• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United Englandsmeistarar 2013

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. apríl, 2013 | 26 ummæli

Í kvöld tryggði Manchester United sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn!!

Leikurinn í kvöld kláraðist í raun á fyrsta hálftímanum þegar United tryggði sér sigur með geysifínum leik, tveim góðum mörkum og einu stórfenglegu.

Það voru ekki þrjár mínútur liðnar þegar Robin van Persie var búinn að skora eitt mark og skjóta yfir af sex metra færi. Markið kom eftir eina og hálfa minútu, Sókn upp hægra megin, Valencia náði ekki að koma boltanum á hægri, gaf frekar til baka á Rafael sem gaf yfir á fjær, þar sendi Giggs viðstöðulaust fyrir og Van Persie setti hann alveg óvaldaður. Mínútu síðar kom sókn United og Van Persie setti góða fyrirgjöf Valencia yfir.

Van Persie og Rooney fagna öðru markinu

Annars komu Villa menn ákveðnir til leiks og spiluðu jákvætt þegar þeir voru með boltann, en United var hreinlega betra. Mark ársins kom svo á 12. mínútu. Kagawa gaf þvert á Rooney sem leit up og sá möguleika sem enginn átti að sjá, hamraði boltanum hátt og langt upp að teig, og Robin van Persie hljóp fullkomlega til að ná að skjóta viðstöðulaust. Þrumufleygur hans var allan tímann á leiðinni í markið og það var gaman sjá boltann syngja í netinu. Van Persie og Rooney fögnuðu svo einstaklega innilega eftir markið.

Annars dró úr hasarnum eftir þetta, enda United í hag að hægja á. Villa sótti nokkuð og varð nokkuð ágengt en Robin van Persie kláraði málið. Kagawa stakk langt fram á Giggs sem var ekki alveg eins snöggur og hann var fyrir tuttugu árum þannig að varnarmaður var kominn í hann inni í teig. Giggs gaf þá einfaldlega á Van Persie sem gaf sér góðan tíma áður en hann smellti boltanum í netið. 3-0 og 33 mínútur liðnar.

Villa komu sprækir út í seinni hálfleik og svona til að auka aðeins líkurnar á að verða maður leiksins skallaði Van Persie af marklínu í upphafi hálfleiksins, De Gea varði tvisvar eða svo en annars var þetta allt frekar tíðindalítið. Rooney fór útaf fyrir Welbeck á 70. mínútu, hafði spilað mjög vel á miðjunni. Kagawa var í sinni stöðu og Giggs á kantinum.

Kagawa átti dauðafæri sem honum tókst á óskiljanlegan hátt að skjóta yfir úr, en annars var þetta bara rólegt og sætt þangað til dómarinn flautaði leikinn af. Tuttugasti titillinn staðreynd, og þrettándi titill Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs í höfn. Þeir hafa nú orðið meistarar jafn oft og Arsenal!

Það er spurning hvort gamli maðurinn hafi verið búinn að fá sér smá kampavín, en engu að síður í viðtali eftir leikinn þegar hann var að hrósa leikmönnum hverjum á fætur öðrum, sagði hann að Phil Jones gæti orðið besti leikmaður sem Manchester United hefur átt. Engin pressa, Phil!!

Látum svo myndirnar tala sínu máli!

Evra bítur!
Er þetta tilvonandi besti leikmaður United?
Sama hversu internasjónal við erum, ekkert jafnast á við að sjá Manchestermann fagna! #uppalinn
Rio og Rafa. Þriðji titill Rafa og sjötti hjá Rio!
Phil og Nani
Jonny og Shinji
Carrick Rio og Rooney. Tilbúinn að veðja að árið 1986 þegar Fergie tók við United var ekki EITT þvottabretti í United hópnum, og líklega ekki í deildinni.
20!!!

Og við kveðjum í kvöld og skálum eins og Willie Morgan gerði eftir leikinn!
Efnisorð: Aston Villa Leikskýrslur Meistarar 26

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    ellioman says

    22. apríl, 2013 at 20:52

    Fallegt!! Svo svo fallegt!
    Fyrir nákvæmlega ári síðan klúðruðum við deildinni með 4-4 jafntefli gegn Everton. Góð tímasetning hjá okkar mönnum að gulltryggja bikarinn í ár.

    Í dag lítur þetta svona út:
    01. 1907–08
    02. 1910–11
    03. 1951–52
    04. 1955–56
    05. 1956–57
    06. 1964–65
    07. 1966–67
    08. 1992–93
    09. 1993–94
    10. 1995–96
    11. 1996–97
    12. 1998–99
    13. 1999–00
    14. 2000–01
    15. 2002–03
    16. 2006–07
    17. 2007–08
    18. 2008–09
    19. 2010–11
    20. 2012–13

    0
  2. 2

    Kristjana Guðmundsdóttir says

    22. apríl, 2013 at 20:54

    ótrúlega vel gert hjá okkar mönnum ,svo fallegur sigur :D
    # stolt kvöldsins :)

    0
  3. 3

    KristjanS says

    22. apríl, 2013 at 21:01

    Orðlaus!

    20!

    Til hamingju félagar!

    0
  4. 4

    Krissi says

    22. apríl, 2013 at 21:15

    Ohh Robin Van Perrfect ohh Robin Van Perfect!!! Til hamingju félagar :D!

    0
  5. 5

    Sveinbjorn says

    22. apríl, 2013 at 21:28

    Ahh, hef saknað þessarar tilfinningar alltof mikið síðustu tvö ár. Hvernig er annað hægt en að elska Robin van Persie? Og Ferguson? Og Rooney og bara allt þetta lið er unaður.
    Yndislegt líka að horfa á Ferguson hoppandi úr gleði með leikmönnunum :)

    Hvernig er annað hægt en að elska Manchester United?

    0
  6. 6

    Snorkur says

    22. apríl, 2013 at 21:28

    Glæstur leikur .. flott tímabil :D

    Til lukku með´ann :)

    0
  7. 7

    Elías says

    22. apríl, 2013 at 21:29

    Til hamingju allir united menn!!!!
    Frábært að vinna þetta með svona miklum yfirburðum… og ég sem var aðeins smeikur í upphaf tímabilsins

    0
  8. 8

    Númi says

    22. apríl, 2013 at 21:51

    Alger snilld!!!!!!!!! Það er eitthvað við þessa tilfinningu sem er svo furðulegt og algerlega ómögulegt að útskýra fyrir fólki sem fylgist ekki með íþróttum. En shit hvað ég er búinn að sakna hennar. Ætla að opna einn meistarabjór.

    0
  9. 9

    Kristjan says

    22. apríl, 2013 at 22:07

    Ömurlegt, bara alveg skelvilegt ef þú ert Manchester City aðdándi, nú eða Arsenal aðdáandi eða Liverpool eða Chelsea etc.

    En frábært fyrir okkur stuðningsmenn MANCHESTER UNITED. MEISTARAR Í 20 SKIPTI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    0
  10. 10

    Narfi Jónsson says

    22. apríl, 2013 at 22:12

    Þetta er svo ljúft, ekki síst þegar maður á 3 bræður sem halda með Liverpool.

    Til hamingju félagar!

    0
  11. 11

    Stefan says

    22. apríl, 2013 at 22:15

    Haha snilld þetta með Evra og Suarez en til hamingju strákar, þvílík assist hjá Rooney og Rafael.
    Hefði viljað sjá þann litla ná að skora, Kagawa átti skyldumark en annars frábær leikur hjá okkar mönnum, vörnin til fyrirmyndar og Giggs flottur.

    0
  12. 12

    Óli Jón Gunnarsson says

    22. apríl, 2013 at 22:53

    Fuckin gargandi andskotans snill!

    0
  13. 13

    Siggi P says

    22. apríl, 2013 at 23:12

    Liðið vann þennan titil. Má færa rök fyir því að annað lið hafi betri spilandi lið, og ég mun ekki mæla gegn því, en það er liðsheildin, samstaðan og þráin að vinna sem skiptir máli. Framtíðin er björt hjá United. Ef viljinn er enn til staðar og við höfum áfram drífandi stjóra, þá er númer 21 og 22 ekki langt undan!

    0
  14. 14

    c says

    23. apríl, 2013 at 00:23

    Snilld verður geðveikt á næsta tímabili með Bale á kantinum!

    0
  15. 15

    Óli says

    23. apríl, 2013 at 00:25

    Gott fólk og frábærir leikmenn, það er PARTÝTIME!!!

    0
  16. 16

    Stefan says

    23. apríl, 2013 at 00:27

    Fáum líklega Lewandowski en efast um Bale

    0
  17. 17

    Runólfur says

    23. apríl, 2013 at 00:58

    Víííj!

    0
  18. 18

    Kristjan says

    23. apríl, 2013 at 06:06

    Textavarp RUV veit ekki á móti hvað liði United spilaði
    http://www.textavarp.is/314/
    Manchester United tryggði sér í kvöld
    enska meistaratitilinn í knattspyrnu
    eftir 3-0 sigur á West Ham á Old
    Trafford. Robin van Persie skoraði öll
    þrjú mörk liðsins á fyrstu 33 mínútum
    leiksins. United komst með sigrinum í
    84 stig á toppi deildarinnar og hefur
    sextán stiga forskot á Manchester City
    sem situr í öðru sæti með 68 stig, fimm
    stigum á undan Arsenal í þriðja sætinu.
    Þrátt fyrir að City eigi fimm leiki
    eftir í deildinni eru þó aðeins fimmtán
    stig eftir í pottinum sem þýðir að
    liðið á ekki möguleika að ná nágrönnum
    sínum að stigum og United því meistari
    í tuttugasta sinn.

    0
  19. 19

    Mr.T says

    23. apríl, 2013 at 08:55

    Til hamingju Manutd

    0
  20. 20

    Cantona no 7 says

    23. apríl, 2013 at 12:40

    C H A M P I O N S 2 0 1 2 – 2 0 1 3

    0
  21. 21

    McNissi says

    23. apríl, 2013 at 19:40

    Það var einhver að spyrja hvort að Arsenal þyrfti að gera ,,Guard of honor“ fyrir United á Emirates. Ég las þetta á thesun.com…

    Now the former Arsenal striker travels to the Emirates on Sunday where his former team-mates will form a guard of honour to applaud him and his Manchester United team-mates out onto the pitch.

    Read more: http://www.thesun.co.uk/sol/homepage/sport/football/4899169/Man-Utd-win-title-Steve-Howards-verdict.html#ixzz2RJjXQugt

    Þetta hlýtur að vera sárt fyrir þá! Hvað gerir samt Sir-inn ? Mun hann hvíla Persie í þeim leik ? Kæmi mér ekkert sérstaklega á óvart þó að Persie yrði ekki einu sinni með í ferð til London. Kannski gott að hlífa hann fyrir óblíðum móttökum sem hann myndi fá á Emirates. **Er bara að hugsa upphátt….

    0
  22. 22

    Runólfur says

    23. apríl, 2013 at 23:57

    Held að Sir-inn spili nánast sterkasta liði mögulegu gegn Arsenal og Chelsea og svo mögulega gefur hann mönnum snemmbúið sumarfrí gegn Swansea og West Brom. Samt nokkuð augljóst að RVP vill spila alla 4 leikina þar sem hann vill þennan Gullskó.
    Ég persónulega vonast til þess að Carrick og Rio séu farnir í sumarfrí, þeir þurfa á því að halda. Einnig vonast ég til að sjá 2-3 kjúklinga fá sénsinn á móti Swansea og West Brom (Þau lið hafa þannig séð engu að keppa að og þess vegna fullkomið að gefa „minni spámönnum“ séns). Hins vegar hefur SAF + leikmenn gefið út að þeir vilji þetta stigamet svo það gæti vel verið að besta liðið spili síðustu leikina á fullu gasi!

    0
  23. 23

    siggi utd maður says

    24. apríl, 2013 at 03:57

    Ég held að Fergie muni spila restina á tímabilinu á þeim mönnum sem vantar leiki til að fá medalíu( eru það ekki 10 leikir?) Fergie er strax farinn að hugsa um móralinn á næsta tímabili. En hann er að sjálfssögðu að fara að láta Persie spila, svo Robin verði markakóngur og leikmaður tímabilsins og vinni titil fyrir framan Arsenal og réttlæti kaupin.

    Ég verð samt að segja, ég fílaði alltaf Van persie hjá Arsenal, en hann er betri í fótbolta en ég hélt hann væri. Hann mun bömma yfir Real Madrid leikjunum, en þar sem hann er leikmaður sem aldrei hefur treyst á hraða, þá býst ég við allavega 3-4 árum í það minnsta fyrir okkur. Til hamingju allir með þann tuttugasta.

    Og takk Arsenal fyrir Ooooooh Robin Van Persie!

    0
  24. 24

    Björn Friðgeir says

    24. apríl, 2013 at 07:53

    Einu mennirnir sem eru ekki með þessa 10 leiki sem þarf eru Lindegaard (8) , Büttner(3), Powell(2) og Fletcher(3). Félag getur sótt um aukamedalíur, Lindegaard fær slika sem varamarkmaður, hefð. Büttner gæti fengið slika án þess að skammast sín (varamaður fyrirliða sem missir varla úr leik). Efast um að Powell fái, og að Fletcher vilji fá.

    Ég spái því að þetta verði á fullum dampi eins og Runólfur stingur uppá. Viljum stigametið!

    Það er engin landsliðskeppni í sumar til að hafa áhyggjur af, fáum mennina hvílda til baka. Einu sem þarf að hvíla af og til eru Vidic og Rio og við eigum varamenn fyrir þá. Það gæti verið að, og væri vonandi að einn eða tveir yngri fengju séns, en það yrði þá frekar á móti Swansea og West Brom, ekki á móti Arsenal og Chelsea. Ef menn vilja ólíklegan kandídat í það sem samt væri flott að sjá, þá höfum minnst hér á Adnan Januzaj einu sinni eða svo þegar Fergie var að benda á að hann og Powell væru bestir í U-21 liðinu. Væri ekkert leiðinlegt að sjá hann spreyta sig með stóru strákunum.

    0
  25. 25

    úlli says

    25. apríl, 2013 at 04:37

    Smá reality check að sjá meistaradeildina í þessari viku. Ég var hrikalega svekktur að falla úr leik og hélt við hefðum getað farið alla leið. En að vissu leyti var það sanngjarnt, og það verður að segjast að þessi þýsku lið eru á allt annarri plánetu eins og er. Við náðum aldrei tíu mínútna kafla gegn Real eins og Dortmund fór með þá í 90 mínútur í kvöld.

    En mikið er það ljúft að hafa landað deildartitlinum.

    0
  26. 26

    siggi utd maður says

    26. apríl, 2013 at 01:54

    Takk fyrir þetta Björn Friðgeir; eftir þessar upplýsingar ( sem ég nennti ekki að leita að, og þess vegna þakka ég þér aftur) þá tel ég Fergie spila þeim mönnum sem hann telur þurfa að taka næsta skref, þetta væru þá Hernandez, Cleverley, Welbeck, Jones, Smalling, Kagawa, Anderson (verður samt seldur í sumar) og fleiri sem þurfa leiki. Stigametið er næsta target.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress