• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:1 Swansea

Björn Friðgeir skrifaði þann 12. maí, 2013 | 8 ummæli

Sir Alex Ferguson fær heiðursvörð (gif)

Dagurinn í dag snérist að minnstu leyti um leikinn gegn Swansea.

Í dag fögnuðum við 20. Englandsmeistaratitli Manchester United, kvöddum næst-sigursælasta leikmann enskrar knattspyrnusögu og kvöddum mesta og besta knattspyrnustjóra allra tíma.

Fyrir leikinn hafði rauður ‘Champions’ fáni verið settur við hvert sæti, og af því United er klassaklúbbur fengu stuðningsmenn Swansea hvíta ‘Carling Cup Winners’ fána. Fánaborgin sem myndaðist var gersamlega ógleymanleg. Stemmingin var stórfengleg og ef einhver var með þurra hvarma þegar Sir Alex Ferguson gekk inn á völlinn er ég hissa.

Fánaborgin á Old Trafford í dag.

Bryan Robson var til að mynda tárvotur upp í heiðursstúku.

Leikurinn var í heild sinni vel spilaður. United spilaði frá byrjun eins og til var ætlast, flottan og fljótandi bolta og Chicharito var næstum búinn að skora strax á fimmtu mínútu en skot hans eftir frábæra fyrirgjöf Robin van Persie fór í þverslána og út fyrir línuna. Annars var ekki mikið af færum þó United pressaði nokkuð vel. Markið lá því í loftinu og kom lokins á 39. mínútu. Robin van Persie tók aukaspyrnu, boltinn barst af Ashley Williams fyrir fætur Chicharito sem afgreiddi færið örugglega.

En í seinni hálfleik kom í ljós að Swansea ætluðu engan veginn að vera statistar í titilfögnuðinum. Liðið kom vel stemmt út úr klefanum og jöfnuðu áður en fimm mínútur voru liðnar og auðvitað var það Michu sem skoraði. Nær stöðug pressu frá byrjun endaði á að fyrirgjöf barst inn á teiginn og þrátt fyrir að Phil Jones reyndi að stinga sér í boltann var Michu á undan og skoraði.

Swansea var síðan frekar betra liðið og sýndi glimrandi spilamennsku eins og maður er farinn að búast við af þeim. Flestir voru farnir að búast við viðeigandi endalokum, sigri í ‘Fergietime’, en við fengum óvæntari gjöf.

Gamli maðurinn ánægður með markið

Á 88. mínútu tók Robin van Persie horn og ekki í fyrsta skipti á tímabilinu gaf það mark. Rio Ferdinand var gjörsamlega óvaldaður á fjærstönginni og þegar boltinn fór í gegnum allan teiginn til hans var hann ekkert að tvínóna við hlutina heldur drombaði boltanum af öllu afli þannig að söng í netmöskvunum.

Fyrsta mark Rio í 5 ár var þannig heldur betur af glæsilegu gerðinni, og hann varð 20. leikmaður United til að skora í deildinni í vetur. Það er nýtt met!

20 er tala talnanna í vetur án nokkurs vafa, 20. titillinn, 20 ár frá fyrsta titli Ferguson og 20 markaskorarar!

Við gátum þannig fagnað sigri áður en að aðalverk dagsins hófust

Sir Alex Ferguson hélt kveðjuræðu sína sem sjá má hér. Hann þakkaði fyrir sig, lýsti því hvað þetta hefði allt verið frábært, þakkaði leikmönnum, starfsliði og stuðningsmönnum.

En hann sýndi líka að þetta snérist um meira en hann sjálfan. Hann minnti á að honum hefði verið gefinn sá tími sem þurfti í upphafi ferilsins og að við þyrftum öll að standa þétt við bakið á nýjum framkvæmdastjóra.

Hann kvaddi síðan Paul Scholes, þannig að Scholes fór hjá sér eins og alltaf, óskaði Darren Fletcher góðs bata og óskaði leikmönnum góðs árangurs í framtíðinni, þeir vissu hversu góðir þeir væri, hvers virði treyjan sem þeir bæru væri og hversu miklu máli þeir skiptu stuðningsmennina.

Svo þakkaði hann einfaldlega fyrir sig og fór inn í klefa

Síðan tók við verðlaunaafhendingin, eins og venjulega mikið fyrirtæki. Bryan Robson og Steve Bruce báru bikarinn inn á völlinn, 20 árum eftir að þeir tóku við honum saman, alveg jafn flottir, en eilítið mittisbreiðari kannske

Síðan komu Ferguson aftur inn á völlinn, fékk fyrstur medalíu, og síðan leikmennirnir hver á fætur öðrum. Loks rétti einhver Barclaysbankagúbbi Evra og Vidic bikarinn, þeir lyftu honum ekki en komu honum snarlega í hendurnar á Sir Alex Ferguson.

Restin var kampavín!

Ég ELSKA þessa mynd! Skoðið bolinn!
Einn fyrir Arsenal vini okkar
Hann er ekkert að fara.
Hann er ekkert að fara
13 titlar. ÞRETTÁN. Hvílíkur knattspyrnumaður
Midfield General
Jonny og gömlu mennirnir
Framtíð United
Anderson kann á Instagram
Efnisorð: Leikskýrslur Swansea City 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Pétur says

    12. maí, 2013 at 17:16

    gæsahúð þegar Ferguson lyfti bikarnum

    0
  2. 2

    ellioman says

    12. maí, 2013 at 18:18

    @Pétur
    Ef þú vilt upplifa það aftur :)
    http://i.minus.com/ibfcVUx5FQxyXM.gif

    0
  3. 3

    Hannes says

    12. maí, 2013 at 20:13

    Ferguson sagði okkur að styðja Moyes, ok ég mun styðja Moyes.

    0
  4. 4

    Ingi Rúnar says

    12. maí, 2013 at 20:17

    Gæsahùð :)

    0
  5. 5

    Stefan says

    12. maí, 2013 at 20:29

    hreint magnað og frábærar myndir :D

    0
  6. 6

    Valdi Á says

    12. maí, 2013 at 20:51

    Eftir leikinn fékk maður bara kökk í hálsinn, rosalega tilfinningaþrungin stund.

    0
  7. 7

    Kristjan B. says

    12. maí, 2013 at 22:09

    Þetta snérist allt um leikinn í dag að mínu mati hefði verið skelfilegur endir á frábærum ferli fyrir SAF að vinna ekki síðasta leikinn á OT. En leikurinn vannst í „typical United fasion.“ Ég fagnaði eins og við höfðum unið deildinna þegar RIO skoraði.

    0
  8. 8

    Baldur Seljan says

    13. maí, 2013 at 13:01

    Virkilega fallegur endir á seasoninu!
    Nú tekur við nýtt upphaf sem að ég er afar spenntur fyrir.

    Aðeins varðandi W.Rooney…
    Þvílíka væluskjóðan sem hann er að verða. Með launahæstu leikmönnum deildarinnar og ætti að vera þakklátur fyrir að spila með besta framherja deildarinnar, Van Persie.

    Vældi alltaf um að það vantaði nýja leikmenn og hann setti fram kröfu að fara ef að liðið yrði ekki styrkt. Í sannleika sagt þá er Rooney búinn að vera spila langt undir væntingum í vetur, og mér er alveg sama hvað tóti tölfræði segir um það.

    Þegar hann hefur spilað þá er það með 70-80% krafti, og er það m.a vegna þess hversu slæmu líkamlegu formi hann hefur verið í. Ekkert passion til staðar sem að einkenndi leik hans. Ef að við fáum 40 milljónir punda fyrir hann þá eru það frábærar fréttir og væri vel hægt að nota peninginn til að fylla önnur skörð sem að vantar á vellinum.

    Ekki miskilja mig samt. Rooney hefur verið mjög mikilvægur seinustu ár og ætla ég ekkert að vera hrauna yfir hann þegar litið er á heildarframmistöðu hans með United. Hinsvegar eins og staðan er í dag þá eru bara aðrir leikmenn búnir að stíga upp í vetur og sýnir það merki þess að leikmannahópurinn er á réttri leið.

    Góðar stundir allir stuðningsmenn okkar ástsæla klúbbs og vonandi verður áframhaldandi velgengi á komandi árum!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress