar samt að hann spili ekki allan leikinn. Svo er Chicharito alltaf að fara að byrja gegn Chelsea.

    0
  3. 3

    Hannes says

    29. mars, 2013 at 22:48

    Mér finnst að Nick Powell eigi að fá helling af spilatíma núna í lokin. Ég vona að hann byrji á morgun. Annars spái ég algjöru varaliði.

    0
  4. 4

    úlli says

    29. mars, 2013 at 23:27

    Ég stórefa að Rooney og Van Persie verði báðir í byrjunarliðinu.

    Svo skal ég líka éta hattinn minn ef Chelsea hvílir menn á mánudaginn. Bikarinn er ekkert aukaatriði fyrir þá.

    0
  5. 5

    ellioman says

    29. mars, 2013 at 23:33

    Vonandi sýnir Ferguson leikmönnunum þessa mynd fyrir leikinn á morgun

    0
  6. 6

    Óli Jón Gunnarsson says

    29. mars, 2013 at 23:45

    Ég spái því að þetta verði mest megnis varaliðið

    0
  7. 7

    Runólfur says

    30. mars, 2013 at 03:08

    Þetta byrjunarlið er mjög langt frá því sem ég held að við sjáum gegn Sunderland. Ferguson hefur reyndar sagt sjálfur að þetta snúist um ferskustu leikmennina en ekki þá bestu, þar af leiðandi held ég að Valencia, Kagawa og Hernandez spili ekki á morgun. Það er alltaf erfitt að spá fyrir um hvað Sir Alex gerir en mig hlakkar mjög mikið til að sjá hvernig hann stillir upp þessum tveimur leikjum, nú kemur sirka 40 ára reynsla í starfi sér mjög vel.

    0
  8. 8

    Runólfur says

    30. mars, 2013 at 12:14

    Jæja ég borða bara hattinn minn.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress