Áður en ég byrja þessa upphitun fyrir Everton-leikinn á morgun vil ég minna alla á að taka þátt í kosningunni á Wayne Rooney sem leikmanni nóvembermánaðar. Auk þess vil ég ganga úr skugga um að allir hafi örugglega séð þetta:
og þetta:
If ever an image encapsulated a player, it is this.
Nemanja fucking Vidic, ladies and gents. pic.twitter.com/vq0siBofvo
— Nooruddean (@BeardedGenius) December 2, 2013
Nemanja Vidic, gott fólk, Nemanja Vidic! Svona eiga fyrirliðar að vera!
Allavega…
Everton. Á morgun. Kl. 19.45.
Þetta er leikur nr. 2 af 10 í þessari brjáluðu desember-dagskrá sem lítur svona út:
1.des –Tottenham (Ú) 2-2- 4.des – Everton (H)
- 7.des – Newcastle (H)
- 10.des – Shakthar (CL) (H)
- 15.des – Aston Villa (Ú)
- 18.des – Stoke (DB) (Ú)
- 21.des – West Ham (H)
- 26.des – Hull (Ú)
- 28.des – Norwich (Ú)
- 1.jan – Tottenham (H)
Ætli jólastressið sé farið að laumast að David Moyes? Eftir jafnteflið gegn Tottenham sitjum við í 8.sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er styttra í hin toppliðin enda hafa þau öll, líkt og við, verið hikstandi. Það hefur gert það að verkum að Everton og Newcastle, þau lið sem við mætum í næstu tveimur leikjum, hafa laumað sér í toppbaráttuna og eru þau fyrir ofan okkur í 5. og 6. sæti.
Í þessari jólatörn er tækifæri fyrir okkur að saxa á forskotið sem liðin fyrir ofan hafa náð á okkur. Lið eins og Southampton, Newcastle, Everton og Liverpool hafa einungis verið að spila einn leik á viku á meðan við erum að spila í öllum keppnum. Þau eiga 7 leiki eftir í mánuðinum og má segja að þetta sé fyrsta alvöru prófið á þessu tímabili fyrir þessi lið. Það kæmi manni ekki á óvart ef að þessi lið væru kominn neðar í deildina um það leyti sem nýtt ár er að ganga í garð.
Þetta er svo þétt dagskrá að við munum án efa tapa einhverjum stigum á leiðinni en það sama má segja um hin liðin í kringum okkur og sérstaklega um Arsenal, City, Chelsea og Liverpool sem spila jafnframt öll innbyrðis og munu reita stig af hverju öðru. Þetta er því gullið tækifæri til þess að mjaka okkur nær toppsætinu og koma okkur í góða stöðu fyrir nýárið.
Fyrsta varðan í þeirri vegferð er leikurinn gegn Everton á morgun.
Það er óþarfi að tala um David Moyes, fortíð hans hjá Everton og hvernig hann kom með hálft félagið með sér. Það hefur verið umdeilt en ég kunni þó að meta húmorinn í enskum blaðamönnum þegar þeir birtu fréttir að hann hefði áhuga á að kaupa brasilíska miðjumanninn Everton!
Everton-liðið er í 5. sæti og virðist vera í góðum gír. Eins og með liðin sem eru ekki í Evrópukeppni hefur þó tímabilið verið rólegt hjá þeim, liðið datt út í 3.umferð deildarbikarsins og hefur spilað 15 leiki á tímabilinu á meðan við höfum spilað 21. Það hjálpar að fá svona hvíld á milli leikja og skýrir að hluta til gott gengi Everton á tímabilinu.
Hinn hlutinn af skýringunni er sá að Roberto Martinez er augljóslega hæfileikaríkur stjóri. Hann virðist loksins vera kominn með lið í hendurnar sem ræður við að spila leikinn eins og hann leggur upp með, eitthvað sem Wigan náði á köflum en réði samt aldrei almennilega við. Ofan á þetta bætist algjörlega frábær félagsskiptagluggi þar sem hann nældi sér í Romelu Lukaku, Gareth Barry og Gerard Deulofeu, alla á láni! Þessir menn sáu t.d. algjörlega um sigurinn í síðasta leik gegn Stoke sem fór 4-0.
Menn virðast því ekkert sakna David Moyes og félaga á Goodison Park.
Ég hef ekki trú á öðru en að Martinez stilli liðu sínu upp til sóknar. Það er það sem önnur lið hafa verið að gera á Old Trafford á þessu tímabili með ágætum árangri. Það er lítið um meðsli hjá Everton en þó er einn af þeirra bestu mönnum frá en Leighton Baines hefur verið meiddur og mun líklega ekki taka þátt á morgun. Darron Gibson og Arouna Koné eru einnig meiddir.
Okkar menn
Jafnteflið við Tottenham voru sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins og alls ekki slæm í sjálfu sér þó að það hafi verið slæmt að missa efstu liðin lengra fram úr sér. Það eru hinsvegar stigin sem við höfum tapað gegn WBA, Southampton og Cardiff svo dæmi séu tekin sem eru vandamálið og gera það að verkum að við sitjum í 8.sæti. Heimaleikur gegn Everton flokkast undir leik sem við getum gert kröfu um 3 stig, Everton hefur t.d. ekki unnið á Old Trafford síðan 1992. Að öllu jöfnu eiga þetta að vera þrjú stig á töfluna fyrir Manchester United.
David Moyes hélt blaðamannafund í dag og þetta er það helsta:
Um titilbaráttuna:
„I’m concerned we’re not as close as we’d like to be but it’s a long season and hopefully we’ll be there or thereabouts. There are a lot of games to go. I think the Premier League is tight and we’ll try to stay on the shirt-tails and put ourselves in a good position at the start of next year.“
Um Robin van Persie:
„Robin is okay. He has a chance of playing.“
Það eru nokkrar spurningar sem vakna þegar maður íhugar byrjunarliðið:
Spurning 1: Á að setja Robin van Persie beint í byrjunarliðið?
Ég er á því að hann ætti að hafa van Persie á bekknum í leiknum, ef vel gengur í leiknum er hægt að hvíla hann og tryggja að hann sé alveg laus við meiðslin fyrir næsta leik. Ef illa gengur er svo hægt að skipta honum inná. Þetta er auðvitað lúxusvandamál og ef RvP byrjar inná græt ég það ekki.
Spurning 2: Rafael eða Smalling?
Rafael virðist vera orðinn heill en Smalling hefur fengið ansi gott tækifæri í hægri bakverðinum undanfarið. Vandamálið við Smalling er ekki það að hann sé lélegur í varnarhlutverkinu. Nei, vandamálið er að hann er handónýtur fram á við og tekst aldrei að koma boltanum inn í teiginn af kantinum. Rafael skilar jafngóðu varnarhlutverki og er margfalt betri framávið. Rafael á diskinn minn, takk fyrir Hr. Moyes.
Spurning 3: Miðjan?
Phil Jones er í banni. Michael Carrick er meiddur. Fellaini er týndur, Cleverley er lélegur, Anderson er feitur og Giggs er gamall. Það er alveg góð ástæða fyrir því að liðið er orðað við hvern miðjumanninn á fætur öðrum um þessar mundir. Líklega munu Cleverley og Fellaini byrja leikinn og það væri ekki óvitlaust að hafa Kagawa í holunni til þess að hjálpa miðjunni ef þess þarf. Ef Ferguson væri stjóri kæmi Giggs klárlega í byrjunarliðið fyrir þennan leik og hakan færi ekki beint í gólfið ef Moyes leikur það eftir.
Byrjunarliðið:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Cleverley Fellaini
Valencia Kagawa Nani
Rooney
Varnarlínan útskýrir sig sjálf, Giggs gæti komið inná miðjuna í staðinn fyrir Cleverley og ef RvP byrjar verður Kagawa á bekknum. Ég vil sjá Moyes hætta þessum tilraunum í bili með að hafa sóknarmenn eða miðjumenn á köntunum og setja þá Valencia og Nani á kantana. Það virkaði gríðarlega vel á móti Leverkusen og það var augljóst að Welbeck og Kagawa sem skiptu með sér vinstri kantinum á móti Tottenham leituðu alltof mikið inná miðsvæðið. Þessi taktík virkaði ágætlega hjá Everton en það þarf að þróa þetta betur á æfingarsvæðinu (og mögulega kaupa ákveðinn vinstri bakvörð í janúar. Vísbending: Hann heitir Leighton Baines).
Everton er í stuði og þetta verður örugglega hörkuleikur. Í desember hefur United ágætt tækifæri til að komast í toppbaráttuna þar sem það á heima og það verður að láta finna fyrir sér í þessum leik og gegn Newcastle um helgina, minna menn á að menn afskrifa ekkert Manchester United þó að liðið sé með smá hiksta.
Ég ætla að vera gríðarlega bjartsýnn og spá 4-0 sigri fyrir okkar mönnum. Martinez stillir upp sóknarsinnuði liði haldandi að nú sé tækifærið fyrir Everton að vinna á Old Trafford en við skorum mark snemma og náum yfirráðum í leiknum. Evra skorar pottþétt, meira veit ég ekki.
Leikurinn hefst klukkan 19.45 og dæmir Martin Atkinson leikinn.
Ingi Rúnar says
Nú verda okkar menn ad syna fucking greddu, spái audvitad sigri.
2-1 fyrir UTD
Ilkay says
Leikur sem einfaldlega verður að vinna!
Slæmt að missa Jones vegna spjalda, Carrick og Rafel enn meiddir.
Miðjan = Cleverley… Fellaini…. Giggs…
Veit ekki alveg með þennan leik.. Gæti orðið helvítis basl, sama gamla baslið..
Vona að þeir haldi hreinu til tilbreytingar og setji allavega eitt..
Ísak Agnarsson says
Giggs er eini miðjumaðurinn okkar sem er með viti.
Runólfur says
Alger óþarfi að henda RVP beint inn. Nani og Rooney skora sitthvort markið og við vinnum 2-0. Neeeeeema að við tökum upp á því að fá á okkur enn eitt skítamarkið – þá skorar G.Barry fyrir Everton.
Bósi says
Það verður klárlega spennandi að fylgjast með Vidic takast a við Lukaku
Hannes says
Við verðum að vinna alla þessa 6 deildarleiki í desember og + tottenham leikinn 1 janúar. Ef við náum síðan að kaupa 1-2 leikmenn í janúar , vonandi Reus og svo var talað um einhvern úr spænska boltanum, ég fylgist ekki mikið með spænska en er einhver sem veit hvort að Iker Munian myndi henta okkar ? man bara að hann sló okkur út úr evrópukeppninni fyrir 2 árum.