Bjóstu við venjulegri upphitun? Nei. Auðvitað ekki.
Fyrsta mál á dagskrá: Búið að birta lagalistann sem spilaður verður á Old Trafford fyrir leik og í hléi á morgun.
Ýttu á play og svo getum við haldið áfram
Hvílíkur lúxus! Tveir leikir eftir af tímabilinu, við vitum hvað er í vændum og fáum að kveðja… tja? kónginn? Ég ólst upp við að það hefði bara verið einn kóngur á Old Trafford og hann hét Denis Law. Svo kom Eric Cantona og um tíma var hann kóngurinn, áður en við áttuðum okkur á að hann var eitthvað meira og varð ‘Le Dieu’.
Hvað getum við við þá kallað Sir Alex?
Hvað með bara… Sir Alex? Því hann er hann sjálfur og samlíkingar eru óþarfar.
Ein saga hér, lestu hana í nýjum glugga og komdu svo til baka (þú er varla komin út í miðja Stone Roses, nógur tími)
Þetta er maðurinn Sir Alex Ferguson í hnotskurn. Þegar kom að fótbolta og bissniss var hann harðasti naglinn af öllum hörðu nöglunum og gaf engin grið. Þegar kom að fólki var hann sá sem aldrei gleymdi hvaðan hann kom né hversu miklu hann gat orkað. Þær er óteljandi sögurnar af öllum þeim sem hann svaraði þegar bréf komu til Old Trafford, beiðnir um myndir eða eiginhandaráritanir eða hvað eina, þegar illt var í ári hjá bréfritara virðist sem alltaf hafi þessi önnum kafni maður gefið sér tíma til að svara þeim sem mest þurftu þess.
Fréttir herma að United leikmenn séu sammála um eðlilegasta hlut í heimi. Sir Alex Ferguson eigi að lyfta Englandsmeistaratitlinum fyrstur manna á morgun. En ekki hvað? Hvernig er annað hægt? Það er ekki hægt að ætlast til af gamla manninum að hann fari á bekkinn og komi inná ef ske kynni að við fengjum víti í Fergiebótartíma þannig að hitt er eina sem er nógu stórt.
Enda myndi hann ekki vilja vítið, því á morgun er auðvitað bara eitt skiptir máli og það er að vinna leikinn, stórt og með stæl! Ef leikmenn eru ekki í stuði fyrir þennan leik þá veit ég ekki hvenær. Upp í hugann koma fyrst tveir leikir. Gegn Blackburn ’93, þegar stærsta partí sem Old Trafford hafði séð tók á móti ofurþunnum leikmönnum United sem höfðu eytt mestallri nóttinni hjá Steve Bruce að fagna titlinum (þegar Bruce vaknaði um morguninn voru Bryan Robson og frú vöknuð af sófanum og farin að vaska upp). Leikmennirnir svöruðu með að rústa Blackburn þrjú eitt. Gegn Everton ’95 þegar Sir Matt Busby var kvaddur hinstu kveðju og ekki var þurrt auga í stúkunum, en leikmenn svöruðu með því að yfirspila Everton.
En síðan var það leikurinn gegn City 2008 þegar München slyssins var minnst og leikmennirnir svöruðu ekki kalli áhorfenda.
Á morgun getum við blandað saman tilfinningunum frá ’93 og ’95. Við kveðjum manninn sem hefur gefið okkur svo mikið síðustu 26 ár, en ekki þó hinstu kveðju. Og við fögnum gríðarlega þessum frábæru 26 árum. Það gerum við best með að sýna United spilamennsku eins og best verður. Ég ætlaði nú ekkert að rýna mikið í liðið, og þó.
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Valencia Carrick Cleverley Giggs
Scholes
Van Persie
Við erum nefnilega að kveðja annan stórmeistara á morgun
http://www.youtube.com/watch?v=L6BZbvTqMvw
Ef það ekki Scholes líkt að geta hætt án þess að það verði of áberandi?
Og ég væri ekki hissa þó að Ryan Giggs ákveddi að vera ekki að gera David Moyes erfitt fyrir með að reyna að velja hann á næsta ári og hætti líka.
http://www.youtube.com/watch?v=WFooYSIBZYA
Valdaskiptin gætu varla verið skýrari.
Ég er kominn fram í ‘To Dream The Impossible Dream’ á lagalistanum sem verður leikið þegar heiðursvörður tekur á móti Sir Alex á morgun, og það er eitthvað svo rosalega þurrt loft hérna inni og ég er greinilega með rykkorn í auganu, og eitthvað vesen í nefinu, og einhvern kökk í hálsinum líka…
Þetta verður kveðjupartý aldarinnar á morgun. Eina sem Swansea þarf að gera er að mæta og taka létt á því, takk.
Héðinn says
Ég er í svolitlum vafa um hvort SAF muni stilla upp sínu sterkasta liði á morgun, eða hvort að hann muni nota einhverja unga stráka. Enda ferilinn eins og hann byrjaði, með áherslu á unglingastarfið. Eina sem ég tel nokkuð ljóst er að Scholes mun spila og fá heiðursskiptingu. Ef að Giggs er að spá í að hætta þá spilar hann líka, en ég held að Giggs taki eitt ár í viðbót.
Rafael er svo í banni eftir viðskipti sín við Sideshow Bob, sé að þú ert með hann í þínu byrjunarliði. Persónulega vona ég að Marnick Vermijl fái að spila í bakverðinum á morgun.
Björn Friðgeir says
Já auðvitað er rafael í banni.
Ég hefði sett unglinga þarna inn en unglingaliðið var að spila í Blue Stars/FIFA Youth Cup í vikunni. http://www.fifa.com/youthcup/index.html
Januzaj var valinn maður mótsins, en annars veit ég lítið hverjir spiluðu. Spái að Powell komi inn í téðri heiðursskiptingu.
ellioman says
Maður verður hreinlega hálfklökkur við tilhugsunina um allar þessar breytingar.
Þessir yfirgefa okkur eftir tímabilið:
* Ferguson
* Scholes
* David Gill
* Martin Ferguson
* Albert Morgan
Þessir eru líklegir til að yfirgefa okkur líka;
* Ryan Giggs
* Mike Phelan
* Rene Meulensteen
Og að lokum þá er mikið vafamál hvort Rooney, Nani og Anderson spili með liðinu á næsta tímabili.
Verð að játa að maður á soldið erfitt með að meðtaka allar þessar breytingar á svona stuttum tíma. Nú er málið bara að njóta augnabliksins og treysta svo á Moyes og félaga (skrítin tilfinning að skrifa þetta). Hlakka virkilega til að sjá Ferguson lyfta titlinum í síðasta skipti. Það verður sko skálað honum til heiðurs!
Pétur says
Neiii Giggs má ekki hætta líka, þá er bara of mikið á mann lagt!
Takk fyrir allt Sir Alex, snillingur.
Ps. Góður playlist!
Runólfur says
Af hverju er talað um að Rene hætti? Kæmi mér ekki á óvart ef Mike Phelan færi í meira þjálfara hlutverk og nýr númer 2 kæmi inn en ég hef enga trú á að Rene sé að hætta.
Héðinn says
Rene sagði sjálfur að hann væri ekki viss hver hans framtíð væri, það var alltaf talað um að hans staða yrði endurskoðuð þegar SAF myndi hætta. Ég myndi sjá á eftir honum. Mike Phelan hins vegar má fara mín vegna, mun ekki sakna hans neitt.
Stefan says
Nokkrir stjórnarmeðlimir að hætta en Ferguson fer í stjórn right ?
Pétur says
lol vel gert Wigan
Money 0-1 Passion
fev says
hvað gerir þessi David Gill ? afsakið fáfræði mína herna
Ingvar says
Ótrúlega skrítin tilfinning sem maður hefur fyrir morgundeginum. Annars vegar tilhlökkun að sjá dolluna fara á loft og alla umgjörðina sem verður í tilefni þessa mikla dags. Hins vegar að þurfa kveðja okkar mikla meistara verður gríðarlega tilfinningaþrungin stund og líður manni hálfpartinn eins og það sé jarðarför framundan. Reikna með að það verði slatti af votum augum á Old Trafford á morgun, sem og um heim allan .
Verður erfitt að ýminda sér framtíðina án hans við stjórnvölin því í rauninni þekkir maður ekkert annað. Farvell þú mikli meistari og ástarþakkir fyrir æskuna og þessi 25 ár sem ég hef fylgst með liðinu okkar.
#thankyousiralex